Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 15

Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 15
„Ein af nauðsynjum þjóðanna er bún- ingurinn." Svo komst Sigurður að orði í grein sem hann skrifaði í Ný Félagsrit árið 1857.1 Þar kom frarn að honum fannst faldbúningurinn ekki vera stílhreinn og ekki lengur í líkingu við hinn uppruna- lega búning sem hann sagði konur á söguöld hafa skartað.2 Samfara samgöngubyltingu 19.aldar, jukust samskipti Islendinga við erlendar þjóðir. I byijun 19. aldar var svo komið í Reykjavik að ekki þótti lengur ’móðins’ að klæðast íslenska faldinum á stórhátíð- um. Vinsælasti klæðnaður meðal reyk- vískra kvenna var hinn svokallaði ’danski búningur’, erlend tískuföt, hver með sínu lagi. Myndin af Þóru Thoroddsen, Sigríði dóttur hennar og Sigríði Boga- dóttur, móður Þóru, gefur glögga rnynd af þess konar fatnaði. Orðaskipti þeirra Guðrúnar og Sigríðar, sögupersóna í Pilti og stúlku, eru til vitnis um álit fólks á ís- lenska búningnum. I sögunni biður Guðrún Sigríði að gera sér það ekki „til raunar og arnræðu að hafa óhræsis ís- lenska búninginn . . . við dansleikinn verður ntaður þó að minnsta kosti að vera ekki svo afkáralega klæddur, að aðrir hlæi að manni. . .“3 Sigurður lastar þessa erlendu tísku í grein sinni og fannst honum klæðaburð- ur íslenskra kvenna vera bæði „ósam- kynja og athægilegur". Hann bendir á að „í sömu kirkjunni [sé] kvenfólk með alls- konar höfuðbúninga og allskonar fata- snið, svo ntanni gæti dottið í hug að ntaður væri kominn á grímudansleik".4 Honum var ljóst að breyta þyrfti búning- num svo að dömurnar tækju íslensku há- tíðarfotin frarn yfir þau ’dönsku’. Helstu breytingamar sem Sigurður gerði voru á höfuðbúnaðinum, faldinum sem honum fannst gefa andlitinu tignar- legan svip.3 I byijun 19. aldar var hann orðinn mjög flatur að ofan og beygður áberandi mikið fram. Þetta var þunnur, sveigður spaði, breiðastur fremst og mjög mjór að aftan/’ Fyrinnynd að faldi Sigurðar er hnarreisti krókfaldurinn, sem konur bám á 18. öld. Faldur hans er þó mun lægri. Yfir faldinn útbjó hann blæju úr hvítu netefni. Hún átti að tninna á höfuðdúkana sem konur báru i fornöld. Þar sem faldinn bar við enni var bundið svokallað koffur, höfuðband nteð ásaumuðum skrautdoppum eða ein- göngu úr samanhlekkjuðum stokkum. Sigríður Bogatiáttir, Sigríðnr Tlwroátisen og Þóra mannahöfn iwi 1892. En koffur hafði lagst af á 18. öld. Bæði treyjan og pilsið var svart. Treyj- an, sem áður hafði verið styttri, náði nið- ur í mitti og var aðskorin. Sigurður sleppti kraganum og leggingu sem hafði áður verið eftir miðju baki. I stað kragans lét hann baldýringuna, sem var á fram- stykkjunum, ná aftur unt hálsinn. Sams konar baldýring var á flauelsbryddingum treyjuermanna, auk þess sem hvít blúnda var þrædd frernst undir ermarnar og háls- málið. Stokkabelti var um ntittið og þá helst sprotabelti sem höfðu ekki sést síð- an á 18. öld. Pilsfaldinn skreytti Sigurður með Tlwroihisen sitja fyrir lijá Ijásniyiiclara í Katip- marglitum útsaunri. Fjölmargir ásauntað- ir borðar höfðu áður verið á honum, en þeir komu í veg fýrir að pilsið félli vel.' Hann teiknaði mynstur sem ekki höfðu tíðkast áður. Þetta voru grísk og býsönsk mynstur og íslensk blómamynstur, sem urðu mjög vinsæl. En slíkir mynstur- bekkir voru á þessum árurn tíska í kven- fatnaði erlendis.8 Hann útbjó einnig möttul, yfirhöfn sem átti að bera við búninginn. Þetta var sið, svört skikkja, tekin saman ineð hnöppum að framan og voru brúnir möttulsins ýmist útsaumaðar eða brydd- aðar með skinni.9 SAGNIR 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.