Sagnir - 01.06.1997, Side 8

Sagnir - 01.06.1997, Side 8
„Hvergi skeikaði um minnstu hreyfmgar, stjómandinn hafði fullkomið vald á þessum friða hópi, er vakti óskipta aðdáun allra áhotfenda. “ Iþróttafólkið við lýðveldisstqfnun 1944 gengurfram undirfánum og lúðrablœstri, einhuga og samhent, þjóðin í smœkkaðri mynd. — Þjóðminjasafn Islands. veginn. Ekki virðist hafa komið til álita að fella glímuna niður enda höfðu einhverjir erlendu gestanna á orði að þeir færu ekki frá Þingvöllum fyrr en eftir glímusýning- una.17 Fréttamaður Sjónvarpsins á staðn- um var sannarlega ekki að gera minna úr hefðinni en efni stóðu til fyrr um daginn þegar hann útskýrði örnefnið Fang- brekku. Þar „tókust menn fangbrögðum og glímdu ... á sléttunni við brekkufót- inn. Og hér hefur verið glímt í 700 ár og hér verður líka glímt síðar í dag.“'“ A hátíðinni 1994 var glíman horfin af hátíðardagskránni en var sýningaratriði ásamt mörgu fleiru.1'' Greinilegt er að hún hafði þá allt annan sess en á fyrri hluta aldarinnar því ekki fer á milli mála að þá var glíman hátt skrifuð. Þegar tigna gesti ber að garði er eðlilegt að landsmenn tjaldi því sem mest þykir til koma. Arið 1921 var sýningin á Þingvöllum í hópi með Gullfossi og Geysi.2" Eina leikfimin sem gestir gátu notið á hátíðarsviðinu 1994 var sýning Þjóðdansa- félags Reykjavíkur á laticers sem eru af- brigði af qnadrille, dansi sem enskir aðals- menn fluttu úr danssölum fransks hefðar- fólks til síns heima eftir Napóleonsstríðin.21 Fivarf glímunnar og fimleikanna er vís- bending um að íslendingar hafi ekki haft þörf fyrir að sanna neitt annað en þeir væru nútimaleg þjóð. íslenska glíman er í besta falli skemmtiatriði en ekki til hátíðabrigða. Umræddur dans er afar tignarlegur en get- ur varla talist mjög þjóðlegt fyrirbæri. Lýðveldisafmælið 1994: Segjum þeim söguna ... í ávarpi semVigdís Finnbogadóttir, þáver- andi forseti Islands, flutti á lýðveldis- afmælinu 1994 hvatti hún fólk til að hlúa að sögunni og segja hana börnum „svo þau geti sagt sínum börnum.“22 Ef litið er á dagskrána á Þingvöllum þá var hún í rauninni tvíþætt. Hátíðardagskrá var um rnargt hefðbundin, með þingfundi, ræðu- höldum, guðsþjónustu og ættjarðarsöngv- um. Hins vegar var ýmislegt til skemmt- unar og fróðleiks viðs vegar um hátíðar- svæðið, dagskrá sem hlaut hina einkenni- legu nafngift Fjölsýningin Þjóðleikur.23 Sýningin var vissulega fjölbreytt en hafi hún átt að vera táknræn fyrir 50 ára sögu lýðveldisins, eða sögu Islands yfirleitt, er rétt að staldra dálítið við. Gömlu höfuð- atvinnuvegirnir tveir fengu sína umfjöll- un. Nokkrar konur sneru heyflekk með hrífum, sýnishorn úr Húsdýragarðinum voru til staðar og í tjaldi mátti sjá sauða- völuspámann og fólk að vinna úr ull, horni og roði.24Til að gera sjávarútvegin- um skil var slegið upp söltunarplani ineð yfirskriftinni „Sigló ’61“ og þar hömuð- ust síldarstúlkur við að salta á milli þess sem þær tóku lagið eða fengu sér snúning með sjómönnum og síldarspekúlanti.25 Það var dansað á fleiri stöðum en lík- lega hvergi jafn dátt og á einni brúnni yfir Oxará. Þar hringsnerust nokkur pör við harmonikkuleik svo klukkutímum skipti og ein kvennanna taldi fyllilega viðeig- andi að sýna þennan brúardans, það hefði tíðkast í Laugaskóla og hlyti að hafa verið eins annars staðar.2'' Iþróttamenn frá Fim- leikasambandi Islands voru líka duglegir að hreyfa sig, hópur þeirra fór um svæðið og sýndi gestum Möllers-æfmgar. Þær enduðu með miklu heljarstökki sem að sögn stjórnandans átti að tákna stökk landans inn í framtíðina.27 Hafi þetta komið einhverjum spánskt fyrir sjónir má vænta þess að sama hafi gilt um listmálarana sem höfðu komið sér fyrir á víð og dreif um hraunið með trön- ur og barðastóra hatta. Þar voru komnir nemendur Myndlista- og handíðaskóla Islands sem áttu að stæla Jóhannes S. Kjar- 6 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.