Sagnir - 01.06.1997, Side 9

Sagnir - 01.06.1997, Side 9
val með pensli og prakkaralegum tilsvör- um listamanns sem nennir ekki að ræða listina við viðvaninga.28 Af öðrum atrið- um má nefna björgunaræfingar Flug- björgunarsveitarinnar, rímnakveðskap, fornbílasýningu og umferð huldufólks um svæðið á hestum.29 Þegar á heildina er litið verður að telja þessa dagskrá fremur einkennilega sam- setningu.Við undirbúning hátíðahaldanna voru nefnilega uppi áhyggjur af því að ís- lensk börn vissu alls ekki hvers ætti að minnast á Þingvöllum. Þess vegna var brugðið á það ráð að láta börn um land allt vinna „skólavinnu sem tengdist lýð- veldisafmælinu og uppfræddi þau um sögu lands og þjóðar og ekki síst sjálf- stæðisbaráttuna og jók skilning þeirra á lýðveldi á íslandi.“3“ Slíkt framtak er góðra gjalda vert en kannski voru það miklu fleiri sem hefðu þurft á slíkri fræðslu að halda og þá eru skipuleggjend- ur hátíðarinnar ekki undanskildir. Þegar til kom var erfitt að eygja mikinn sögu- áhuga eða söguvitund í dagskránni eins og sjá má af framansögðu. Því til viðbótar má nefna að Maístjarnan var eitt þeirra þekktu íslensku sönglaga sem erfingjar lýðveldisins höfðu verið látnir æfa fyrir afmælisdaginn. Þúsund barna kórinn lof- aði því sennilega alveg óafvitandi að halda hátt á loft rauðurn fána framtíðarlandsins, heimsríkis verkamanna.31 Eitt atriði skar sig þó nokkuð úr hvað innihald varðar en þess er reyndar ekki getið hvort það hafi tilheyrt fjölsýning- unni eða hátíðardagskránni. Það var sér- stök athöfn við Drekkingarhyl til minn- ingar um þær konur sem þar voru teknar af lifi á fyrri tíð.Við það tækifæri var flutt minningarræða og kvennakór söng m.a. Móðir min í kvi, fcw.32Vísan er ort fyrir munn útburða og átti því vel við þar sem mörgum konum var einmitt drekkt í hylnum vegna dulsmála.33 Útkoman minnir samt miklu meira á afþreyingu á borð við fjölleikahús eða útihátíð þar sem skemmtanagildið skipar öndvegi. I myndabókinni Þjóð á Þingvöll- um, sem samkvæmt bókarkápu er ætlað að varðveita afmælishátíðina, segir að þrátt fyrir ýmsar gagnrýnisraddir meðal almennings i aðdraganda afmælisins hafi þær allar verið „roknar út í veður og vind á Þingvöllum og gleðin ein [ríkt] kring- um hið margrómaða síldarplan."34 Aðal- atriðið var að gleðin yrði við völd hvern- ig sem til hennar væri stofnað. I hátíðar- viðtali Sjónvarpsins við forsætisráðherra- hjónin kom fram það samdóma álit þeirra að vel hefði til tekist, stemningin hefði verið góð og fólkið bæði brosandi og undarlega glatt þrátt fyrir rigninguna.35 Gestir á heimleið tóku í sanra streng og sögðust hafa fundið alveg sérstaka tilfinn- ingu á völlunum.36 Fólk virtist því al- mennt ánægt með daginn. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðing- ur, telur þetta bera glöggt vitni um að þeg- ar minningar þjóðarinnar séu annars vegar þá sé minningaferlið sjálft aðalatriðið. Mik- ilvægast sé að muna eitthvað en ekki hvað eigi að nruna. Þannig hafi íslendingar konr- ið saman á Þingvöllunr til þess að fagna því að eitthvað væri þess virði að nrinnast þess án nokkurrar vissu unr hvað það var.37 Þetta nrá til sanns vegar færa og hefðu hátíðargestirnir konrist í tæri við nrörg atriði í líkingu við nrinningarathöfnina á bökkum Drekkingarhyls hefði það líklega bara spillt stenrningunni. Saga íslands er nefnilega ekki - frekar en saga annarra ríkja — saga fólks sem alla tíð hefur átt sanrleið í orði og verki. Raunveruleg saga lýðveldis- ins og alvarleg unrræða um hana, t.d. þau átök um utanríkisstefnu Islands og skipt- ingu auðsins sem hafa staðið meira og minna frá stríðslokum, eiga einfaldlega ekki heima á hátíðum einingar. Þarna sönnuðust rækilega þau orð franska sagnfræðingsins „Fyrirþér ber égfána þessaframtíðarlcmds. “ Þúsund barna kórinn söng Maístjörnuna fulliim hálsi á lýðveldisafmœlinu 1994 og lofaði því seimilcga alvcg óajvitandi að halda á lofl raiiðuin fána heiinsríkis verkamanna ifraintiðiiiiii. SAGNIR 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.