Sagnir - 01.06.1997, Page 19

Sagnir - 01.06.1997, Page 19
Yfirlitsritin Saga mannkyns, ritröð AB og Heimssögu- atlas Iðimnargefa lesendum beinllnis rangar upplýs- ingar um aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar. 6. júlí lofaði þýska stjórnin hinni aust- urrísku skilyrðislausum stuðningi ef Rússar réðust á Serbíu ... [sic] Þegar ... [úrslitakostunum] var hafnað lýsti Austurríki-Ungveijaland stríði á hend- ur Serbíu 28. júlí. Næsta dag fóru Rússar af stað og það leiddi til þess að 1. ágúst sögðu Þjóðverjar Rússum stríð á hendur og tveimur dögum seinna bandamönnum þeirra, Frökkum.22 Höfundar bóka í þessari ritröð hafa greini- lega ekki fylgst með umræðunni um aðdrag- anda fyrri heimsstyrjaldar undanfarna ára- tugi. Þeir telja orsakir stríðsins hafa verið þá að serbneskir þjóðernissinnar hafi komið af stað sprengingu i púðurtunnu sem öll stór- veldi Evrópu bjuggu til og Þjóðverjar hafi aðeins blandast í stríðið vegna þess að Rúss- ar „fóru af stað“. Hér lifir gamla úrelta sögu- skoðunin greinilega ennþá góðu lífi. Þótt Heimssöguatlas Iðunnar sé að mínu viti það yfirlitsrit i mannkynssögu sem nýlegast hefur verið gefið út á íslensku er hann því miður ekkert skárri en Saga mannkyns, ritröð AB hvað varðar umræð- una um aðdraganda fýrri heimsstyijaldar- innar. I bókinni hafa höfundar ekki haft fýrir því að endurskoða hugmyndir sínar um aðdraganda stríðsins heldur setja kenninguna um „sögulegt slys“ fram sem almennt samþykkta söguskoðun. Þetta sést t.d. vel á lokaorðum kaflans „Aðdrag- andi heimsstyijaldarinnar fyrri“: Gagnkvæm tortryggni í tíu ár hafði leitt til þess að stórveldin höfðu eflt heri sína, umborið ofstækisfullar stríðsæsing- ar meðal þjóða sinna og flækt sig í flóknu kerfi formlegra og óformlegra skuldbindinga hvert við annað. Undir slíkum kringumstæðum var hætt við að staðbundin átök hefðu keðjuverkandi áhrif sem ómögulegt yrði að stöðva ef þau leystust úr læðingi. Ekki var að sjá að stríð væri á næstu grösum, en hvor- ugt stórveldabandalaganna var í aðstöðu til að stöðva ófriðarskriðuna ef hún á annað borð kæmist á hreyfingu.23 Þessi könnun hefur leitt í ljós að bæði í Sögu mannkyns, ritröðAB og Heimssöguatlas Iðunnar eru lesendum gefnar beinlínis rangar upplýsingar um aðdraganda fyrri heimsstyijaldar. Lokaorð Sú umfjöllun sem er hér að framan vekur líklega upp fleiri spurningar en hún svar- ar. Ljóst er að í flestum tilfellum er ekki hægt að taka mark á því sem yfirlitsrit um mannkynssögu segja um aðdraganda fýrri heimsstyrjaldarinnar. Af hverju höfundar yfirlitsrita um mannkynssögu standa sig svona óásættan- lega illa í að fylgjast með þeirri endur- skoðun á mannkynssögunni sem sífellt á sér stað er spurning sem hér gefst ekki rými til að svara. Þessi spurning er þó svo mikilvæg að vonandi gerir einhver tilraun til að svara henni. Ein hugsanleg skýring er sú að kenningin um fýrri heimsstyrj- öldina sem „sögulegt slys“ auðveldi mönnum að útskýra nasismann sem „sögulegt slys“, einstaka uppákomu án tengsla við þýska sögu að öðru leyti. Onnur mikilvæg spurning er hvort það eigi víðar við að sérfræðingar hafi hrakið ríkjandi söguskoðun án þess að höfundar yfirlitsrita um mannkynssögu hafi gefið því gaum. Ef eins mikilvægur atburður í mannkynssögunni og aðdragandi fyrri heimsstyrjaldarinnar er útskýrður á jafn úreltan hátt og raun ber vitni, er þá ekki líklegt að kenningjn um „sögulegt slys“ sé ekki eina úrelta söguskoðunin í yfirlits- ritum um mannkynssögu? Það hlýtur að vera gífurlegt vandamál fýrir sagnfræðina sem fræðigrein ef niðurstöður úr endur- skoðun mannkynssögunnar ná seint og illa að skila sér í þau rit sem venjulegir áhugamenn um sögu lesa. Allir hljóta að vera sammála um að þetta er vandamál sem taka verður á. Augljóst er að endur- skoðun mannkynssögunnar þjónar litlum tilgangi ef hún nær ekki út fýrir filabeins- turn sérfræðinga. Tilvísanir 1 „The Allied and Associated Governments" í enska frumtextanum. Sigurvegararnir skiptust í annars vegar Bandamenn (Allies) og hins vegar félaga þeirra (Associated) þar sem smærri ríki í sigurliðinu fengu ekki jaína stöðu á við stórveldin. 2 Tlie Treaty of Peace Between thcAllied atid Associatcd Powers and Germany, Tlie Protocol annexed thereto, the Agreement respecting the military occupation of the territories of the Rhine, and theTreaty between Frattce and Great Britain Respecting Assistance to France in tlie cvent of unprovoked aggression by Gertnany. Signed at VersaiUes,June 28th, 1919 (London, 1919), bls. 203. 3 Pogge von Strandmann, Hartmut, „Germany and the Coming ofWar“, bls. 95. 4 Sjá nánar í Fischer, Fritz, Germany’s Aims in the First World War (London, 1967). [Gefin út á þýsku árið 1961]. 5 Þeim sem hafa áhuga á Fischerdeilunni skal bent á eftirfarandi rit: The Origins of the First World War. Great Power Rivalry and Gertnan WarAims. H.W. Koch ritstýrði. Önnur útgáfa (London, 1984). — Moses, John A., The Politics oflllusion. The Fischer Controversy in German Historiography (London, 1975).- Moses.John A., The War Aitns of Imperial Gertnany: Professor Fritz Fischer attd his Critics (St. Lucia, 1968). 6 Þessi niðurstaða Fischers er mikilvæg í umræðunni um samfellt samræmi í þýskri sögu þar sem sú staðreynd að hugmyndir af þessu tagi hafi verið útbreyddar í Þýskalandi á þessum tíma auðvelda það verk að útskýra „ráðgátuna“ um af hveiju hugmyndafræði nasismans fekk hljómgrunn hjá þýsku þjóðinni. Þeim sem hafa áhuga á umræðunni um samfellt samræmi í þýskri sögu skal t.d. bent á t.d Röhl, John C. G., Frotn Bistnarck to Hitler. The Problem of Continuity in German History (London, 1970). 7 Þetta má sjá mjög greinilega í skeytasendingum til og frá Berlín ogVín fýrstu dag- ana og vikurnar eftir morðin og ekki síður í fundargerð ráðherranefndar um sam- eiginleg málefni Austurríkis-Ungveijalands, 7. júlí 1914. Umrædd skeyti, fundar- gerð og margt fleira þessu viðkomandi má finna í Geiss, Imanuel,J«</y 1914.The Outbreak of the First World War: Selected Documents (London, 1967). [Gefin út á þýsku árið 1965]. 8 Lýsa átti yfir „yfirvofandi stríðsástandi“ sem í raun þýddi alsheijar herútboð og innrás í Belgíu, Frakkland og Rússland. - Fischer, Fritz, War of Illusions: German Politics frotn 1911 to 1914 (London, 1975), bls. 498. [Gefin út á þýsku árið 1969]. 9 í B.A. ritgerð minni Aðdragandi fyrri heimsstyijaldarinnar dreg ég til dæmis í efa að fundur Þýskalandskeisara með yfirmönnum hers og flota 8. desember 1912 hafi verið jafn mikilvægur og Fischer.John C. G. Röhl og fleiri sagnfræðingar hafa vilj- að meina.Auk þess tel ég hlut Austurríkis-Ungveijalands í að koma stríðinu afstað hafa verið meiri en margir hafa viljað vera láta. 10 Háger, Bengt Áke, Samferða utn söguna. Mannkynssaga fyrir eldri bekki gmnnskóla (Reykjavík, 1987). [Gefin út á norsku árið 1985]. 11 Sama heimild, bls. 147-8. 12 Nielsen, Niels Kayser o.fl., Mannkynssaga 2. Frá tniðri nítjándu öid til vorra daga. Erl- ingur Brynjólfsson, Halldóra Jónsdóttir og Hrefna Arnalds þýddu (Reykjavík, 1993). [Gefin út á dönsku í tveimur hlutum árin 1989 og 1990]. 13 Aastad, Svein A. og Asle Sveen, Hcitnsbyggðin 2. Mannkyttssaga cftir 1850. Sigurður Ragnarsson þýddi (Reykjavík, 1994). [Gefin út á norsku árið 1994]. 14 Nielsen, Niels Kayser o.fl., Mannkyttssaga 2, bls 37. 15 Sama heimild, bls. 41. 16 Aastad, Svein A. og Asle Sveen, Heitnsbyggðin 2, bls. 83. 17 Sjá m.a. Stefan Ásmundsson, Aðdragandi fyrri heiinsstyijaldarinnar. Óprentuð B.A.- ritgerð í sagnfræði 1996 við Háskóla Islands, bls. 35-41. 18 Aastad, Svein A. og Asle Sveen, Hcitnsbyggðin 2, bls. 83. 19 Poulsen, Henning, Stríð á strið ofan. 1914-1945. Saga mannkyns, ritröð AB 13 (Reykjavík, 1985). [Gefin út á norsku 1982].- Simensen,Jarle, Vesturlönd vinna heiminn. 1870-1914. Saga mannkyns, ritröð AB 12 (Reykjavík, 1987). [Gefin út á norsku 1986]. 20 Heimssöguatlas Iðunnar. PierreVidal-Naquet ogjacques Bertin ritstýrðu (Reykjavík, 1996). [Gefin út á frönsku árið 1992]. 21 Simensen.Jarle, Vesturlönd vinna heiminn, bls. 142-3. 22 Poulsen, Henning, Stríð á stríð ofan, bls. 14. 23 Heimssöguatlas Iðunnar, bls. 244. SAGNIR 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.