Sagnir - 01.06.1997, Side 24

Sagnir - 01.06.1997, Side 24
Með kirkjuskipan Kristjáns III. misstu kirkjur landsins spón úr aski slnum. höfuð kirkjunnar heldur kon- ungur. Ný kirkjuskipan Kristj- áns iii. sá dagsins ljós og var í henni m.a. kveðið á um breyt- ingar á guðsþjónustuhaldi. Þær augljósustu og ennfremur þær sem birtust í kirkjubyggingun- um sjálfum voru í fýrsta lagi þær að einkamessur sem áður voru fluttar við útölturu kirkna lögð- ust af sbr. orð kirkjuskipunar- innar: „smá altaris messur skulu öldungis afleggjast og alleinasta haldast ein almennileg messa fyrir þeirra sakir sem sakrament- ið vilja meðtaka.“23 Þetta hafði í för með sér að ekki var þá leng- ur þörf fyrir útölturu kirkna. Hvort þessi ölturu hafa verið rifrn út strax í kjölfar siðbreyt- ingar er ekki gott að segja til um en a.rn.k. hafa þau ekki verið endurnýjuð ef byggja þurfti nýja kirkju. Þetta má styðja dæmi frá klausturkirkj- unni á Munkaþverá þar sem verið hafa a.m.k. þrjú útölturu helguð ákveðnum dýrlingum um árið 152524 en í vísitasíu- úttekt frá 1685 er bara minnst á eitt alt- ari.25 I þeim kirkjum þar sem verið hafa fleiri en eitt altari áður mætti ætla að alt- arisbúnaður hafi þá verið nægur til skipt- anna á eina altarið sem eftir varð, næstu áratugina eftir siðbreytingu. I öðru lagi átti nú, samkvæmt kirkju- skipan Kristjáns III., einungis að fara fram ein messa á hverjum sunnudegi fyrir þá úr söfnuðinum sem vildu meðtaka sakra- mentið.26 I hinum breytta sið mátti söfn- uðurinn nú bergja af víninu en það máttu einungis prestarnir áður. Þetta nýja skipu- lag gæti þvi hafa haft í för með sér heldur meira slit á kaleikum en áður var ef menn fylgdu hinum siðbreyttu hugmyndum eftir. Því miður er óvíst hvort margir kaleikar hafi orðið eftir til skiptanna i kirkjum þar sem útölturu höfðu verið nokkur þar sem konungur gerði upptækt mikið af kirkjusilfri klaustranna til að greiða niður stríðsskuldir sínar.27 I þriðja lagi má finna i heimildum til- skipanir konungsvaldsins um að minnka beri klausturkirkjurnar vegna bágs ásig- komulags þeirra. Konungi virðist hafa borist til eyrna að nokkrar af þeim væru illa farnar og erfitt verið um vik að laga þær vegna þess hversu stórar þær hafi ver- ið. Þess vegna bað hann Pál Stígsson hirð- stjóra að segja þeim sem klausturumboð- in höfðu, þar sem illa farnar kirkjur væru og ekki stæði til að gera við þær á annan hátt, að þeir ættu að láta taka viðkomandi kirkjur niður og byggja þær svo strax upp aftur úr sama timbrinu en nokkru minni en áður svo auðveldara yrði að halda þeirn við.2" Svipuðu máli gegnir um Skál- holtsdómkirkju þar sem konungur leggur hið sama til við Gísla superintendent i Skálholti.29 Strax árið 1560 virðist sem sé sem timburskortur hafi verið farinn að segja til sín, en um það verður fjallað sér- staklega hér á eftir. Fjármögnun eftir siðbreytingu Það virðist sem kirkjur hafi haldið tekjum sínum af kirkjutíund eftir siðbreydnguna og munu ákvæði um tíundargreiðslur í kristinrétd Arna hafa verið í gildi á 16. og 17. öld.30 Samkvæmt því hefur tíundar- hluti þessi þá væntanlega verið goldinn með svipuðum hætti og áður var. Kvitt- unarbréf unt reikningsskap Bæjarkirkju á Rauðasandi 1568 sýnir glögglega að þar hefur sá sem kirkjuna varðveitti sinnt vel viðgerðarskyldu sinni en þar segir: Eg Gíslijónsson Superintendens Skál- holts stikds, gjöri góðum mönnum kunnigt ... að ... Herra Eggert Hann- esson hefur staðið mér glöggvan og greinilegan reikningskap sinnar kirkju vegna Bæjar á Rauðasandi fyrir næstu forliðin tvö ár og xx. Hefur hann kirkj- una upp gjört alla að nýjum stofni bæði að veggjum og viði. Svo og hefir hann kirkjuna sæmt, fyrst að tveimur máluð- um tjöldum, tveimur nýjum koparstik- um og hjálmi. Hann lét og gjöra nýjan kaleik burt úr tveimur gömlum er kirkjan áður átti litlum. Svo og hefir hann látið steypa tvær nýjar klukkur úr tveim- ur gömlurn er kirkjunni áður til heyrðu, því fyrir svoddan uppbygging og viðrétdng greindrar Bæjar kirkju, gef eg áður nefndur herra Gísli fyrr greindan herra Eggert Hann- esson öldungis kvittan og ákærulausan fýrir mér og öll- um mínum efdrkomendum lögligum Skálholts dóm- kirkju formönnum um áður greindan kirkju reikning- skap.31 Það er greinilegt að hér er um uppgjör á kirkjutíund að ræða þar sem biskup metur svo að virði viðgerða og skrúðabótar þessarar kirkju jafngildi andvirði kirkjutíundar í umrædd tuttugu og tvö ár. Það er svo ef til vill tím- anna tákn að kirkjubóndi lád smíða einn stóran kaleik úr tveimur rninni, en það má geta sér þess dl að hann hafi með þessu viljað útbúa einn almennilegan kaleik fýrir söfnuðinn, í samræmi við hinn breytta sið, úr hinum tveimur minni senr einungis prestvígðir menn fengu að dreypa á áður. I þessu tilfelli er ekki minnst á timburhallæri við aðhlynningu timburgrindar kirkjunnar þar sem biskup virðist ánægður og gerir enga athugasemd þar unr. Kenningin um hreinsunareldinn varð ónrerk nreð hinunr breytta sið32 enda hafði hún í raun verið skapnaður mið- aldakirkjunnar. Þar með hafði það ekki lengur gildi að gefa til kirkna fyrir sálu sinni og messum henni til handa. I sam- ræmi við það fækkaði testamentisbréfum þar sem kirkjur fengu stóran skerf af ým- iskonar góssi þó svo gjafir til kirkju legð- ust ekki alveg af fýrst um sinn.Testament- isbréf Daða í Snóksdal frá 1563 er t.d. í hefðbundnum stíl nema hvað messu- beiðnir eru ekki með. Sitt ornamentum vil eg hún [kirkjan í Snóksdal] hafi sem eg hefi með tekið og það framar sem eg hefi við bætt sem sýnst má i hennar registrum. En það lítið sem eg hefi látið gjöra að kirkj- unni að hún er betri en hún konr nrér í hendur það gef eg guði og hinum heilaga Stefanum og allt hvað eg hefi til hennar lagt í bókunt, messuklæðum og kaleik og allt annað það henni má til prýði, heiðurs og sæmdar vera.33 22 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.