Sagnir - 01.06.1997, Side 29

Sagnir - 01.06.1997, Side 29
frásögnin um kattarmorðin sem fengin er ur ævisögu prentsmiðjuverkamannsins Nicolas Contants sem vann í Saint-Séver- in hverfmu í París um 1730. Sögunni um kattarmorðin beinir Ilarnton gegn þeirri hugmynd ýmissa kollega sinna að fyrir iðnbyltingu hafi „Það er eins og kötturinn í sögu Níelsar sé ígildi skáld- skaparins sem þarf að tukta til hlýðni ..." prentsmiðjur í Frakklandi verið reknar í miklu bróðerni verkamanna og eigenda. IDarnton telur það fráleitt og segir stöðu prentsntiðjuverkamanna hafa verið otrygga. Eigendur voru fáir og prent- sntiðjurnar stórar því með stuðningi stjórnvalda á 17. öld hafði auður safnast á hendur fárra og minni prentsmiðjur lagt upp laupana. Prentsmiðjueigendurnir voru því í sterkri stöðu og gátu hæglega ráðið ófaglærða menn og borgað fagfólki lægri laun. Þetta staðfestir saga Contants, hann segir frá hörmulegum aðbúnaði verkamannanna og hörðu lífi þeirra, þar sem drykkja, slagsmál og erjur voru dag- legt brauð. Meira að segja kettir borgar- anna áttu náðugri daga. Kokkurinn, sent sjá átti um að færa Contant og félögum hans leifarnar af THEŒBff mmm MASSACRE and other episodes • IN FRENCH • ■ ■ CULTURAL HISTORY • robertdarnton nr borði eigandans, seldi matinn öðruni og bar þeint í stað- inn úldna kjötbita sem kettirnir höfðu hafnað. Hatur verkamann- anna magnaðist en í stað þess að ráðast beint að prent- smiðjueigandanum beindist það á tákn- rænan hátt að kött- um. Einn þeirra var góð eftirherma og klifraði upp á húsþak uni nætur og líkti eftir breimandi ketti svo prentsmiðjueigandanum og konu hans kom ekki dúr á auga. Eigandinn gaf því skipun um að þessum köttum yrði útrýmt en kona hans bað verkamennina sérstak- lega að varast að hræða hennar eigin kött, þann gráa. Grái kötturinn var sá fyrsti sem var drepinn og á eftir fýlgdu grimmilegar blóðsúthellingar þar sent fjöldi katta á storu svæði endaði ævi sína ofan í ræsi. Að því búnu upphófst mikill hlátur og gleði Skrif sagnfrœðingsins Robcrts Dantons utn katt- armorðin miklu urðu tilefni spcnnandi wnræðu innan sagnfræðinnar. „ Var í kringum mig köttur sem hálfvegis fipaði fyrir mcr, þangað til að eggafhotium bragð af skortm tóbaki. “ - Teikning höfundar. meðal verkamannanna sem höfðu aldrei skemmt sér jafn vel. Darnton taldi sögu Contants vera annað og meira en einfalda frásögn af kattardrápi. Út úr morðunum las hann táknræna upp- reisn og tengdi þau við hugmyndir Mikhails Bakhtins uni hlátur hjá franska 16. aldar rithöfundinum Rabelais. Sá hlát- ur var sprottinn frá undirokaðri alþýðunni og veitti útrás um stund þegar öll lög sam- félagsins voru brotin og gildum þess snúið á haus, í karnivalinu.5 Úr orðunt hans má einnig lesa að frönsku byltingunni svipi til kattarmorðanna, að uppreisnin hafi lifað í hugmyndaheinti Frakka og leitað upp á yfirborðið að nýju árið 1789. Töluverð greinaskrif spruttu af bók Darntons og mætti hann mikilli gagnrýni annarra sagnfræðinga. Aðferðir hans þóttu of róttækar og glannalegar, hann þótti einfalda táknlestur sinn um of og að merking textanna væri margslungnari en hann vildi vera láta. Þrátt fyrir það gat sagnfræðingurinn Dominick LaCapra ekki annað en hrósað honum fyrir skemmtigildi bókarinnar. Darnton tækist að færa lesandann aftur á vit hins liðna en þó mætti varast tælandi áhrif textans sem ætti jafnvel meira skylt við skáldsögu en sagnfræðirannsókn.'1 Þessurn orðum LaCapra varð Harold Mah til að andntæla og taldi þau bera vitni unt gamalt viðhorf sagnfræðinga sent höfnuðu nýlegri aðferðafræði og teldu sitt eigið hyggjuvit geta fleytt sér lengra.7 Þrátt fýrir að Mah tæki þar upp hanskann fýrir Darnton vildi hann túlka texta Contants um kattarmorðin á annan hátt. Harold Mah benti á að Darnton sleppti mikilvægum hlutum úr frásögn- inni svo hún félli betur að kenningunni en vísaði einnig í hugmyndir Derrida unt margslungna merkingu tákna. Hæpið væri að líta á merkingu tákna sent sant- eign allra í samfélaginu. Harold Mah túlk- aði því söguna að nýju og gerði nteira úr því samfélagslega ástandi sem ríkti þegar sagan var skrifuð og velti því fyrir sér hver hugsanlegur tilgangur skrifanna hefði verið.“ Þrátt fýrir alla gagnrýni og mismunandi túlkunarmöguleika sögunnar um Kattar- morðitt miklu er ljóst að ritið markar ákveðin þáttaskil ogjafnvel að einhverju leyti afturhvarf til alþýðlegrar sagnaritun- ar, í það ntinnsta hvað heimildir og við- fangsefni snertir. Samhliða því sem sagn- fræðin hefur þróast sem vísindagrein hef- ur bilið sífellt breikkað milli lærðra sagn- fræðinga og áhugasamra leikmanna, sem lögðu stund á alþýðlega sagnaritun, og um leið hafa viðhorf manna til áreiðan- leika heimilda breyst. Þjóðsögur, persónu- leg skrif, sagnaþættir og styttri frásagnir, SAGNIR 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.