Sagnir - 01.06.1997, Side 31

Sagnir - 01.06.1997, Side 31
koti hjá Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Eftir stutta sambúð slitnaði upp úr með þeim og eftir það var hann á flakki i Skagafirði og Húnaþingi. Ef litið er á þá möguleika sem samfél- agsgerð 19. aldar bauð einstaklingum upp á virðast leiðirnar harla fábreyttar. Sagnfræðingarnir Aðalgeir Kristjánsson og Gísli Agúst Gunnlaugsson telja þjóð- félagshópana hafa verið tiu á þessu tíma- skeiði: 1) embættismenn, 2) sjálfseignar- bændur, 3) kaupmenn og handverks- nienn, 4) leiguliða, 5—6) hjáleigumenn og búðsetumenn, 7—8) húsmenn og lausa- menn, 9) vinnuhjú, og 10) þurfamenn.'5 Ef tekið er mið af ævi Níelsar er ljóst að menn voru ekki bundnir við einhvern einn þessara flokka. A unga aldri stundar hann vinnumennsku á heimili foreldra sinna, þrítugur gerist hann bóndi á býli Sólveigar og eftir skilnað þeirra gæti hann í senn talist til handverksmanns, hús- manns, vinnuhjús og jafnvel þurfamanns. A síðustu árum ævinnar eignast hann eig- in jörð og telst þar með sjálfseignarbóndi. Svo handhæg tíu flokka skipting segir því ekki alla sögu um þjóðfélagsstöðu og framfærslumöguleika fólks í bændasam- félagi 19. aldar. Og ef til vill mætti segja að þjóðfélagsstaða miðist ekki eingöngu við starfssvið heldur sé hún öðrum þræði sjálfsskynjun, þ.e. hvernig einstaklingur- inn skynjar sjálfan sig á sama máta og hvaða augum samfélagið lítur hann. Þetta má lesa úr tveimur skýringar- greinum Níelsar sem virðast hafa þann tilgang einan að færa sönnur á að hann teljist til skálda. I þeirri fyrri segir Níels frá samtali sínu við ókunnugan mann sem virðist hafa heyrt Níelsar getið því hann spyr: „Er það Níels skáld?“ Þetta hefur líklega kitlað hégómagirnd skáldans og í tilsvari sinu getur hann ekki hamið sig: >>Eg veit ekki, nú vilja rnargir vera skáld, °g má ske eg sé einn þeirra, því að ...“ Við svo búið hrynja ljóðmæli af vörum bans „... benti eg stirðar bogaQaðrir, beint þegar skutu sveinar aðrir ...“ Og eftir það var hinn ókunnugi ekki í nein- um vafa."' 1 síðari skýringargreininni er Níels á leið í kaupstaðinn. Þar mætir hann skóla- pilti sem skorar á hann að yrkja um sig visu á staðnum. Níels lendir í andartaks vanda. Bæði er pilturinn drukkinn en auk þess er tilefnið lítið og óverðugt. En í stað þess að gefast upp fyrir áskorun hans og þurfa að viðurkenna vanmátt sinn varpar hann frant tveimur vísum um skáldskap- >nn almennt og veitir hinum lærða lexiu. Skáldskapurinn er meira virði en svo að honum beri að eyða á lítil tilefni og endar hann visu sína svo: „... en um það, sem eg ei fæ þenkt, ekki get eg kveðið.“17 í sögunni etur Níels kappi við þann sem er hæstur í samfélagsstiganum, skólapiltinn sem brátt verður embættismaður. Fyrir tilstilli hagmælsku sinnar tekst Níelsi að standa honum fyllilega jafnfætis. Þó að skáldskapariðkun hafi ekki verið tahn fullgild starfsgrein eða stétt á 19. öld gegnir hún því hlutverki í sögum Níelsar að auka virðingu hans. Hún er eins konar hreyfiafl sem getur unt stund lyft honum upp um nokkur þrep í þjóðfélagsstiganunr og gert hann jafn- an handhöfum lærdómsins. Hér er þó rétt að greina á milli skáldskapartegunda þar sem Níels kallar skammakveðlinga sína í bréfi til vinar síns Björns á Hamri, „manufaktur- vöru“ og likir þeint þannig við handverk sem „sé jafnan best frá minni verk- srniðju"'8 en í inngangsorðum hans kem- ur fram að slík iðja sé ekki hátt skrifuð innan samfélagsins. Mörgum öðrum kvæðum hans virðist hins vegar einungis ætlað að þjóna skáldskapnum og eru því laus við allt framleiðslu- og verslunargildi. Einnig má lesa úr sögum Nielsar að kvöldvökurnar hafa verið honum mikil- vægur vettvangur, þar lék hann á langspil auk þess að fara með kveðskap og ekki er ólíklegt að það hafi auðveldað honum förumennskuna og fært honum einhvern veraldlegan ávinning. I einni þessara sagna greinir hann frá yf- irnáttúrulegum hæf- ileikum sínum. Þeg- ar langspilsleikurinn hefst tekur að streyma inn fólk sem honunt einum er sjáanlegt en það hverfur jafnharðan og leiknum lýkur.1’ Hér glittir í enn eina aukabúgreinina en Níels beitir yfirskilvitlegum hæfileik- um sínum til að spá fyrir fólki og ráða drauma þess, og viðhefur galdrabrögð til að slökkva óæskilegan losta.20 En í frásögn eins af heimildarmönnum Arnastofnunar, sem fmna má í segulbandasafni þess frá árinu 1968, segist hann hafa heyrt að Ní- els hafi kveðið niður drauga: ,Ja, það var Þá hló Bjarni amtmaðnr. — Teikning höfimdar. „Líkt og kúgaðir franskir prentsmiðjuverkamenn rísa upp gegn kvölurum sínum í táknrænu drápi á köttum rís heil þjóð upp gegn konungs- valdinu fáeinum áratugum síðar í franskri byltingu." SAGNIR 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.