Sagnir - 01.06.1997, Page 35

Sagnir - 01.06.1997, Page 35
An litils, 1996 (myni 3), olía á striga, 100x225 sm. Konan á myniiimi virðisl ekki frckar cn margar aðrar manneskjur í myniinn Jóns Axels liqfa nokkurn fastan gninn til að stania á, lieliur svífur um í tóminu. uggt að maðurinn er til, eða einsog Heidegger orðaði það raunveran maður. Manninum er hent í þennan heirn án þess að hann sé spurður um hvort hann vilji eitthvað með það gera og það er í raun hans að skilgreina sig, og þar af leið- andi verður hann eitthvað eftir á. Það er fyrst tilvist siðan skilgreining, en þar er konrinn grundvöllur tilvistarstefnunnar. Þessari stefnu fylgir hræðilegt frelsi, maðurinn er fullkomlega frjáls til að gera það sem hann vill og það sem hann velur að gera öðlast þá merkingu fyrir þær sak- lr einar að hann valdi að gera það en ekki annað. Maðurinn er i raun dæmdur til frelsis. Frelsis tii að velja hvað sem hann vill og þrátt fyrir vilja manna, trúarbragða, bóka og vitrana til að leiðbeina einstakl- ingnum verður hann engu að síður að bera ábyrgð á vali sínu sjáifur. Því einsog Kierkegaard benti á að jafnvel þó þér birtist engill, einsog Abraham varð fyrir, sem skipar þér að drepa son þinn, þá stendurðu frammi fyrir þeirri spurningu að í raun veistu ekki hvort sá engill er sá sem hann segist vera og þú getur ekki með góðum rökum komið ábyrgðinni á herðar einhvers ann- ars.J Angistin sem þessu vali fylgir, þ.e. f>egar menn gera sér grein fyrir þessu hlutskipti, er eitt- hvað sem listamenn hafa fyrir löngu uppgötvað og miðl- að í gegnum list sína. Jón Axel er þar eng- *n undantekning. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að flestir heim- spekinga tilvistarstefnunnar fengust einnig v'ð eitthvert listform og komu tilfinningu sinni á framfæri í gegnum það.5 Áður en eg tek verk Jóns Axels fyrir er ástæða til að lýsa menntun og ævi hans. Nýja málverkið Jón Axel er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann ólst upp í stórri fjölskyldu, á nieðal sex systkina, foreldra og afa. Það kemur þvi engum á óvart að hann segist alltaf hafa haft djúpstæða þörf fyrir að vera einn. Karlmenn fjölskyldunnar hafa einsog hann orðaði það, „langt aftur að herra Diesel sjálfum unnið við vélar.“ Sjálfur vann hann sem ungur maður á verkstæði en sótti myndlistarnámskeið hjá Hringi Jóhannessyni þarsem hann smit- aðist af myndlistaráhuga sem frelsaði hann frá vélvirkjun. Með myndlistinni opnaðist honum leið til að tjá sig og skapa sjálfum sér festu í óöruggum heimi. Hann hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1975 og lauk því árið 1979. Á meðan hann var í skólanum reið yfir skólann konsept bylgja sem hann fann sig ekki í. Hann segist á þessum tíma ekki hafa komið miklu frá sér né merkilegu enda ekki fundist þetta listviðhorf henta til að konra því á framfæri sem bjó í honum. Konseptið tröllreið vestrænum listheimi og voru ýmsir sem dæmdu málverkið dautt og ómerkt á þessum tíma bæði hérlendis og erlendis. Það hefði nú þegar sagt allt sem það gat sagt og nú væri þeirri einræðu lokið. Þvert ofan í þessar spár komu fram á sjónarsviðið í Þýzkalandi ungir listamenn sem unnu nær eingöngu með málverkið og tjáðu sig með nýstárlegu móti á þenn- an tvívíða flöt. List þessara manna fékk á sig nafnið Westkunst og vakti mikla at- hygli um heim allan. Á Italíu komu einn- ig fram ungir menn sem unnu nær ein- göngu við léreftið, kenndir við Nuovo image. Þegar Jón Axel varð var við þessa bylgju sem fékk á sig nafnið Nýja nrál- verkið virkaði það sem frelsandi afl fyrir hann. Hann segist sjálfur hafa tekið þetta beint í æð og komið þvi frá sér án mikill- ar gagnrýni. Fyrsta sýning Jóns Axels er líklegast fyrsta sýning íslensks málara undir merkj- um Nýja málverksins. Hún vakti feikna- mikla athygli og listfræðingurinn Halldór Björn Runólfsson sagði hana heilsteypt- ustu og gegnumbestu málverkasýningu sem hann hafi augum barið, langa lengi. Verkin voru með áferðainikilli litabeit- ingu í ætt við þýzka nýexpressjónismann og ljóðrænu og sterku litrófi í ætt við ítalska málaralist (sérstaklega Chia og Cuccji) eða Fauvismann. En Jón Axel dregur ekki dul á virðingu sína fyrir Mat- isse. Myndirnar voru stórar og pensilfórin stutt og grófgerð með þynntum lit sem skapaði óróleika í bakgrunni og kynti undir tilfmningu óöryggis í rýminu. Rýmið var órætt og mannskepnurnar sem birtust í því voru klæðalausar og því tímalausar. En á þessari sýningu var mannskepnan miðpunkturinn rétt einsog í öðrum málverkum semjón Axel málar. Efni málverka hans er jafnan inaðurinn, kvöl hans og angist. Á þessari sýningu var manneskjan oft máluð í bleikum lit sem gaf tilfinningu fyrir varnarleysi hennar, jafnvel toguð og teygð einsog Schiele meðhöndlaði hana. (Þó samlíkingin við Schiele nái tæplega lengra því Jón með- höndlar manneskjuna jafnan af nreiri samúð en Schiele). Myndirnar voru ekki flóknar, yfirleitt ein mannskepna, kannski dýr og síðan órætt rými eða ófyllt tóm sem manneskjan var á óskýrðan hátt stað- sett í. Manneskja klemmd milli hyldýpis og himins einsog Nietzsche orðaði það.6 Þessi manneskja sem enginn veit hvaðan kemur eða hvar hún er og þaðan af síður hversvegna, er einsog tekin beint útúr vangaveltum Kierkegaard um hvað hann sé að gera í þessum óskiljanlega heimi, hent hingað inn án þess að minnast þess að hafa nokkurn tímann beðið um að koma hingað. Það er draumkenndur blær yfir þessum myndum og einn gagnrýnandinn hafði fyrirsögnina á gagnrýni sinni „Hömlu- „Þessari stefnu fylgir hræðilegt frelsi, maðurinn er fullkomlega frjáls til að gera það sem hann vill og það sem hann velur að gera öðlast þá merkingu fyrir þær sakir einar að hann valdi að gera það en ekki annað." SAGNIR 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.