Sagnir - 01.06.1997, Page 37

Sagnir - 01.06.1997, Page 37
listaverki, þannig virðist Jón á þessum tima sjá heiminn. Hann virðist finna manninum von í samrunanum, en síðar finnur hann manninum von með öðrum hætti sem fjallað verður um síðar. Angist mannsins kemur Jón til skila með marg- víslegum hætti. Ekki einasta má finna frá- sögu angistarinnar með kynningu pers- onanna heldur einnig í formunum sem eru frekar þung og ógnandi, þrengja að mannverunum.12 Litavalið undirstrikar angistina enn betur, það eru dumbir tón- ar; svartir, bláir, hvítir og síðan varnarlaus manneskjan oft í bleikum eða hvítum lit. Jón hættir um miðjan níunda áratuginn að nefna málverkin sín sem undirstrikaði að hann var að fast við sammannlegt fyr- irbrigði sem ekki var einskorðað við sér- tækt atvik eða tiltekna manneskju. En þessi stefna var honum ekki fullnægjandi og hann fer æ meir að koma trúarlegum táknum í verkin. Honum nægði ekki að samsama manninn veröldinni i kringum stg, hann varð að finna von í einhverjum handanheimi. Því þróaði hann verk sín með þeim hætti að hann má með sanni nefnast einn af betri trúarlegum málurum Islands. Þar með sver hann sig í ætt við kenningar Kierkegaards sem taldi listiðk- un millistig, næst kæmi siðræna stigið, en einlæg trúariðkun væri æðsta stigið í þró- un mannsins.13 Maðurinn og tómið Á sýningu semjón Axel opnaði í Gallerí Borg 8.júní 1996 var umfjöllunarefnið maðurinn og tómið. En í þessum verkum fólst þó yfirleitt meiri von en í fyrri verk- um Jóns. Vísanir til handanheims eða „einhvers annars" voru gegnum gang- andi í myndununr sem annars virtust lýsa einsemd manns- ins og frekar dökku umhverfi hans. Á mynd númer eitt t.d. sést mannvera í dökkgrænu um- hverfi.Jón Axel hef- ur sjálfur sagt að lita- val bakgrunns hans hafi persónulega merkingu, en fýrir áhorfanda sem ekki er Jón Axel virkar það tóm sem umlykur þessa manneskju þrúgandi. Það er þykkt og virðist hver liturinn hafa verið settur ofan á annan. Við fyrstu sýn er það einmanakennd sem hann virðist vera að túlka, en við nánari skoðun er sá einmanaleiki ekki al- gjör. Þarna eru einnig þrir diskar á sveimi sem visa til nálægðar mannvera. Því diska notar maðurinn þegar hann matast og fyrst diskarnir eru þrír er von til þess að aðrar mannverur séu i næsta nágrenni.14 Hreyfingu er einnig komið á framfæri í diskunum og augum mannverunnar sem horfir skoðandi, ekki laus við ótta, til vinstri. Mannveran sem er nakin einsog oftast i myndum Jóns Axels og hokin í baki, einsog þreytt af byrðum þessa lífs, vekur ekki ótta- eða samúðartilfmn- ingu hjá áhorfand- anum. Það er ekki að- eins vegna tilfinn- ingar fýrir nærveru inanneskja heldur vegna glugga sem opnar til birtunnar, sem er fyrir ofan manneskjuna og veitir þeirri tilfinningu til áhorfandans að enn sé von. Handanheimur ljóss og yls býr í tóminu. Einnig er ótrúlegt að tala diskanna, þrír, sé dlviljun, það vísar til þess votts að fjölgyðistrú sem býr í kristninni þegar talað er unr heilaga þrenningu. Þannig að við fyrstu sýn virðist myndin þung, en veitir í raun birtu og von í brjóst þess áhorfanda sem staldrar lengur við en nokkrar sekúndur. Það er síðan vanga- veltnanna virði að velta fyrir sér þeim diski sem er fýrir ofan manneskjuna og er að hálfu leyd í glugganum og að hálfu í tóminu sem umlykur annað i myndinni. Getur verið að í þessari ábendingu um manneskjur og staðsetning mannverunnar að hálfu í handanheiminum vísi til þess að það sé einmitt í gegnum aðrar mann- eskjur sem möguleiki á því að komast í handanheiminn sé? Leiðin til björgunar sé ekki að hverfa inní sjálfan sig, heldur opna sig inní annan einstakling?15 Á mynd númer þijú er aftur um mann- eskju að ræða sem liggur lárétt á mynd- inni enda er þetta augljóslega kvenmaður. Hún virðist ekki frekar en margar aðrar manneskjur í myndum Jóns hafa nokkurn fastan grunn dl að standa á, heldur svífur um í tóminu. Bakgrunnurinn er mjög dökkur, þykkur blár litur einsog í myrku himinhvolfinu. Manneskjan hefur samt engan óttasvip heldur horfir með föstu augnaráði til vinstri við sig, en augndllidð er upp á við í myndinni, einsog kona sem veit hvað hún vill og veit hvernig hún ætlar að ná fram vilja sínum. Sem er í ákveðnu ósamræmi við umhverfi mynd- arinnar og staðsetningu konunnar í lausu lofti í tóminu, en einmitt þannig virkar hin vinnandi manneskja í samfélagi okkar sem veit hvað hún vill þó sá vilji og at- hafnirnar til að ná honum fram virðist til- liiils, 1996 (iiiyud 4), olía á striga, 177x200 sin. íþessari inyndJónsAxels virðist liaini vcra að JJalla inn as< þcssara Iveggja manneskja, sem univajðar cru hlýrrigulri birtu, sem cr bakgrtninur myiidariimar. „Mannveran sem er nakin einsog oftast í myndum Jóns Axels og hokin í baki, einsog þreytt af byrðum þessa lífs, vekur ekki ótta- eða samúðartilfinningu hjá áhorfandanum." SAGNIR 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.