Sagnir - 01.06.1997, Page 41

Sagnir - 01.06.1997, Page 41
að hafa áhrif á þá veröld sem hann er hluti af. Hér verða færð rök fyrir því að helsta markmið sögunáms sé að auka sjálfsskiln- ing einstaklingsins og þroska vitund hans með því að gera hann meðvitaðan um stöðu sína í heiminum. Einnig verður §allað um hvernig kennari getur unnið að þessu markmiði með því að leggja áherslu á persónulega nálgun nemandans og einstaklingsbundna túlkun hans á at- burðum fortíðarinnar. Þar sem höfundur hefur leitast við að sannreyna þessar kenningar á nemendum sínum í 8. og 9. bekk Hagaskóla verða þessir þættir skoð- aðir með sérstöku tilliti til kennslu á unglingastigi í grunnskólum. Litlu til- raunadýrin í Hagaskóla hafa átt drjúgan þátt í að móta þær hugmyndir sem hér eru settar fram og hafa sett mark sitt á þessa grein með allskyns athugasemdum um lífið og tilveruna. Ungliiigar í Vinnuskóla Reykjavíkur frœðast mn Jónas Hallgrímsson og hegðunarreglur á 19. öld. Hvers virði er söguvitund ein- staklingsins? Sagnfræði og þar af leiðandi sú saga sem kennd er í grunnskólum og menntaskól- um fæst ekki við sannleikann um fortíð- ma sjálfa heldur við sannleikann sem felst i sambandi fortíðar og nútíðar.'Við getum ekki verið hlutlausir áhorfendur að fortíð- mni. Þegar við hugsum um fortíðina er- unt við í meginatriðum að hugsa um hvernig fólk bregst við tilteknum aðstæð- um og hvernig hugsanir þess og athafnir verða til að breyta þeim og valda nýjum. Við getum ekki nálgast fýrri tima nenia út frá okkar eigin forsendum. Þegar við til- einkum okkur nýja vitneskju um liðna tíð gengur hún inn í vitund okkar og hefur mótandi áhrif á hana. Einstaklingurinn túlkar nýja vitneskju um fortíðina í sam- ræmi við þær fortíð- arhugmyndir sem búa í vitund hans. Um leið hefur þessi nýtilkomna þekking mótandi áhrif á hug- myndir hans um fytri tíma, varpar ef til vill nýju ljósi á þær og dýpkar skiln- ing hans. Því má segja að vitund mannsins og sá fróð- leikur sem hann tileinkar sér hafi gagn- kvæm áhrif hvort á annað. Með öðrum orðum túlkar einstaklingurinn ætíð þá vitneskju sem hann tileinkar sér í sam- ræmi við fyrri upplifanir og reynsluheim.2 Þess vegna mótast söguvitund einstakl- ingsins ávallt af persónulegum túlkunum. Þetta kemur glögglega fram í sögu- kennslu í grunnskólum. Þrátt fyrir að kennarinn veiti allt að þijátíu einstakling- um sömu kennsluna getur hann verið viss um að nemendurnir þrjátíu myndi sér ólíkar og einstakl- ingsbundnar hug- myndir um fortíð- ina. Fleiri en einn getur skilið útskýr- ingar kennarans á rökréttan hátt en þær hugmyndir sem einstaklingarn- ir draga af skiln- ingnum hljóta alltaf að vera persónu- bundnar og þar af leiðandi jafn ólíkar og þær eru margar. Þýski heimspekingurinn Gottlob Frege útskýrir þann eðlismun sem er á skilningi manna annars vegar og hugmyndum þeirra hins vegar á efdrfarandi hátt: Sé merking tákns skynjanlegur hlutur, þá er hugmynd mín unt það innri mynd sem sprottin er af minningum um skynhrif mín og þær andlegu og líkamlegu athafnir sem ég hef fram- kvæmt. ... Sarna hugmyndin er ekki ávallt tengd sama skilningnum, jafnvel ekki hjá söntu manneskjunni. Hug- myndir eru einstaklingsbundnar. Hug- mynd eins er ekki hugmynd annars. Af þessu leiðir að sjálfsögðu mikinn marg- breytileika hugmynda sem tengdar eru sama skilningnunt. ... Þetta veldur eðl- ismun annars vegar á hugmynd og hins vegar á skilningi, sent getur verið sam- eign margra og er ekki sálarþáttur eða sálarástand einhvers einstaklings.3 Vitund einstaklings mótast bæði afþeim skilningi sem hann leggur í einhvern at- burð eða upplifun og þeirri hugmynd sem hann gerir sér um hana. Hún verður því ekki skilin frá persónunni sjálfri. Söguvitund er sá hluti i vitund ein- staklingsins sem lítur að skilningi hans á „Þegarvið hugsum um fortíðina erum við í megin- atriðum að hugsa um hvernig fólk bregst við til- teknum aðstæðum og hvernig hugsanir þess og athafnir verða til að breyta þeim og valda nýjum." SAGNIR 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.