Sagnir - 01.06.1997, Page 41
að hafa áhrif á þá veröld sem hann er
hluti af.
Hér verða færð rök fyrir því að helsta
markmið sögunáms sé að auka sjálfsskiln-
ing einstaklingsins og þroska vitund hans
með því að gera hann meðvitaðan um
stöðu sína í heiminum. Einnig verður
§allað um hvernig kennari getur unnið
að þessu markmiði með því að leggja
áherslu á persónulega nálgun nemandans
og einstaklingsbundna túlkun hans á at-
burðum fortíðarinnar. Þar sem höfundur
hefur leitast við að sannreyna þessar
kenningar á nemendum sínum í 8. og 9.
bekk Hagaskóla verða þessir þættir skoð-
aðir með sérstöku tilliti til kennslu á
unglingastigi í grunnskólum. Litlu til-
raunadýrin í Hagaskóla hafa átt drjúgan
þátt í að móta þær hugmyndir sem hér
eru settar fram og hafa sett mark sitt á
þessa grein með allskyns athugasemdum
um lífið og tilveruna.
Ungliiigar í Vinnuskóla Reykjavíkur frœðast mn Jónas Hallgrímsson og hegðunarreglur á 19. öld.
Hvers virði er söguvitund ein-
staklingsins?
Sagnfræði og þar af leiðandi sú saga sem
kennd er í grunnskólum og menntaskól-
um fæst ekki við sannleikann um fortíð-
ma sjálfa heldur við sannleikann sem felst
i sambandi fortíðar og nútíðar.'Við getum
ekki verið hlutlausir áhorfendur að fortíð-
mni. Þegar við hugsum um fortíðina er-
unt við í meginatriðum að hugsa um
hvernig fólk bregst við tilteknum aðstæð-
um og hvernig hugsanir þess og athafnir
verða til að breyta þeim og valda nýjum.
Við getum ekki nálgast fýrri tima nenia út
frá okkar eigin forsendum. Þegar við til-
einkum okkur nýja vitneskju um liðna tíð
gengur hún inn í vitund okkar og hefur
mótandi áhrif á hana. Einstaklingurinn
túlkar nýja vitneskju um fortíðina í sam-
ræmi við þær fortíð-
arhugmyndir sem
búa í vitund hans.
Um leið hefur þessi
nýtilkomna þekking
mótandi áhrif á hug-
myndir hans um
fytri tíma, varpar ef
til vill nýju ljósi á
þær og dýpkar skiln-
ing hans. Því má
segja að vitund
mannsins og sá fróð-
leikur sem hann tileinkar sér hafi gagn-
kvæm áhrif hvort á annað. Með öðrum
orðum túlkar einstaklingurinn ætíð þá
vitneskju sem hann tileinkar sér í sam-
ræmi við fyrri upplifanir og reynsluheim.2
Þess vegna mótast söguvitund einstakl-
ingsins ávallt af persónulegum túlkunum.
Þetta kemur glögglega fram í sögu-
kennslu í grunnskólum. Þrátt fyrir að
kennarinn veiti allt að þijátíu einstakling-
um sömu kennsluna getur hann verið viss
um að nemendurnir þrjátíu myndi sér
ólíkar og einstakl-
ingsbundnar hug-
myndir um fortíð-
ina. Fleiri en einn
getur skilið útskýr-
ingar kennarans á
rökréttan hátt en
þær hugmyndir
sem einstaklingarn-
ir draga af skiln-
ingnum hljóta alltaf
að vera persónu-
bundnar og þar af
leiðandi jafn ólíkar og þær eru margar.
Þýski heimspekingurinn Gottlob Frege
útskýrir þann eðlismun sem er á skilningi
manna annars vegar og hugmyndum
þeirra hins vegar á efdrfarandi hátt:
Sé merking tákns skynjanlegur hlutur,
þá er hugmynd mín unt það innri
mynd sem sprottin er af minningum
um skynhrif mín og þær andlegu og
líkamlegu athafnir sem ég hef fram-
kvæmt. ... Sarna hugmyndin er ekki
ávallt tengd sama skilningnum, jafnvel
ekki hjá söntu manneskjunni. Hug-
myndir eru einstaklingsbundnar. Hug-
mynd eins er ekki hugmynd annars. Af
þessu leiðir að sjálfsögðu mikinn marg-
breytileika hugmynda sem tengdar eru
sama skilningnunt. ... Þetta veldur eðl-
ismun annars vegar á hugmynd og hins
vegar á skilningi, sent getur verið sam-
eign margra og er ekki sálarþáttur eða
sálarástand einhvers einstaklings.3
Vitund einstaklings mótast bæði afþeim
skilningi sem hann leggur í einhvern at-
burð eða upplifun og þeirri hugmynd
sem hann gerir sér um hana. Hún verður
því ekki skilin frá persónunni sjálfri.
Söguvitund er sá hluti i vitund ein-
staklingsins sem lítur að skilningi hans á
„Þegarvið hugsum um
fortíðina erum við í megin-
atriðum að hugsa um
hvernig fólk bregst við til-
teknum aðstæðum og
hvernig hugsanir þess og
athafnir verða til að breyta
þeim og valda nýjum."
SAGNIR 39