Sagnir - 01.06.1997, Page 44

Sagnir - 01.06.1997, Page 44
fundið áður í reynslunni, og þannig er mannssálin ekki aðeins spegill reynslunn- ar ... heldur hefur hún mátt til að skapa nýjar nryndir, sem augað hefur ekki séð, né eyrað heyrt.“15 Eg hef áður Qallað um hvernig mann- inum er ómögulegt að hefja sig yfir eigin vitund og skoða hluti út frá einhverju ímynduðu ytra sjónarhorni. hrátt fyrir að hann geti ekki skil- ið heiminn út frá öðrum forsendum en sínum eigin get- ur hann gert sér í hugarlund hvernig heimurinn kann að líta út frá sjónarhóli annarra. Það sem gerir manninum þetta mögulegt er sá þáttur í eðli hans sem kallast ímyndun- arafl, þ.e. hæfileiki hans til að mynda nýjar heildir, sem hann hefur hvergi fýrirfundið áður í reynslunni. Það er nauðsynlegt skilyrði þess að maðurinn geti skilið þær forsendur sem aðrir ganga út frá. Hann getur sett sig í spor þeirra með því að kynna sér, út frá sínum eigin forsendum, þann veruleika sem þeir ganga út frá. Hvers virði er ímyndunaraflið? Með tilliti til þess að ímyndunaraflið ger- ir manninum kleift að yfirfæra einn hlut yfir á annan er stórfurðulegt hversu lítið hefur verið skeytt um þennan þátt í eðli mannsins í íslenska skólakerfinu og þeirri heitu umræðu sem átt hefur sér stað um íslensk menntamál á undanförnum mán- uðum. Að minu viti hafa hæfileikar ís- lenskra skólabarna til að beita hugmynda- flugi sínu á skipulagðan hátt verið van- ræktir stórkostlega. Kannski er einhæf umræða um menntamál afleiðing þess.16 Flestar kannanir sem gerðar hafa verið á námsgetu íslenskra skólabarna hafa miðast við að kanna staðreyndaþekkingu þeirra og hæfileikann til að beita ákveðnum for- múlum.'7 Samfélag sem hrópar á nýsköp- un virðist gefa lítinn gaum að hæfileika mannsins til að yfirfæra einn hlut yfir á annan og sjá hluti sífellt í nýju samhengi. Raunar má færa fýrir því rök að mað- urinn komist ekki hjá að beita ímyndun- arafli sínu við hvers kyns nám. Páll Skúla- son hefur bent á að mönnum sé „alls ekki frjálst hvort þeir menntast eða ekki, ekki fremur en lífveru er frjálst hvort hún vex og dafnar eða fölnar og deyr.“'* Sam- kvæmt kenningum Páls felst menntun í hæfileika mannsins til að meðtaka þætti úr umhverfinu og vinna úr þeim á þann hátt að þeir hafi áhrif á þroska hans. Páll útskýrir mál sitt enn fremur: „Með þroska á ég einfaldlega við vöxt eða fullkomnun þeirra eiginleika sem eru mönnunum eðlislægir. Að menntast er þá að verða meira maður - ekki meiri maður - í þeim skilningi að þær gáfur eða eiginleikar sem gera manninn mennskan fái notið sín, vaxi og dafni eðli- lega.“19 Jafn ólíkir lífsspek- ingar og þeir Aristóteles og Platón, Humboldt og Schiller, Mill og 13urkheim, Páll Skúlason og Guð- mundur Finnboga- son hafa haldið að sönn menntun fælist í að þroska þá þrí- þættu eðliseiginleika mannsins sem skipt- ast í skynsemi, tilfmningar og ímyndun og koma á hárflnu samspili þeirra á milli.20 Ef við föllumst á þessa skilgreiningu má ljóst vera að sögunám felst í raun í því að þroska þessa meðfæddu eiginleika manns- ins með tilliti til skilnings hans á sjálfum sér sem hluta af stærri heild. Til að maðurinn geti skilið tilveru sína senr hluta af sífellt stærri heildum þarf hann að læra að sjá sjálfan sig og aðstæð- ur sínar „utan frá“. Það gerir hann fýrst og fremst með þvi þroska þann þátt í eðli sínu senr lítur að ímyndun og beita ímyndunaraflinu á skipulagðan hátt með hjálp rökhugsunar. Maðurinn fær ekki skilið sinn eigin hugarheim nema með því að deila hinum ytra heimi og reynslu sinni með öðrum. Husserl orðaði þetta á þá leið að reynsla manns af sjálfum sér væri óhugsandi nema á grundvelli reynslu hans af öðrum vitandi verum og öfugt.21 Eða með öðrum orðum án hæfileikans til að setja sig í spor annarra væri skilningur mannsins á sjálfum sér og tilveru sinni og annarra í tima og rúrni mjög takmarkað- ur. Forsenda þess að maðurinn geti aukið skilning sinn á tilveru og hlutdeild sinni og annarra i heiminum er að hann þroski með sér meðfædda eiginleika sína sem manns. Á þann hátt verður hann, eins og Páll Skúlason orðaði það, meira nraður. Maður sem leitar að hinu hárfína jafnvægi sem þarf að ríkja milli skynseminnar, til- fmninganna og ímyndunarinnar til að hann geti orðið fullþroskuð siðferðisvera. Páll Skúlason hefur fært rök fyrir því að öll siðferðisleg breytni mannsins grund- vallist á sjálfsþekkingu hans.22 Því má ætla að ef hlutverk sögunáms er að stuðla að sjálfsþekkingu mannsins sé hlutverk þess Jóhanna af Ork brennd á báli Stutt saga skrifuð í sögutíma í Hagaskóla í febrúar 1997 Kyndillinn var borinn að bálkestin- um sem var hlaði af gömlu timbri og þornuðum stráum. Upp úr kestinum stóð langur og þykkur trébjálki og á hann var bundin kona. Stúlka eiginlega því spurst hafði að hún væri aðeins rétt um tvítugt. Hún var bundin tneð hendur í kross á bringu sér að hennar eigin ósk. Andlit hennar var grafalvarlegt. I því var engan ótta að sjá. Hún horfði upp í himin- inn eins og kristinna manna er sið- ur fyrir líflát.Varir hennar bærðust og mynduðu orð sem hún hvíslaði svo lágt að guð á himnum hefði átt í erfiðleikum með að heyra. ... Þó stúlkan væri frönsk þá held ég að mamma hefði viljað bjarga lífi hennar. Allt í einu reif mamma í mig þar sem ég stóð og starði á eldinn færast nær og nær ungu konunni. Ég sá andlit hennar byrja að afrnyndast af sárauka en var síð- an rifin burt af mömmu minni. Ég hefði heldur ekki dvalið lengur hvort sem er til að sjá hana fuðra þannig upp. Við snérum við og gengum inn þrönga götu á leið heim. Höfundur er fjórtán ára stúlka. „Samfélag sem hrópar á nýsköpun virðist gefa lítinn gaum að hæfileika manns- ins til að yfirfæra einn hlut yfir á annan og sjá hluti sí- fellt í nýju samhengi." 42 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.