Sagnir - 01.06.1997, Page 48

Sagnir - 01.06.1997, Page 48
Pétur Hrafn Arnason Kaupmenn í klóm drekans / Arni Magnússon og verslunardeilan 1701—1706 Margir menn á Islandi mundu nokkuð vilja tií gefa að hugur ís- landskaupmanna til mín vœri ekki með öllu óverðskuldaður, sagði Arnas. En því miðurfyrir mína íanda, ég hef beðið ósigur. Eg er sá dreki sem þeir íslandskaupmenn liafa undir hœl sínum. Reyndar var þeim gert að greiða mjölbœtur og nokkurt hallœris- korn mun kóngur senda meðan húngursneyðin varir. En það voru ekki mjölbætur sem ég æskti þessu mínufólki, og ekki hallæris- korn, heldur betri verslun.1 Arni Magnússon. - Þjóðminjasafn Islands. Þannig hljóðar brot úr samtali Arnasar Arnæus við þýska kaupmanninn Uffelen í Islandsklukkunni. Sá síðarnefndi egnir Arnas til að gagnrýna valdstjórn Dana á Lslandi og bendir á hve einokunin hafi fært eigendum verslunarfélagsins mikinn auð og frama. Arnas viðurkennir að hann hafi undanfarið eldað grátt silfur við Is- landskaupmenn og hafi þurft að láta í minni pokann í þeirri baráttu. Hann líkir sjálfum sér við dreka, áhrifamikinn ein- stakling sem þeir hafi tangarhald á. Fyrirmynd Arnasar, Arni Magnússon, átti vissulega í útistöðum við danska kaupmenn. Þær deilur voru afleiðing af þátttöku hans í umræðu um fyrirkomulag Islandsverslunarinnar sem var sérstaklega áberandi á árunum 1701 til 1706. Þar var aðallega deilt um hvort hætta ætti að bjóða einstakar hafnir upp og þess í stað fela einu öflugu félagi að sjá um verslun á Islandi. Arni slóst í hóp þeirra manna sem töldu landi og þjóð betur borgið í gamla fýrirkomulaginu, umdæmaversluninni. Kaupskaparstefna í Danaveldi Á sautjándu öld þótti velferð utanrikisversl- unar best borgið með því að kaupmenn mynduðu sterk verslunarfelög undir vernd- arvæng ríkisvaldsins. Kristján §órði fylgdi þessari þróun i Evrópu sem kristallaðist í velgengni breska og hollenska Austur-Ind- iafélagsins. Danskt Austur-Indíafélag var stofnað árið 1615 og hafði það einkaleyfi á verslun í þeim hluta danska konungsríkis- ins.2 Fjórum árum eftir stofnun Austur- Indíafélagsins var Islenska verslunarfélagið stofnað með einkaleyfi fyrir verslun á Is- landi, Færeyjum og Finnmörku. Hinu nýja félagi var gert skylt að fýlgja þeirri kaup- setningu sem konungur hafði sett við upp- haf einokunar. Þar var kveðið á um að kaupmenn ættu að sýna landsmönnum sanngirni i verslunarháttum en einnig var ákveðið að siglt skyldi árlega til allra 20 kaupstaða landsins. Með þessu var gefinn tónn fýrir þeirri byggðastefnu sem gilti í verslunarmálum allt ffain á nitjándu öld.3 46 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.