Sagnir - 01.06.1997, Side 53

Sagnir - 01.06.1997, Side 53
sæta hörðum refsingum fyrir að versla ut- an umdæma sinna. Fjórum dögum eftir að þeir Árni og Páll höfðu farið tiltölu- lega mjúkum orðum urn umdæmaskipt- inguna gáfu þeir konungi harðorða greinargerð um þá málsmeðferð þegar Hólmfastur var hýddur fyrir að selja fiska i Keflavík en ekki í sínu umdæmi, Hafn- arfirði. Peir bentu meðal annars á að i til- felli Hólmfasts hafi umdæmaskiptingin verið óljós og að auki sleppti sýslumaður kaupmanninum í Keflavík við þá refsingu sem hann átti að sæta fýrir hlutdeildina. En það sem verra var: Brotið á reglugerð umdæmaverslunarinnar var framið í við- urvist Múllers amtmanns.34 Tómas var búsettur í Rifshafnarum- dæmi en hafði haldið út á mið í Stapa- umdæmi og selt þar fenginn. Kaupmenn í báðum umdæmum gerðu tilkall til fisks- ms enTómas átti yfir höfði sér Brimar- hólmsvist fyrir að hlunnfara kaupmann- inn í Rifi, L. Bærtelsen. Árni Magnússon reyndi að blíðka Bærtelsen og í bréfi þann 18. júlí 1703 lýsti hann þeirri skoð- un sinni að óréttlátt væri að gera mönn- um skylt að sækja fisk innan síns svæðis ef aflabrestur væri þar viðvarandi. I því sam- bandi sagðist Árni vera mótfallinn því að setja á slík boð og bönn sem gætu hamlað því að nauðsynleg vöruskipti færu fram uiilli landshluta.35 En í bréfum til tveggja kaupmanna, Peters Fjelderups 16. sept- ember 1703 og Christians Poulsens 18. Júlí sama árjátaði Árni að mál Tómasar væri ekki þess virði að eiga á hættu að stugga við yfirvöldum í landshlutanum og S1g skorti auk þess tírna, vilja og þor til þess.36 I3egar sendiboðarnir reifuðu þessi tvö dónismál kvað við mun harðari gagnrýni a umdæmaskiptinguna en í skýrslunni til konungs haustið 1704. Skiptir þar mestu að löggæslumönnum hveiju sinni hætti til að stjórnast um of af undanlátssenri í garð kaupnranna. Þar má sjá í máliTómasar að Arni var ekki fús til að stugga við kaup- monnum og yfirvöldum staðarins en á hinn bóginn sanrdi hann langa greinar- gerð um mál Hólmfasts. Hefur þar ef til vill skipt miklu að koma á framfæri gagn- rýui á Kristján Múller, Árni gæti hafa álit- *ó það hentugt fýrir komandi kappræður 1 verslunardeilunni og þar voru amtmað- ur °g Arni á þessum tíma á öndverðum nteiði. Félagsverslun vex íiskur um hrygg kfm líkt leyti og nefndarmenn sendu skýrsluna um Hólmfastsmálið á haustdög- urn 1704, lagði danski kaupmaðurinn og sæfarinn Bendix Nebel fram tillögur um endurskipulagningu á Islandsversluninni. Hann taldi að hún skilaði ekki eðlilegum ágóða á meðan einstakir kaupmenn rækju hana hver eftir sínu höföi. Nebel mælti því eindregið með því að stofnað yrði öflugt félag til að reka verslunina og benti meðal annars á velgengni Austur-Indíafél- aganna i Englandi og Hollandi.37 Bæði þessi félög voru þá á hátindi ferils síns og rekin með áður óþekktum hagnaði um aldanrótin 1700.3* Nebel benti á að félög af slíkri stærð- argráðu hefðu átt auðvelt með að efla iðnað og framleiðslu í nýlendunum sem skilaði sér strax í aukinni verslun. Hann vildi láta fræða landsmenn í verslunar- rekstri og sjávarútvegsfræðum og senda menn til að kenna þeim ullariðnað. Hefja ætti þilskipaútgerð til að stunda djúpmið við íslandsstrendur sem annars væru þurrausin af Englendingum og Hollend- ingum. Kaupmenn ættu enn fremur að nota skipakost sinn í auknum mæli til hvalveiða. Þessar hugmyndir féllu strax í góðan jarðveg hjá stjórnarherrum í Friðriks- borgarhöll og tveimur valdamiklum kaup- mönnum.39 Fleiri bættust í hópinn, þar með talið Kristján Múller amtmaður sent var því lagstur á sveif með Lárusi Gottrúp. Þann 3. mars 1705 sendi Múller Friðriki fjórða stutta Jón Vídalín biskup. Hann varfrá upphafi einn helsli andstœðingur liug mynda Gottrúps um Jllagsverslun. Þjóðntinjasafn Islands. greinargerð með tillögum um hvernig hægt væri að auka tekjur af landinu. I verslunarmálinu tók amtmaður eftirfar- andi afstöðu:4" Saa synis at Compagniet vel kunde vedstaa at give baade for haunenis bes- eiling, saa vel som for jordebogens ind- komster, (saa som begge udi forige Compagniets tider har vonre under en forpagtning,) udi aarlig afgift den for- hen beregnede sunnna, 20 586 Rdr. Framar i bréfinu hafði Múller sýnt fram á hvernig hefði verið hægt að auka tekjur konungs á tímabilinu 1695 til 1702 úr 19.860 ríkisdölum. Stofnun félagsverslun- ar gerði enn frekari hækkun mögulega. Verslunarráðið í rentukammerinu tók málið til umfjöllunar í desembermánuði árið 1704. Eftir að hafa leitað álits hjá Is- landskaupmönnum, Bendix Nebel og Múller amtmanni voru herrar þar á bæ mjög fylgjandi félagsverslun. Á þessum tima voru bresku og hollensku Austur- Indíafélögin að verða að sameignarhluta- félögum og hefur það væntanlega haft áhrif á tillögur verslunarráðsins.41 I apríl 1705 lagði það til við konung að um næstu áramót yrði eitt sterkt félag látið sjá um Islandsverslunina til tíu ára. Félagið skyldi hafa höfuðstól upp á 120.000 ríkis- dali sem skipta ætti upp í 120 hluti. Gamlir Islandskaupmenn mættu eignast allt að sex hluti í hinu nýja félagi en aðrir utanaðkomandi ekki fleiri en tvo. Hér var stefnt að laustengdari samtökum en hug- myndir Gottrúps höfðu gengið út á haustið 1701.42 Þeir kaupmenn sem fýlgjandi voru fél- agsverslun sendu frá sér greinargerð í tíu liðum þar sem raktir voru kostir hennar. Með félags- verslun ætti að jafnast út það misræmi sem væri milli ágóðans af ein- stökum höfnum, sér- staklega þeim sem eingöngu buðu upp á slátur til útflutnings. Enn frenrur gæti stórt félag betur þolað áföll og slys senr iðulega hentu kaupför og hægt væri að spara umtalsvert í tryggingakostnaði. Fleiri fjölskyldur gætu kornið að versluninni ineð hinu nýja fýr- irtæki, hægt væri að dreifa ábyrgð- inni og fleiri væru til taks til að koma al- menningi til hjálpar í hallærum. Konung- ur gæti komið á föstum afgjöldum og þyrfti ekki í jafn ríkum mæli að veita af- slátt og undanþágur frá þeim. Umdæmin töldu kaupmennirnir vera ranglát, hægt yrði að afnema þau og þar með gætu landsmenn verslað í nálægustu höfninni. Múller amtmaður bætti við eftirtöldum atriðum: Hægt væri að auka verslunina og efla handverk með hjálp aðflutts hol- lensks verkafólks. Félagið myndi auðveld- lega geta stuðlað að aukinni fjárfestingu á Islandi og benti hann þar á velgengni slíks félags í Englandi, rétt eins og Bendix Nebel.43 Sífellt fleiri kaupmenn gengu nú til liðs SAGNIR 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.