Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 56
taldi Árni að yfirbygging yrði of stór, félagið gæti hækkað verð útflutningsins á markaði í Kaupmannahöfn og myndi ná einokunaraðstöðu á póstsamgöng- um milli borgarinnar og Islands. Kærur og klögumál myndu því vart ná til réttra yfirvalda í höfuðborginni.Taldi hann að nú þegar hefðu kaupmenn of sterk tök á embættismönnum konungs. Sýslumenn væru flestir ekkert annað en leiguþý kaup- manna og amt- maðurinn sjálfur kvartaði alltaf yfir slæmum sam- göngum innan- lands þegar til hans kasta ætti að koma. Friðrik fjórði féll fyrir málflutningi Árna Magnússonar. Fyrir árslok 1705 leit allt út fyrir að umdæmaverslunin yrði afnumin en 25.janúar 1706 var fyrirkomulagið framlengt til sex ára. I þeim úrskurði kon- ungs er eftirfarandi skýring á þeirri stefnubreytingu:54.. er það gert að til- stuðlan Árna.“ En hlutverki Árna var ekki lokið. Semja þurfti nýja reglugerð fyrir einokunarverslunina þar sem ákvæði í þeirri gömlu frá árinu 1684 voru úrelt eftir að taxtanum hafði verið breytt 1702. I skjalasafni Árna Magnússonar, AM 447 fol., er að finna uppkast að slíkri reglu- gerð í 20 liðum. Hún er að stofni til ná- kvæmt afrit af gömlu reglugerðinni en á spássíu eru færðar ýmsar athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur. Afritið er með rithönd Þórðar Þórðarsonar ritara, en at- hugasemdirnar eru Árna. Líklegast er að konungur hafi falið Árna að semja nýja reglugerð á grunni þeirrar eldri, hann hafi látið Þórð skrifa þá gömlu hrátt upp og því næst gert lagfæringar sem voru byggðar á reynslu Árna af verslunarmál- inu. Tvær mikilvægar greinar um gæði inn- flutningsins og undanþágur frá því að versla í umdæmi, breyttust i meðferð Árna Magnússonar Islendingum í vil. Margar af athugasefndunum eru ómerkilegar orða- lagsbreytingar eða aðlögun gömlu ákvæð- anna að nýja taxtanum frá 1702. En einnig má sjá áhersluatriði sem eru greinilega í tengslum við málflutning Árna í greinar- gerðinni frá 5. janúar 1706. Hann bætti inn í að innflutningur ætti að taka mið af eflingu atvinnuveganna í landinu, það er að segja landbúnaðarins, en það var í ósamræmi við kenningar kaupskaparstefn- unnar (sjá graf á bls. 48) og teldist ekki i anda hennar. Gæði og magn ættu að vera fullnægjandi til þess að draga ekki úr löngun manna til að versla í kaupstað.Að sama skapi gerði Árni afdráttarlausari þau ákvæði sem gáfu undanþágu frá því að versla eingöngu við kaupmanninn í um- dæminu. Ef þessar athugasemdir eru felldar inn í texta af- ritsins, fæst nýja reglugerðin sem konungur gaf út 13. apríl 1706. Þar með var verslunardeilan á enda í bili. Einstakar hafnir á Islandi voru leigðar hæstbjóðanda fram til ársins 1732, félagsverslun komst fýrst á eftir konungaskipti i Danmörku og fráfall Árna Magnússonar. Lokaorð Áður hefur verið ^allað um afstöðu Árna Magnússonar í verslunarmálum á síðum Sagna. Greinin „Illir verslunarhættir“ eftir Pétur Má Olafsson þótti fyrir níu árum „... hluti af tímabæru endurmati á ýms- um hlutum Islandssögunnar."55 Eftirfar- andi niðurlag í grein nafna míns er greinilega í ætt við þann boðskap sem Upp cr boðið Isaland hafði fært íslenskri sagnfræði árið áður:56 ... það er eins og hann [Árni Magnús- son] vilji halda samfélaginu algjörlega í föstum skorðum; ... Breytingar þjón- uðu nefnilega ekki hagsmunum ríkj- andi stéttar (bændum); það var ekki henni í hag að upp kæmi borgarastétt eða frjálsir verkamenn. I raun hafði þessi endurskoðun hafist 60 árum fyrr í grein í Sklrni frá árinu 1930, árgangi sem tileinkaður var merkisárum í sögu Alþingis. Þar var árangrinum af sendiför Gottrúps lýst á eftirfarandi hátt:57 Sundurlyndi og deyfð forráðamanna þjóðarinnar var eins og oftar þröskuld- ur í vegi fýrir víðtækum umbótum. Ef íslenskir valdamenn hefðu fýlgt Gottr- úp einhuga að málum er enginn vafi á að miklu meira hefði áunnist. ... Vér Islendingar höfum því fyllstu ástæðu til að minnast Gottrúps lög- manns og stuðningsmanna hans með virðingu og þakklæti. I báðum þessum tilvitnunum kemur fram gagnrýni á afskipti Árna Magnússonar af verslunarmálinu. Hér þykir því leynast ljótur blettur á þeim viðhafnarklæðum sem íslenskir sagnaritarar hafa sniðið Árna Magnússyni. Verslunardeilan árin 1701 til 1706 snérist aðallega um fýrirkomulagið á ein- okunarverslun Dana á Islandi. Hún hófst með utanför Gottrúps lögmanns þar sem hann benti konungi á að vesæld lands- manna væri að miklu leyti afleiðing hinn- ar ströngu umdæmaskiptingar. Auðvelt er að hallast að þeirri skoðun að andstæð- ingar sendifarar Gottrúps lögmanns hafi þjáðst af slæmu tilfelli af áhættufælni.Til- lögur Gottrúps um félagsverslun höfðu að sönnu verið byltingarkenndar og buðu upp á aukin umsvif erlendra kaupmanna i islensku atvinnulífi. Efla átti sjávarútveg, þéttbýlismyndun og framleiðslu iðnvarn- ings. Slíkt var síst til þess fólgið að varð- veita það óbreytta ástand senr bestu bændur landsins þráðu. En Gottrúp var sjálfur vellauðugur og áhrifamikill jarð- eigandi og því er ekki hægt að draga skýrar línur milli umbótasinna og aftur- haldsafla. Árni Magnússon dróst nauðugur vilj- ugur inn i þessa deilu íslenskra fyrir- manna þegar hún barst til Kaupmanna- hafnar haustið 1701. Hann gerði gys að talsmönnum beggja hópa, Gottrúp og Kristjáni Múller, en þurfti samt sem áður að taka að sér að verja málstað þeirra sem vegsömuðu umdæmaverslunina. Ekki höfum við heimildir um hvernig hann tók því hlutverki en flest bendir til að hann hafi lítið þurft að beita sér. Með skipun jarðabókarnefndar var Árna falið að kynna sér umdæmaskipt- inguna. Niðurstaða hans veturinn 1706 var að á einstöku stað þyrfti að lagfæra svæðaskiptinguna en í grundvallaratrið- um tryggði hún að til allra landshluta bærust nauðsynjar með reglulegu milli- bili. I þvi sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga mikilvægi utanríkisverslunar fýrir Islendinga en nær allir bændur fóru í „Athyglisverðast í þessari verslunardeilu eru samt þau áhrif sem Árni hafði á gang mála úti í Kaup- mannahöfn." 54 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.