Sagnir - 01.06.1997, Page 58

Sagnir - 01.06.1997, Page 58
Mál ástarinnar Brot úr bréfum elskenda á 19. öld Hvernig var samskiptum kynjanna háttað á síðustu öld? Heimildir erujáorðar og þvi auðvelt að álykta sem svo að lítið hafi fariðfyrir rómantískri ást milli einstaklinga.Jafn persónuleg bréf og hér birtast sýna hins vegarfram á hið gagnstæða og það kemur á óvart hversu djúpar tilfmningar kynin báru hvort tií annars. Það er líkt og tilfmningarnar beri elskendurna ofurliði á stundum. Bréfm sem hér birtast máfmna í handritadeild Landsbókasafns Islands — Háskólabókasafns og tilheyra bréfa- safni SkaftaJósefssonar (1839—1905) ritstjóra á Seyðisfrði, Lbs 2561 4to. Skafti lagði stund á lögfræði í Kaupmannahöfn og á námsárum sínum skrifaðist hann á við eiginkonu sma,Sigríði Þor- steinsdóttur (1841—1924). Hún sigldi utan með honum en hélt heim á leið árið 1869 og beið hans í nokkur ár, ásamt ungri dóttur þeirra. Það er á þeim árum sem bréfm eru rituð. Hún „Nú gefst mér sú gleðistund að geta skrifað þér, elskaði, þvi hér liggur gufuskip sem fer til Spánar með fisk. Það er mitt mesta yndi nú að mega skrifa þér. Ætíð hefur það fyllt hjarta mitt fognuði, jafnvel bréfið sem ég skrifaði þér stuttu áður en ég fór frá Höfn og sem þú fékkst uppi hjá manuduktörnum þínum kyssti ég allt utan áður en ég stakk því í vasa minn til að bera það inn í bæinn til þín. Þú manst hvers efnis það var? O, þá var ég hjá þér, þá varstu þó sjaldan lengur í burtu frá mér en 12 tíma í senn og þótti mér langt. En nú, nú ertu svo langt í burtu frá mér elskaði og þó ég horfi út um glugg- ann og þó ég breiði faðminn út og þó ég segi við elsku Boggu mína: „Bráðum kem- ur elsku pabbi.“ Þá kemur ekki pabbi samt, enginn kemur fyrir hornið eins og í Wesselsgötu. Þegar ég sá þig koma þar fyrir hornið þá lyftist ég öll á flug. Þá var mitt lifsyndi að hlaupa og ljúka upp. O, fótatakið á tröppunum þekkti ég ævinlega og höggin á hurðina þekkti ég líka. Hver hreyfing lík- ama þíns hefur þannig grafið sig djúpt í sálu mína, Skafti! ... Nú er kominn 18. nóvember, ég lofa guð fyrir hvern daginn sem líður því alltaf færist þá nær takmarkinu sem ég þrái, nær fundum okkar, blíða elskan mín! O, þú ert ástarbliður Skafti, hver er eins og þú? O, hvað það er sætt að geta kallað þig „manninn sinn“. O, hvað ég er stolt með sjálffi mér þegar ég nefni þig svo hér sem ég gjöri alltaf. Þú ert líka „minn maður“, minn og einskis annars, ekki einu sinni „þinn“ maður. Nei, þú átt ekki ráð yfir þér nema að ég gefi þér það, þú verður því að fara vel með það sem ég á og sem ég hefi trúað þér fyrir, trúað? Já, ég trúi þér og þó freistarinn oft komi og hvísli í eyra mitt og segi: „Manstu eftir hvernig þú hvíldir við brjóst hans, mannstu hvernig hann þá lék við brjóst þín og hvernig þið bæði þá gleymduð ykkur í innilegustu ástarfaðmlögum á eft- ir. Mannstu hann sagði að hann gæti vakið upp hjá þér þá innilegustu ástarlöngun með því að leika við brjóst þín, trúirðu honum nú?Veistu nema hann brúki þetta bragð við fleiri?“ O nei, þó hræðsla og freistarinn með öllum sín- um útsendurum ásæki mig skal ég samt trúa því að þú sért mér trúr annars gæti ég heldur ekki lifað. Ef ég ein- hvern tíma fengi grun um annað þá dræpi ég mig, ég get ekki hallað mér að því brjósti sem svikur mig. O Skafti, gleymdu mér ekki, farðu ekki á þá staði sem freista þín, vertu ekki í vondu selskapi með vondum mönnum. Og þó þú hugsir að það ekki skaði þig ef þú ekki tekur þátt í þeirra illsku þá gjörðu það ekki samt. Það skaðar bæði þig og mig, láttu engan geta flimtað með og sagt: „Hann var með þessum eða þessum, í það og það skipti." Því þegar svo er sagt þá er aldrei tekið tillit til hvort allir hafa verið jafnir eður eigi. Æ, reiðstu mér eigi þó ég tali um þetta besti blíði, taktu ekki hart á elskandi hjarta. Þú manst við töluðum oft uin þetta og ég bað þig þá svo heitt. O, ég bið þig enn, gleymdu mér ekki. Geym mér allan ástarhita þinn óskertan, geym mér þig hreinan. Ö, ég vil fá að njóta þín, enginn nema ég má fá Sigríður Þorstcinsdóttir og Skafti Jósefsson árið 1865, tvámur átrum áð- ur en þau giftn sig og cigmiðust sittfyrsta barn. Myndina tók Tryggvi Gunnarsson á Hallgilsstöðum I Fttjóskadal. - Landsbókasafn Islands — Háskólabókasafn. 56 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.