Sagnir - 01.06.1997, Side 64

Sagnir - 01.06.1997, Side 64
Barátta milli góðs og ills Gunnar Karlsson gerði eitt sinn að um- talsefni að íslensk þjóðernishyggja hefði verið gott tæki til að færa „rétta“ sögu- skoðun á borð skólabarna því hún hefði á sínum tíma skapað þá spennu sem væri nauðsynleg allri góðri sögu. Orð Gunnars má vel yfirfæra á Michael Collins þvi myndin er vitaskuld tengd írskri þjóðern- ishyggju tryggðaböndum. Vekjandi saga er skrifuð í anda borgara- legrar og þjóðernissinnaðrar frjáls- hyggju til þess að vekja ungmenni til dáða, rækta nteð þeim framtakssemi, vilja, tilfmningar. Oft var leitast við að velja til kennslu eitthvað sem sagði frá baráttu milli góðs og ills, þar sem nem- endur gátu tekið tilfmningaafstöðu með þeirn góöu og móti þeim vondu. Auðvitað er einfaldast að búa til gott kennsluefni með þvi að sjá söguna sem baráttu milli góðra einstaklinga af eigin þjóð og vondra af útlendri þjóð.-' Halda mætti að Neil Jordan hefði haft orð Gunnars að leiðarljósi þegar hann skrifaði handritið að Michacl Collins. Það leikur enginn vafi á því að kvikmyndin urn Michael Collins vakti írsk ungmenni til dáða, ræktaði með þeim framtakssemi, vilja og tilfmningar. Fyrir þessu höfum við reyndar beinan vitnisburð. Eftir frum- sýningu myndarinnar tók dagblaðið The Irish Tiines tali nokkur ungmenni og öll virtust þau hafa orðið fyrir miklum til- finningaáhrifum af myndinni, þó ekki öll á sama hátt enda tók blaðið tali bæði írsk „Samkvæmt myndinni var de Valera hálfgerður skít- hæll, undirförull og óút- reiknanlegur - andstætt hetjunni Collins sem var hreinn og beinn, aðdáunar- verður og heiðarlegur..." ungmenni (kaþólsk/þjóðernissinna) og norður-írsk (mótmælendur/sambands- sinna).3" Þótt skoðanir á ntyndinni væru eins ólíkar og þær voru margar komst enginn hjá þvi að taka afstöðu til hennar en eins og Karsten Fledelius hefur bent á er styrkur sjónvarps og kvikmynda ein- mitt sá að með þeim má bæta alveg nýrri og heillandi vidd við umfjöllun uni for- tíðina og þannig er sagan gerð að miklu meiri upplifun en hún ella getur orðið.31 I þeim skilningi eru kannski allar kvik- myndir vekjandi saga og vist er að það á við um Michael Collins; kemur þar til bæði myndmál og tónlist svo ekki sé talað um leik og búninga. Bretar í myndinni eru almennt málaðir dimmum litum og það er eftirtektarvert að í hvert sinn sem Bretar hafa uppi of- Ecwion dc Vaicra var kcppinautur Michael Collins um völditt. Hann ogjlokleur hans Fianna Fáil hafagnœft yfir öllu stjóriiinálalífi Irlands á öldinni. beldi í myndinni er það skreytt með ískrandi og ógnandi músík. Þess vegna má skora Jordan á hólm þegar hann heldur því fram að hvorugum sé hlíft þegar kemur að ofbeldi (sjá tilvísun nr. 24), það leikur aldrei neinn vafi á því í myndinni að fýrst og fremst eru það Bretarnir sem eru „vondir“ ntenn. Eftirminnilegust „vondra“ persóna úr Michael Collins er einmitt foringi bresku sérsveitanna Soames (Charles Dance), illúðlegur á svip og ógnandi í framkomu; hann hlýtur hins vegar makleg málagjöld að undirlagi Michaels Collins. Þarna sjáum við vel hvernig kvikmyndin Michael Collins getur verið túlkuð sem barátta milli góðra manna af eigin þjóð og vondra af údendri þjóð, Irar gegn Bretum. A hinn bóginn varpar hún einnig ljósi á veigamikla innbyrðis togstreitu á Irlandi milli þeirra er vildu samninginn 1921 og þeirra er vildu hann alls ekki. Sú barátta er einnig sett upp sem barátta milli góðs og ills og óvinurinn heimafýrir holdgerð- ur í keppinauti Collins um völdin, Eanton de Valera (Alan Rickntan). Michael Collins var stuðningsmaður samningsins við Breta 1921 en deValera, þáverandi leiðtogi þjóðernissinna, var honum andsnúinn. Sagan hefur nú að miklu leyti kveðið þann dóm að deValera hafi haft rangt fýrir sér og þann dónt kvað hann reyndar sjálfur upp þegar hann snéri baki við róttæklingum seinna meir og hóf stjórnmálaferil sinn. Mikilvægt er að gera sér þetta ljóst þvi kvikmyndin Micltael Collins dregur þessa söguskoðun afar skýrt fram og ýtir jafnframt undir þá kenningu að Irland hafi tapað frábærum leiðtoga þegar Collins var myrtur og að írskt sam- félag hefði orðið allt öðruvísi og betra ef hans hefði notið við. Það er einmitt hérna sem mikilvægi Eamons de Valera verður meira sem persónu i myndinni og þar er jafnframt að finna verstu sagnfræði- galla hennar. David Fitzpatrick, prófessor við Trinity háskólann i Dublin, segir að de Valera komi út eins og hálfgerður vit- leysingur og hugsi einungis um eigin hag. Allar hans hugmyndir hljóma sem tóm vitleysa og ákvarðanir hans reynast illa, i heildina sé þetta, „... virkilega ósann- gjörn og niðurlægjandi lýsing á Dev.“32 Samkvæmt ntyndinni var de Valera hálfgerður skíthæll, undirforull og óút- reiknanlegur — andstætt hetjunni Collins sem var hreinn og beinn, aðdáunarverður og heiðarlegur (að svo miklu Ieyti sem foringi drápssveita gat verið það).33 Loka- atriði myndarinnar má jafnvel lesa sem svo að þar sé verið að gefa i skyn að de Valera hafi verið viðriðinn morðið á Collins.34 Þótt sannarlega sé talið að de Valera hafi verið í Cork-sýslu kvöldið áðttr en Collins var þar er lagt út á afar hálan ís með þvi að ýja að því að de Valera hafi lagt á ráðin um morðið á Collins enda er ekkert sent bendir til þess.35 Hins vegar er rétt að geta þess að Jordan telur sig ekki halda þessu fram í myndinni heldur að hann sé að sinna ákveðnum kvikmynda- fræðilegum þörfum (lokauppgjöri aðal- persónanna).3'’ Ahorfendur ættu hins veg- ar að dæma hver fýrir sig hvað þetta varð- ar og grunar mig að þeir taki orð Jordans ekki gild. Nú er vert að rifja upp hvað gerðist á Irlandi eftir að Collins féll frá. DeValera var á pólitískri eyðimerkurgöngu þar til hann sleit alveg tengslin við róttæklingana í Sinn Féin og stofnaði stjórnmálaflokk sinn Fianna Fáil árið 1926. Fyrir þann flokk komst de Valera á þing árið 1927, vann síðan kosningasigur árið 1932 og tók við embætti forsætisráðherra. De Val- 62 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.