Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 72

Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 72
ósamhljóða innbyrðis.14 Mæður virðast þó hafa gefið brjóst í einn til þrjá daga efdr því sem samtímaheimildir segja.15 Þær mæður hafa því gefið börnunum hið besta, fýrstu mjólkina sem auðugust er af bætiefnunr og mótefnum hvers konar. Samkvæmt því sem áður hefur verið sagt um brjóstagjöf, er trúlegt að mjólkur- magnið hafi minnkað smátt og smátt og móðirin gripið til kúamjólkur nreð brjóstagjöfinni. Sjúkdómar hafa og getað valdið og þá eru önnur úrræði sjálfgefin. Hins vegar gáfu fátækustu konurnar í verbúðum á Snæfellsnesi brjóst í um það Ung stúlka í peysufótum. Peysuföt draga nafn sitt af treyjunni,peysunni, sem upprunalega varpijónuð. Enginn vafi leikur á því að klœðnaður kvenna liafi verið óhentugur og mikill sýkingavaldur. bil mánaðartíma, enda kúamjólkinni ekki til að dreifa. Heimildir segja að þegar móðurmjólkina þraut, hafi nágrannar hlaupið undir bagga og gefið konunum mjólkurdreitil handa börnunum.16 bessi heimild styður að konurnar hafi ekki haft næga mjólk nema í takmarkaðan tíma, auk þess er hún dæmi um samhjálp og skilning manna á erfiðleikum konunn- ar við barnaeldið. Samkvæmt heim- ild frá þvi um alda- mótin 1800, voru mæður hættar að gefa brjóst og ljósmóð- irin tók barnið til sín fyrstu vikuna, vænt- anlega til að hvíla móðurina. En heimild- in segir: „Fáar konur leggja börn sín á brjóst, og ef þær gera það, þá ekki fyrr en það er orðið vikugamalt."17 Samkvæmt því sem að framan hefur verið sagt hafa flestar mæður legið í rúminu, reifaðar um brjóstin, með hendur bundnar með síð- um, heita grautarbakstra og takandi inn búkhreinsandi meðöl til að stöðva mjólk- urmyndun og eyða bólgum. Þær örfáu sem gátu gefið brjóst eftir vikuaðskilnað við barnið hafa verið sannkallaðar ofur- mæður. Þessi heimild verður ekki skilin á nokkurn veg nema mjólkurmyndun móður hafi verið í lágmarki. Óholl mjólk Sú skoðun þekkist víða um lönd að móð- urmjólkin geti verið barninu óholl undir vissum kringumstæðum og hún virðist eiga sér djúpar rætur. Einnig þekktist al- mennt brjósteldisleysi í Evrópu og eru ýmsar bábiljur taldar tengjast þeim sið, s.s. að móðurmjólkin væri eitruð fyrst i stað eftir fæðingu.1" A Islandi virtust þessar skoðanir einnig vera til staðar og um miðja öldina var fullyrt að kúamjólkin væri barninu hollari. Af orðum þeirra fulltrúa skynsemisstefnunnar sem reyndu að leiðbeina mæðrum á seinni hluta átj- ándu aldar, má ráða að móðurmjólkin hafi verið talin betri en þó ekki skilyrðis- laust. I fræðsluritinu Atla má lesa: ... þegar kona er skapvargur og ofsafull i sinnisins hræringum, hverjar helst sem eru, þá er mjólk hennar óholl, helst strax eftir hverja skorpu. Sé hún þung- lynd og fúllynd eður hafi hún nokkurn erfðasjúkleik, jafnvel þó að hann gjöri ekki ennþá vart við sig, þá skyldi slík kona aldrei gefa barni bijóst ...19 Jón Pétursson, læknir, segir um 1774: „Langt er frá því að ég ráði nokkurri móðir, sem sjálf ekki lifir af sæmilega góðum og hollum mati, ellegar er ekki að öllu leyti heilbrigð, að leggja börn sín á brjóst.“211 I þýddu riti árið 1799 er sagt að að- eins þær mæður sem fullnægi eftir- farandi skilyrðum eigi að hafa börn á bijósti: ... þær sem eru blóðríkar og heilsu- góðar, hafa góðar vörtur og nóga mjólk, en þar að auki geðgóðar, glað- lyndar, hafa nóg viðurværi, lítið erfiði, gott atlæti, og ekki misst kjark af of- mikillri barneign né brjóstmylkingu, því allt kemur niður á börnunum, ef öðruvísi er.21 Ef þessum skilyrðum var ekki fullnægt, varð mjólkin óholl börnunum. Sjá má af þessum orðum að það var andlegt og lík- amlegt ástand móður sem réði mestu um mjólkurgjöfina. Konum átjándu aldar var því lögð mikil ábyrgð á herðar og í fæstum tilfellum fullnægðu þær þessum skilyrðum. Ovíst er hvernig þessi skoðun urn óhollu mjólkina hefur komist á og ekki verða heldur gefin svör hér. En ljóst er að þekkingu á líkamsstarfsemi konunnar var mjög ábótavant og margt af því, sem í dag nefnast bábiljur, má rekja til þess. Fróðlegt er að lesa hugmyndir Jónasar Jónassen landlæknis, þegar hann ræðir um tíðir kvenna. Landlæknir segir: A fyrri dögum höfðu menn mjög rangar hugmyndir um þennan blóð- missi; flestir hjeldu að tíðablóðið væri til þess að hreinsa burt úr líkamanum ýmisleg skaðleg efni („hreinsun"). Litlu síðar bætir landlæknir við: Það kemur stöku sinnum fýrir, að tíða- blóðið kemur einnig úr öðrum stað ... t.a.m. úr lungunum, nefmu, maganum, úr gömlum sárum, út um geirvörtuna; „Samkvæmt því sem að framan hefur verið sagt hafa flestar mæður legið í rúminu, reifaðar um brjóstin, með hendur bundnar með síðum, heita grautarbakstra og tak- andi inn búkhreinsandi með- ul til að stöðva mjólkurmynd- un og eyða bólgum." 70 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.