Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 73
þannig þekki jeg kvennmann; á henni
gengur allt tíðablóð i hverjum straumi
út um vinstri geirvörtuna.22
Þar sem landlæknir tengir tíðablóðið svo af-
dráttarlaust bijóstunum, er freistandi að
tengja það óhollustu móðurmjólkurinnar. En
þessi orð landlæknis segja okkur þó margt
um þekkingu manna á kvenlikamanum.
AUar kenningar um óhollustu mjólkur-
innar hafa átt greiðan aðgang að samfélagi
þar sem giftar konur og mæður voru í
minnihluta. Þær voru einnig sá hópur
sem sjaldnast fór af bæ. Vinnukonurnar
voru hins vegar hreyfanlegri, þær hafa
getað borið sagnir og reynslusögur milli
kvenna en voru þó sá hópurinn sem
minnsta reynsluna hafði. Gera má ráð fyr-
ir að þessi kenning hafi náð til allra þrepa
samfélagsins, þar sem menn ýmist hröp-
uðu niður samfélagsstigann eða klifu upp
hann, allt eftir því hvernig áraði vegna
sótta og hungurdauða.
Kúamjólk
Hér að framan er reynt að varpa ljósi á
erfiðleika átjándu aldar kvenna við barna-
oldið. Hér er því gert ráð fyrir að móður-
rnjólkin hafi verið af mjög skornum
skammti og erfiðleikar miklir við
bijósteldið.
Hvað gerir móðir þegar móðurmjólk-
ína þrýtur? Hún gripur til þeirrar fæðu-
tegundar sem hún telur besta. I íslenska
bændaþjóðfélaginu var það sjálfgefið, hún
greip til kúamjólkurinnar. Mjólkin var
hins vegar gefin köld og óblönduð sem
var nriður heppilegt. Aðrar mjólkurafurð-
lr> rjómi, mysa og smjör bættust síðan við.
Ikeyndar er ekki sjálfgefið hvaða mjólk-
urafurðir urðu fyrir valinu sem fyrsta
feða en móðirin gaf barni sínu það mesta
°g besta sem hún kunni.
En ungabarn, þ.e. innan við eins árs, lif-
Ir ekki á mjólk eingöngu eins og hægt er
að álíta af rannsóknum fræðimanna og
ekki er alveg ljóst hve lengi þeir álíta að
hún dugi barninu. Inntaka fastrar fæðu
hófst á nokkuð misjöfnum tíma, á Suður-
landi sem allra fýrst, á Snæfellsnesi þegar
barnið var mánaðargamalt og á Norður-
landi við þriggja mánaða aldurinn.23 Hve
lengi móðurmjólkin er talin duga barn-
inu hefur ávallt verið á reiki og þó svo
settar hafi verið reglur um fasta fæðugjöf,
eru það aðeins viðmiðunarreglur, þvi
málið snýst einfaldlega um framboð og
eftirspurn.
Konan og kýrin
Trú inæðra á kúamjólkina fram yfir móð-
urmjólkina hefur valdið mikilli furðu og
verið mörgum rannsóknarefni. Hér hefur
verið lýst ýmsum orsökum sem ýta undir
notkun kúamjólkurinnar. Kirsten Hastrup
mannfræðingur sem rannsakað hefur or-
sakir brjósteldisleysisins kemst að athyglis-
verðri niðurstöðu. Hún telur Islendinga
hafa þjáðst af „honour and butter compl-
ex“. I stuttu máli sagt lýsir það sér á
þennan veg:
Cream and butter were tokens of suc-
cess, and in all likelihood they became
images of the most potent food item in
a country struck by increasing poverty
... Foreign food habits were to be
avoided, and butter gave strength to
body and soul.24
Þessi kenning á við ákveðin rök að styðjast
og dregur athyglina að landbúnaðinum,
þ.e. rjómánum og smjörinu og þar með
kúnni. I aldagömlu bændaþjóðfélagi var
kýrin mælistika á auðlegð einstaklingsins
og einnig grunneining verðkerfisins sem
kúgildi og afurðir hennar hafa vissulega
verið tákn um velsæld í gegnum aldirnar.
Auk þess má benda á að kýrin hefur alltaf
verið nátengd konunni, um kýrnar var
hugsað og þeirra gætt í hvívetna. Þær voru
auðlegð og bjargráð heimilisins, kýrin
sveik ekki. Um kúna í vitund þjóðarinnar
vitna ótal sögur og sagnir.
Klæðnaður kvenna
Óheppilegur fatnaður er einnig eitt af því
sem nefnt hefur verið í umfjöllun fræði-
manna. Erlendir ferðamenn höfðu þegar
árið 1752 orð á þvi að konur klæddust
þröngum fotum og um 1800 segja þeir
beinlínis að fötin herpi að brjóstunum. Ar-
ið 1846 bendir landlæknir á að margar ís-
lenskar konur hefðu flatar eða innfallnar
geirvörtur og að börnin ættu erfitt með að
sjúga þær, þessar konur ættu að geta gefið
brjóst taki þær á þolinmæðinni.25 Gert er
ráð fyrir að hér sé um þröngar nærskornar
treyjur að ræða, fyrirrennara peysufata-
treyjunnar. Þær hafa að líkindum verið
prjónaðar og svellþæfðar, likastar spenni-
treyjum eða brynjum. Enginn vafi er á því
að klæðnaðurinn hefur verið óhentugur
og mikill sýkingavaldur. Einnig hafa einber
þrengslin getað hindrað eðlilega starfsemi
brjóstanna og má benda á að enn í dag eru
bijóstin bundin upp eða reyrð, þ.e. vafið er
sem þéttast um brjóstin, til að hindra
mjólkurframleiðslu ef svo ber undir. Þessar
skýringar ná þó ekki til þeirra fátæku
kvenna i verbúðunum á 18. öld sem vitað
er að gáfu bijóst.21' Helst er að láta sér detta
í hug að fatnaður þeirra hafi á einhvern
hátt verið heppilegri, ekki verið pijónaður
eða þæfður,jafnvel að hann hafi verið gat-
slitinn vegna fatæktar.
Reifar
Ekki verður á móti mælt að úrræði mæðr-
anna við barnaeldið höfðu oft og tíðum
hörmulegar afleiðingar, en mæður virðast
þó hafa neytt þeirra úrræða sem skynsam-
legust þóttu miðað við aðstæður þeirra
tíma. Mæður vissu ekki betur og breyttu
eins og mæður allra tíma hefðu gert.
Aðbúnaður barnanna tók einnig á sig
ýmsar myndir og voru reifarnar dæmi um
það. Börn voru reifuð vel og rækilega en
með því var hreyfigeta þeirra heft og
tjáningarmöguleikar einnig. En reifarnar
höfðu líka kosti, börn öðlast ákveðið ör-
yggi og hlýju ef þau eru reifuð þétt og er
það alþekkt ráð efþau eru vangæfí maga.
Upphaf þessa siðar er óþekkt, en ákveðin
sainsvörun sést þó við naflabindi, sem
notað var til að vefja þétt um nafla barns
við fæðingu og var vörn gegn sýkingum
og einnig það að halda nafla barnsins í
skorðum, svo þau fengju ekki naflaslit o.fl.
Naflabindi þessi voru notuð fram á síð-
ustu áratugi. Hungrað og magaveikt barn
hefur því verið rórra ef það var reifað,
jafnvel þó það væri illa hirt og blautt.
Reifarnar má á vissan hátt túlka sem um-
hyggju fyrir barninu.
Gjörnýting giftu konunnar
Það er ekki aðeins ungbarnadauði
átjándu aldar sem athygli hefur vakið
meðal fræðimanna, heldur einnig mjög
Hluti af minningartöjlu um Pétur Þorsteinsson sýsluniann frá 1769. Börn vom rciftð vel og rœkilega en það
hefti lircyfigetu þcirra og tjáningarmögulcika. Mcð reifunum öðluðust þau liins vcgar ákvcðið öryggi og Itlýju. -
Þjóðminjasafn íslands.
SAGNIR 71