Sagnir - 01.06.1997, Page 84

Sagnir - 01.06.1997, Page 84
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 Haraldur Briem Plágurnar frá sjónarhóli faraldsfræðinnar Inngangur Á þessari öld og þá einkum síðustu ára- tugina hefur þekking á orsökum smit- sjúkdóma, smitleiðum, sjúkdómsgangi og aflfræði farsótta aukið skilning manna á eðli fasótta. Sú þekking getur verið hjálpleg við að varpa ljósi á farsóttir for- tíðarinnar. I lok 19. aldar fann Alexandre Yersin bakteríu þá sem talin er valda svartadauða og hefur hún verið skírð í höfuð hans, Yersinia pestis. Tókst honum síðan ásamt öðrum að sýna fram á að sjúkdómurinn er fyrst og frernst bundinn við nagdýr, einkum rottur, en gat borist í menn með flóm og valdið þar lungna- og kýlapest. Ritaðar samtímaheimildir sem lýsa sjúkdómseinkennum benda til þess að plágan, pestin eða svartidauðinn hafi verið sami sjúkdómur og Y. pestis veldur. Sjúkdómurinn hefur gengið í þrem svo kölluðunt heintsfaröldrum (pandemium). Hinn fyrsti var justinjanska pestin á 6. öld í kringum Miðjarðarhafið, annar var svartidauði sem hófst á 14. öld í Evrópu og hinn þriðji hófst á seinni hluta 19. ald- ar í Kína og er merki hans enn víða að fmna í Asíu,Afríku ogAmeríku. Talið er að plágan eða svartidauði hafi gengið yfir Island tvisvar, eða árin 1402-1404 og 1495-1496 með miklum manndauða. Einu lýsingar á sjúkdómn- um eru há dánartala og stuttur með- göngutími hans. Þá benda heimildir til þess að sjúkdómurinn hafi gengið yfir á vetrarmánuðum, síður að sumri. Því miður er sjúkdómseinkenna hvergi getið í rituðum samtimaheimildum á Is- landi. Dregið hefur verið í efa að um pestarfaraldra hafi verið að ræða á Islandi þar sem engar rottur hafi fundist þar á þeim tíma. Forsendur farsóttar Útbreiðsla smitsjúkdóma og farsótta og hæfni sóttkveikja til að lifa af ræðst af mörgum þáttum svo sem smitleiðum og smithæfni, umhverfisbreytingum, breyt- ingum á hýsli, nýjum eiginleikum þekktra sjúkdómsvalda, nýjum sýklum og samspili sýkils og hýsils. Staldrað verður við nokkra þessara þátta sem skipta máli við að varpa ljósi á plágurnar á 15. öld. Þeir eru meðgöngutími, umhverfi, smit- leiðir, smithæfni og útbreiðslutalan. „Smitlíkur við lungnapest eru almennt taldar litlar nema við mjög náið sam- neyti við hinn smitaða. Við- veru innan 2 metra frá hóstandi sjúklingi þarf til." Meðgöngutíminn: Þegar smitun verður vegna örveru sem valdið getur sjúkdómi, líður einhver timi frá smituninni til ein- kenna hans. Sá tími er nefndur með- göngutími (incubation period). Hinn sýkti er ekki smitandi framan af með- göngutímanum og er sá tími nefndur dvalartimi (latent period). Síðari hluta meðgöngutímans verður sjúklingurinn smitandi og þá oft einkennalaus og eins er hann smitandi fyrst eftir að einkenni koma fram. Er þetta tímabil kallað smit- tími (infectious period). Þessi timabil hafa mikla faraldsfræðilega þýðingu (mynd 1). Umhverfisþættir: Tilhögun búsetu, fjöldi manna á flatarmálseiningu (fólks- þéttni) og tilkoma ónæmra einstaklinga, svo sem við fæðingar, hefur mikil áhrif á möguleika örvera til að lifa af í samfélagi manna og valda farsóttum. Til að skýra samband umhverfisbreytinga, sem fólgnar eru í breytingu á fólksþéttni og nteð- göngutíma eða dvalartíma sjúkdóms, við hæfni örvera til að lifa af, skulu tveir sjúk- dóntar nefndir til sögunnar. Það tekur u.þ.b. 2 vikur frá smitun af völdum mislinga þar til mótefni mynd- ast gegn mislingaveirunni og sjúklingur hættir að smita. Fræðilega þyrftu því a.m.k. 26 næm börn að fæðast á ári hverju á hálfs mánaðar fresti og síðan að hitta smitandi einstakling til þess að sjúk- Mynd 1. Samband meðgöngutíma, dvalartíma og smittíma ímyndaðr- ar sýkingar. Skilgreining kynslóðatíma einnig sýnd. Annar sjúklingur Fyrsti sjúklingur o.s.fr. Dvalartfmi Smittfmi Meögöngutími Sjúkdómur Smitun Dvalartfmi Smittími Meðgðngutími SJúkdómur Raðtími Kynslóöatimi Smitun Hcimild:J. Giesecke, Modern Infedtious Disease Epidemiology (London, 1994), bls. 15. 82 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.