Sagnir - 01.06.1997, Side 94

Sagnir - 01.06.1997, Side 94
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 öðrum annál um atburði fyrir 1394 en eftir það byggir hann á öðrum gögnurn og hann er næsta rýr um fyrstu þrjá ára- tugi 15. aldar. Þriðja annálaheimildin sem hefur verið notuð, er afskrift afVatnsfjarðarannál elsta með hendi Sigurðar Jónssonar en nauð- synlegt er að gera nokkra grein fyrir til— urð hennar því hún er ónýt heimild. Björn á Skarðsá lauk við Skarðsárannáll árið 1639 en hann er að mestu uppskrift á Gottskálksannál auk skjala frá Hólum og „munnlegri frásögn fróðra manna.“ Jón Arason prestur í Vatnsfirði var einn þeirra sem skrifuðu annálinn upp og bætti um betur og er annáll hans nefndur Vatnsfjarðarannáll elsti (Lbs. 347 4to). Auk þessa eru til nreð hendi Jóns Arasonar tólf annálagreinar (AM 702 4to) sem fjalla um árin 1395—1407.’Af annál sérajóns tók skrifari hans, Sigurður Jónsson, afskrift (Lbs. 157 4to) og hún er nokkuð frá- brugðin fyrirmyndinni einkum varðandi nokkur atriði um aldainótin 1400 en þau eru nær samhljóða annálagreinunum í AM 702 4to. I þessum annálagreinum og „Er yfirleitt hægt að reikna út eða áætla af einhverju viti út frá fyrirliggjandi heimildum hve margirféllu í plágunni hér á landi í upp- hafi 15. aldar?" afskrift Sigurðar Jónssonar koma fram upplýsingar um mannfall og endalok plágunnar sem fræðimenn hafa notað. Spurningin er hvaðan eru annálagrein- arnar i AM 702 4to?Var íVatnsfirði göm- ul heimild um þessa atburði sem nú er glötuð eins og Hannes Þorsteinsson og Jón Helgason halda fram? Ég er þess fullviss að annálagreinarnar eigi ættir að rekja til Nýja annáls og þá líklegast í gegnum millilið sem nefndist Annála harmonía eða afskriftum af henni. Gegn þessu stendur sú staðhæfing sem hefur verið margtuggin að annálahöfund- ar 17. aldar hafi ekki þekkt Nýja annál. Það er hins vegar bara staðhæfing en eng- in sönnun. Hér eru aðferðir þeirra Ein- björns og félaga að afvegaleiða menn. Um 1650 skrifaði séra Jón Erlendsson í Villingaholti upp Flateyjarannál, Skál- holtsannál hinn forna, Lögmannsannál og Nýja annál. Arni Magnússon nefndi af- kvæmið Annála harmoníu en hann eign- aðist eintak af því og tók til nákvæmrar rannsóknar siðla árs 1725. Eftir að hafa skrifað hjá sér minnisgreinar þá reif hann handritið í tætlur og það var að því verki loknu sem hann ritaði hin kunnu orð um errores sem vitnað var til í upphafi. Nú segir Arni Magnússon að Annála harmonían sé að mestu bein afskrift af Nýja annál eftir 1394 og skal það ekki rengt. Er því ljóst að ruglingur með ártöl, skortur á röklegu samhengi og tölurnar um fjölda lærðra manna sem lifðu af plág- una hefur orðið til í afskrift af Annála harmoníunni. Ljósasta dæmið um tengsl þessara handrita er að Einar Herjólfsson og Áli (Óli) Svarthöfðason eru þar nafn- greindir en hvergi annars staðar. I annála- greinunum og afskrift Sigurðar Jónssonar koma ekki fram neinar nýjar upplýsingar um gang sóttarinnar eða mannfall sem hægt er að treysta á. Að öllu samanlögðu er niðurstaðan sú að heimildagildi annála- greinanna er ekkert umfram það sem er í öðrum annálum og þær eru einungis til þess fallnar að valda ruglingi. Auk áðurnefndra annála eru það eink- um tvö heitbréf, annað frá Grenjaðar- stöðum gert um jólin 1402, og hitt gert í ársbyrjun 1403 á Munkaþverá, sem veita gagnlegar upplýsingar. Þegar þessar heimildir eru bornar sam- an má fá einhverja mynd af gangi sóttar- innar. Ártöl hafa víða riðlast verulega og einstakir atburðir færst milli ára þannig að röklegt samhengi hefur horfið. Niður- staðan er sú að plágan kemur um sumarið 1402 og fer víða urn land en hver út- breiðsla plágunar var og um mannfall er ekkert hægt að fullyrða. Þótt Nýi annáll sé nokkuð færður í stílinn og upplýsingar grautist til þá er hann sennilega áreiðan- legur varðandi meginatriðin. Nýi annáll og Gottskálksannáll eru ásamt fornbréfum 92 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.