Sagnir - 01.06.1997, Síða 110

Sagnir - 01.06.1997, Síða 110
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 Falnaður pestarsjúklinga brenndur. Þar liafa miðaldamenn sýntfyrirhyggju þvi ífólunum leyndisl mannajlóin. hafa menn notað tölur hans hér. Ég myndi vilja lækka þá áætlun eitthvað, segja tœpur fjórðungur. Fólksfjöldinn hefur farið eitthvað niður fyrir 40.000 en kannski ekki mikið. En þessi dánartíðini, kannski 22 til 24% í heild, skiptist ójafnt á aldursflokka, eins og Haraldur Briem sýndi glöggt dæmi um af Alftanesi (mynd 1). Nú er Alftanesið að því leyti ódæmigert að þar virðast fáir hafa verið ónæmir yngri en fimmtugir, en víða á landinu gætti ónæmis eftir síðari bólufaraldur niður undir 35 ára aldur. Manndauðinn hefur þvi verið langmestur hjá unglingum og fólki á besta aldri, ekki ntinni en 35-40% af aldursflokkunum 15-35 ára. Börnin sluppu, eins og Haraldur sýndi, öllu skár frá bólunni, en þar kemur á móti að ár- gangar barna voru ákaflega fámennir, a.m.k. þeir sem fæddir voru kringum aldamótin 1700. Eftir stórubólu hefur þannig verið mjög fátt í öllum árgöngum undir 35 ára aldri, nema e.t.v. yngri en fimm ára. Fæðingum hefur líka fækkað mjög meðan bólan gekk yfir og allra fyrst á eftir. Heimilum hefur fækkað mikið við bóluna. Þau leysast upp við fráfall húsráð- enda, og eldra fólk, sem síður dó í bólunni, gat neyðst til að bregða búi þeg- ar það missti vinnuafl barna sinna og hjú urðu torfengin. í nokkur ár hefur verið rót á fólki og fjölskyldum. Lítt starfhæf heimili hafa ver- ið að leysast upp, önnur að myndast; land- eigendur að laða nýja landseta á eyðijarð- ir, bændur að draga til sín hjú; ungt fólk að leita tækifæra. Ég veit ekki hve lengi heimilaskipan var að falla í fastar skorður á ný, en á því væri hægt að gera fróðlega rannsókn. Þá væri ekki síður fróðlegt að athuga annað, sem ég veit ekki heldur, þ.e. hve mikið verður um það að fólk — eða sér í lagi konur — hefji hjúskap á verulega ungum aldri. En hvort sem gift- ingaraldurinn lækkaði mikið eða lítið er hitt þó víst að flestir komust í hjúskap fyrr eða síðar, miklu fleiri en verið hafði þegar þrengra var um byggð í landinu. Af kon- um í aldursflokknum 40—44 ára hafði ekki nema rétt lið- lega helmingur verið í sambúð 1703, en sam- kvæmt manntali í þremur sýslum 1729 voru 85% i sambúð af sama aldursflokki — það voru stúlkurnar sem lifðu stóru- bólu af kringunr tvítugt, og hefur varla önnur kynslóð íslenskra kvenna átt eins greiða leið í húsmóðurstétt fýrr en kom- ið var fram á þessa öld. Fyrstu árin eftir stórubólu hefur fólks- fjölgun á Islandi verið lítil eða engin. Roskið fólk og gamalt er að deyja úr ár- göngum sent bólan hafði litið skert eða ekkert; hins vegar hefur fólki á barneigna- aldri fækkað um meira en þriðjung og hærra hjúskaparhlutfall þess gerir varla betur en bæta upp þá fækkun. Aldurs- skipting barna í manntalinu 1729 bendir til þess að fæðingum hafi verið að fjölga smám saman fyrstu 7—8 árin eftir bóluna, sjálfsagt samfara fjölgun húsmæðra á frjó- um aldri, og má ætla að einhvern tínta á þeint árum hafi fólksfjölgun í landinu skriðið yfir núllið. En þá voru það börn- in sem fjölgaði; hinum fullorðnu hefur áfram farið fækkandi. Ef við gerum ráð fyrir að eftirspurn eftir jarðnæði tengist aðallega aldurs- flokkunum 20—60 ára, þá hefur fólki á þeim aldri kannski hætt að fækka um 1725 (með stækk- andi árgöngum fólks sem vegna ungs aldurs hafði sloppið skár frá bólunni en það eldra) og varla farið að fjölga fyrr en eftir 1730. Þá er eldra fólkið, sem sloppið hafði við bóluna vegna ónæmis, að verulegu leyti dáið eða komið í röð gamalmenna. sú mikla auðn lögbýla á Norðurlandi sem heimildir eru um í áratugi eftir hvora plágu, hún bendirá mann- dauða sem ekki á sér hlið- stæðu í stórubólu ..." 108 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.