Sagnir - 01.06.1997, Side 112

Sagnir - 01.06.1997, Side 112
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 Umræður Eftir að öllum fyrirlestrum var lokið hófust umrœður. Fjórir fyrir- lesaranna sátu við pallborð, þeir Haraldur Briem, Gunnar Karls- son,Jón Olafur Isberg og Gísli Gunnarsson. Umræðurnar hófust á þvi að þeim vargefið tœkifœri á því að tjá sig almennt um mál- ið en einnig var opnað fyrir spurningar annarra ráðstefnugesta. Efni dagsins var rœtt á mjög víðum grunni en umrœðurnar, sem og ráðstefnan öll, voru hljóðritaðar af Ríkisútvarpinu og birtast hér i nokkurn veginn óbreyttri mynd. Lungnapest, kýlapest, rottur og flær Jón Ólafur Isbcrg: Ég held að rétt sé að taka undir alla fyrirvara unr eðli plágunn- ar. Hugsanlega hefði plágan getað verið öðruvísi á öðrum tímum. Umhverfi og vistkerfi og aðrir þættir hefðu getað haft önnur áhrif en í dag. En Haraldur Briem benti á þær smitleiðir sem hafa verið sannaðar vísindalega. Annaðhvort förunt við eftir því sem er vísindalega sannað eða við erum hætt að tala um vísindi, þá erum við komin út í eitthvað allt annað. Gunnar hélt því fram hér áðan máli „Ef tungumál á ekki til orð yfir skepnu sem þrífst í nánu sambýli við fólk og helst í þökunum yfir höfð- um þess, þá getur maður nú haldið að einfaldasta skýringin væri sú að skepn- an hafi ekki verið til. " Gunnar Karlsson sínu til stuðnings að orðið „rotta“ kæmi ekki fram í ensku safni samtímaheimilda um svartadauða. En það er ástæðulaust að leita, orðið rotta var ekki til í ensku á þessunt tíma. Haraldur Bricin: Ég held að ef við ein- blínum á að hér hafi gengið sótt með mjög stuttum meðgöngutíma og með mjög hárri dánartíðni, það megi lesa úr þeint litlu heimildum sem við höfum, þá er faraldsfræðilega mjög erfitt að útskýra það með lungnasmiti alveg sama hvaða baktería/örvera var á ferðinni. Engin stökkbreyting getur breytt því. Ég held því fram líka að inflúensufaraldur hefði ekki getað gengið yfir ísland nreð þessum afleiðingum undir neinum kringumstæð- um, bara út frá faraldsfræðilegunt lögmál- urn. Ef maður leggur til þekkingu okkar í dag á faraldrinum þá getur hún hjálpað okkur við að skilja þetta, mér finnst allt benda til að þetta hafi verið plága. Ég held hins vegar að forsendan rotta og rottufló urn útbreiðslu plágu í Evrópu sé marklaus. Sú skýring sem sumir hafa gefið að það hafi verið mannafló sem bar þetta á milli, er vel sennileg. Blóðsýklunin og bakteríumagnið í mannslíkamanum bauð hæglega upp á að mannaflóin hafi borið pláguna á milli manna, jafnvel þó hún sé ekki eins virk í því sambandi og rottuflóin. Sumir halda þvi fram að rottufló þrífist illa á norðlægum slóðum, en geri það mun betur á trópískum svæð- um og eigi þar greiða leið á milli manna. I köldu loftslagi á hún að eiga erfiðara með það. Ég held líka að mannafló passi vel við þá staðhæfmgu að faraldurinn hafi verið virkari að vetri til. Þá hefur flóin þrifist ágaetlega á fatnaði manna í húsurn. Menn fóru örugglega ekki oft í bað og voru gjarnan í sömu fötum, voru ekki að stunda það að þvo eða viðra. Það var bara ekki hægt. Allt styður þetta að mannaflóin hafi borið þennan sjúkdóm. Ég vil meina að úr þvi að þetta var ekki lungnasjúkdóntur, þó með þennan stutta meðgöngutíma og háu dánartölu, þá þarf nauðsynlega að hafa verið smitfeija þarna á ferð. Hver svo sem hún hefur verið. Gunnar Karlsson: Svo mikil gagnrýni hefur komið fram á grein okkar Helga Skúla Kjartanssonar að ég veit ekki hvort ég ætti að fara að eyða tíma fundarins í að tíunda það allt, það verður gert lið fyrir lið á öðrum vettvangi. Jón Olafur fann að því sem ég sagði um heimildasafn Rosemary Horrox; þar sé orðið „rat“ ekki skráð í atriðisorðaskrá. Því mætti svara á tvo vegu: Ef tungumál á ekki til orð yfir skepnu sem þrífst í nánu ^>ateni,qtiO0 nuþer ínfigneoviri ftli dlTimie rmlatíoníbuð Uluftrarunt Somu^, crqntlitifíima cura re# cognitus:^na cum indícere^ Forn-Grikkinn Galeti varJyrstur til að setja fram kenningar urn að sjúkdómar bœrust um t eiturgufum eða míösmum. 110 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.