Sagnir - 01.06.1997, Side 119

Sagnir - 01.06.1997, Side 119
Hvað er gott við þetta? Það er áherslan sem kemur fram í orðalaginu.Venjulega er ætlast til gætni af fræðimönnum í orðavali, það er hluti af svonefndum fræðimannsstíl, menn reka hvern var- naglann eftir annan og gleyma þvi að stundum eru þeir alveg vissir í sinni sök og geta fullyrt um hluti. Þeir skrifa eftir sem áður í sama gætna stílnum sem er lit- laus og bragðdaufur. Jóni er þetta vel ljóst og þess vegna kveður hann að, af því að það er óhætt. Stíllinn verður líflegri og bragðmeiri. Aherslan kemur fram í orð- myndunum „skýrt“, „launkofa“, „ákafa", „sauðsvörtum", „kapps". Annað dæmi frá Jóni: „Um skoðun og menningu almenn- ings í upphafi 19. aldar verður að leita á náðir annarra heimilda, með gnótt af grandvarri heimildarýni“(8). Auðvitað erum við sagnfræðingar almennt grand- varir en við erum líka um leið ósköp al- varlegir og hátíðlegir og flestum er líklega tamt að orða þessa frumskyldu sagnfræð- inga öðru vísi, þunglamalega, alvarlega. Hér skoðar Jón aðferðir sagnfræðinnar með augum þeirra sem standa utan grein- arinnar en hafa áhuga á sagnfræði og finnst sagnfræð- ingar oft þurrir og alvarlegir í skrifum sínum. Þetta er kannski einkum hópurinn sein sagnfræðinemar vilja ná til og það er heillavænlegt að setja sig í spor hans. Byrjendum í sagnfræði hættir til að vera sífellt að benda á hversu gætnir þeir séu og slá alltof marga varnagla. Stundum er helst að skilja að þeir viti nánast ekkert um efnið og vaknar þá auðvitað sú spurning til hvers þeir séu að skrifa. 1 þessum árgangi fann ég, sem betur fer, hvergi dænii um þetta uppgerðarlítillæti sem er einn versti ljóðurinn á vondum fræðimannsstíl. Ekki skal ég fullyrða að Jón Jónsson sé betri höfundur en aðrir sem skrifa i ritið en því miður hafa margir af þeini sem eiga efni i þessu hefti ekki enn uppgötvað hvernig má setja líf í fræðilegan texta. Þetta veit Jón og gæti sennilega auðveld- lega gert enn betur. Eg fullyrði að þetta geta allir lært. Ritstjórar þyrftu að hafa vakandi auga á öllu slíku. Að fanga athygli Nú sér fólk ekki fyrirfram hvort texti er læsilegur; hvernig á að fa það til að byrja lesturinn? Atriði sem þykja vel til þess fallin að vekja áhuga eru góðar fyrirsagnir, bæði aðalfýrirsögn, eða heiti greinar, og millifyrirsagnir. Menn leggja töluvert upp úr þessu í umræddu hefti, hafa aðalfýrir- sögn og undirfýrirsögn, þar sem aðalfýrir- sögn er ætlað að vera gripandi og undir- fyrirsögn lýsandi. Grein Jóns heitir t.d., eins og fram er komið, „Draugur í skjala- safni biskups. Upplýsing og þjóðtrú i upphafi 19. aldar“ og er allvel heppnað heiti. Menn hafa hins vegar ekki lagt mikið í millifyrirsagnir i umræddu hefti, þær eru fýrst og fremst lýsandi, lýsa efifi. Sú aðferð er þó alþekkt að taka upp t.d. ummæli kunnra manna sem segja mikið um við- fangsefnið, eða kímileg ummæli eða skrýtið orðalag, eitthvað slíkt, í millifýrir- sagnir en þetta er vanrækt hér.Jón hefur þó aðeins brugðið fýrir sig að vekja for- vitni með framandlegu orðalagi þar sem stendur „Garpsdals Satans historian" í millifýrirsögn. I heftinu frá 1984 urðu millifyrir- sagnir oft stuðl- aðar eða ljóð- rænar sem sýndi nfiklu meiri við- leitni til að vanda þær og hafa þær vekj- andi eða aðlað- andi. Þetta er atriði sem rit- stjórar ættu að athuga betur. Bjarni Guð- marsson fann að þessari vanrækslu í um- sögn um 13. árgang Sagna. Inngangsorð eru afmörkuð sérstaklega, þau eiga að kynna efnið og þurfa að vekja áhuga í leiðinni. Nú bregður svo við að inngangsorð í heftinu eru almennt ekki vel heppnuð, ekki hnitmiðuð, ekki fagur- lega eða hressilega orðuð. Þau ætti þó að vanda öðru fremur og hér kemur til kasta ritnefndar. Einhvern tíma þótti þakkar- vert að menn skyldu gangast undir þann vanda að semja inngangsorð; núna þykir okkur þetta sjálfsagt sem minnir á að Sagnir eru metnaðarfullt blað. Annað atriði sem er notað til að fanga athygli og vekja áhuga eru svonefndir áhuganakar sem eru nýjung í Sögnum 17 og mér líst vel á. Þeir eru t.d. fastir liðir í Morgunblaðinu. Þar er tekinn upp kjarni þess sem menn eru að segja, beint út úr greinunt, eins og allir þekkja. Það ætti ekki að hafa sama sjónarmið í Sögnum, þær eru ekki samdar fýrir menn sem eru að flýta sér eins og dagblaðslesendur og þurfa að komast að kjarna málsins i hvelli. Heldur ætti að taka út eitthvað sem er forvitnilegt, t.d. spurningar höfundar, eða þá athyglisverð ummæli eða eitthvað framandlegt eða kímilegt til að vekja áhuga. I þessu er fólgin heilmikil vinna sem ég vænti að borgi sig, treysti samband kaupenda og aðstandenda ritsins. Þá eru það upphafsorðin. Sama sjónar- nfið ætti að gilda þar eins og í áhugavök- um, þau ættu að vekja forvitni eða áhuga. Þessu er öfugt farið í dagblöðum þar sem reynt er að segja sem rnest í inngangsorð- um og er þá miðað við að menn séu að flýta sér, þeir eru ekki dregnir á neinu og ekki beðið með svör. En menn eiga ekki að gleypa Sagnagreinar í sig eins og lýsi heldur njóta eins og koníaks. Því miður er það svo að upphafsorð eru nánast alveg vanrækt í þessu hefti í þeim skilningi að menn hafa ekki kostað kapps um að hafa þau grípandi eða vekj- andi. Hrefna Róbertsdóttir fann að þessu í umsögn sinni um 14. árgang. Margir af bestu höfundum Islendinga hafa einmitt lagt mikla áherslu á upphafsorð; það er varla tilviljun hversu margir þekkja upp- hafsorð í bókum Halldórs Laxness. Það eru til alls kyns ráð reyndra manna til að gera þetta vel enda fullvissa margra góðra höfunda að eftirleikurinn sé auðveldari, takist þeim að vekja áhuga með upphafs- orðum. Hinir reyndu höfundar sem eiga efni í Sögnunt 17, þau Eggert Þór Bern- harðsson ogVilborg Isleifsdóttir, skera sig nokkuð úr, byrja hressilega með því að vísa til stóratburða. Þarna er ég þá aðeins að tala um upphafsmálsgrein sem þyrfti að vera áhrifamikil að efni og orðfæri. Sigrún Sigurðardóttir er undantekning í Sögnunt 17 og gengur lengra í upphafi greinar sinnar af því að hún sviðsetur: „Arið er 1856. Olafur Hannesson John- sen stendur á hafnarbakkanum í Kaup- mannahöfn, reiðubúinn til þess að takast á við ...“ Þetta eru ær og kýr góðra höf- unda og lýsir innlifun i efnið sem er sagn- fræðingum svo nauðsynleg og þeir ættu sem oftast að leyfa öðrum að njóta með sér. Höfundar Sagna ættu að láta miklu oftar eftir sér að sviðsetja og ekki síður myndgera og ritstjórar að hvetja til þess en þó því aðeins að heimildir leyfi slikt. Mér finnst allt sem skal vera grípandi „Galdurinn er að fá fólk til að byrja að lesa og halda því síð- an við efnið, annars er útgáfa Sagna ekki vænleg. Aðstand- endur vilja ekki að menn segi við sjálfa sig, „Sagnir komnar enn og ég las ekki heftið í fyrra, best að segja þeim upp."" SAGNIR 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.