Sagnir - 01.06.2004, Síða 12

Sagnir - 01.06.2004, Síða 12
HINN GOFUGI UPPRUNI fSLENDINGA flutzt hingað talsvert af dinariskum kynstofni og Miðjarðarhaf- skynstofni og ef til vill eitthvað af Dalakyni.11’ Hann virtist því ekki styðja kenningar um einsleitan uppruna ís- lendinga heldur byggði á þeim gögnurn sem hann fann þrátt fyrir að aðhyllast hugmyndafræði nasismans. Eiður sem var menntaður í Þýskalandi á uppgangstímum nasista var hallur undir þeirra hug- myndafræði og hélt henni mjög á lofti í nokkrum fjölda greina sem hann skrifaði í íslensk blöð og tímarit. Ekki verður hjá því komist að minnast örlítið á dr. Barða Guð- mundsson en kenningar hans um uppruna íslendinga hafa orðið mörgum umhugsunarefni. Hann virtist þó ekki gera sér háleitar hugmyndir um göfugan uppruna íslendinga því í grein hans í And- vara árið 1939 var augljóst að hann taldi þá vera af blönduðum uppruna.17 Hann notaði aðallega Landnámu sem heimild og sagði að þar væru nefnd til sögunnar ýmis þjóðerni svo sem danskt, flæmskt og sænskt þjóðerni auk hins norska og keltneska. Meginá- hersla Barða í kenningum sínum um uppruna íslendinga var fyrst og fremst á menningarlegan uppruna fremur en erfðafræðilegan. Þar sem vitnað hefur verið til greinarskrifa ýmissa andans manna á fyrri hluta 20. aldar ber einnig að minnast á Vilmund Jónsson landlækni. Hann skrifaði árið 1937 í formála að lögum sem áttu að heimila ófrjósemisaðgerðir á fólki sem óæskilegt væri að yki kyn sitt „að frá sjónarmiði „kynhreinna" tildurhunda værum við allir undantekningarlaust ófétislegustu lubbarakkar og stubbhundar - hið göfuga norræna kyn ekki undanskilið.“18 Lagafrumvarp þetta, sem reyndar var samið af Vilmundi, var samþykkt á Alþingi og gekk í gildi í janúar 1938 og voru lögin í gildi þar til í maí 1975.19 Af tilvitnuninni hér að ofan má þó sjá að hann hefur greinilega verið þeirrar skoðunar að slík lög bæri að nota varlega. ÞJÓÐERNIÐ Sjálfstæðisbarátta Islendinga og í raun og veru sjálfstæðisbarátta hverrar smáþjóðar sem er hlýtur óhjákvæmilega að verða mjög lit- uð af hugmyndum þjóðernishyggjunnar. Eitt af einkennum þjóð- ernishyggju er það að leggja áherslu á þau atriði sem sameina hópa eða samfélög manna. Þeir þættir eru einkum sérstaða hópsins (þjóðarinnar), sameiginlegur uppruni, tungumál, trúarbrögð, siðir og venjur, sameiginlegar sögulegar minningar, sameiginleg rnark- mið en einnig ákveðin óvirðing eða jafnvel fjandskapur gagnvart erlendum þjóðum og áhrifum þeirra.20 \ Þjóðerni í mótun. íslensk ungmenni hylla fánann. Þannig er hugmyndin um göfugan uppruna óumdeilanlega eitt af einkennum þjóðernishyggjunnar. A Islandi virðist hún þó birtast þannig að mest áhersla var lögð á hreinleika tungumálsins og yfir- burði þess sökum fornsagnanna.21 Hugmyndin um hinn göfuga uppruna virðist þó einnig spila stórt hlutverk og verður þá sérstak- 1 0 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04HINN GÖFUGI lega áberandi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Það er annað ein- kenni þjóðernishyggju að með þess háttar hugmyndafræði er búið til „kerfi tákna og trúarsetninga sem í sameiningu gefa manninum þá tilfinningu að hann sé hluti af einu pólitísku samfélagi.“22 Einn hluti trúarsetninganna var einmitt hugmyndin urn hinn göfuga uppruna. Hér áttu sagnfræðingar nokkra sök því hlutverk þeirra hefur m.a. verið, í gegnum tíðina, að gylla fortíðina í pólitískum til- gangi og á það sérstaklega við um þjóðir sem ekki eiga sér miklar ritaðar heimildir um fortíðina. Hugmyndin um hinn göfuga upp- runa varð einn þáttur hinnar glæstu fortíðar sem menn vildu horfa Sjálfstæðisbarátta íslendinga virðist þó eldki hafa verið neitt einsdæmi að þessu leyti. Þannig má t.d. benda á að í sjálfstæðisbaráttu Grikkja á 19. öld var óspart vísaö til hetja fortíðarinnar.25 Hinar fornu hetjur grískra goðsagna með hetjudáðum sínum og frægðar- verkum voru þar gerðar að sjálfsögð- um forfeðrum grískra aðalsmanna. til. Þannig urðu skilin á milli fræðimennsku og þjóðsagna fljótandi og menn ekki allt of kröfuharðir um áreiðanleika heimilda.23 Hetj- ur fortíðarinnar, skáldaður eða raunverulegar, birtust mönnum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og sjálfsagðir kandídatar sem hinir æskilegu forfeður þjóðarinnar: „Sú hugmyndastefna, sem setti mestan svip á sagnaritunina er þjóðernishyggja, blönduð róman- tískum viðhorfum með þeim hætti, að ekki verður auðveldlega greint á milli.“24 Sjálfstæðisbarátta íslendinga virðist þó ekki hafa verið neitt eins- dæmi að þessu leyti. Þannig má t.d. benda á að í sjálfstæðisbaráttu Grikkja á 19. öld var óspart vísað til hetja fortíðarinnar.25 Hinar fornu hetjur grískra goðsagna með hetjudáðum sínum og frægðar- verkum voru þar gerðar að sjálfsögðum forfeðrum grískra aðals- manna. Það sama má sjá í sjálfstæðisbaráttu Tékka en eins og sagn- fræðingurinn Sigríður Matthíasdóttir hefur bent á voru margir sameiginlegir þættir í sjálfstæðisbaráttu Tékka og íslendinga.26 Þar gekk ljósurn logum hugmyndin um göfugan uppruna eða öllu held- ur sameiginlegan uppruna og á einhvern hátt „betri“ en nágranna- þjóðanna. Þjóðin var óbreytanleg heild sem byggði á fornri frægð og göfugum uppruna sem átti, sökum þess, skilyrðislausan rétt á sjálfstæði. í hugum margra íslendinga á 19. og 20. öld voru lands- menn nokkurs konar aðall sem átti mun betra skilið en að hírast í torfkofum undir oki Dana. Það er auk þess eitt af einkennum þjóð- ernishyggjunnar að sýna aðrar þjóðir í neikvæðu ljósi.27 Hér á landi var það hin danska herraþjóð sem var sýnd í neikvæðu ljósi og þá sérstaklega danskir einokunarkaupmenn og embættismenn og þeirri „staðreynd" haldið að skólabörnum áratugum saman. Hugmyndin um hinn göfuga uppruna íslendinga verður því að skoðast sem mýta sem var búin til beinlínis í þeim pólitíska tilgangi að efla þjóðerniskennd og stuðla að því að þjappa þjóðinni saman. Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Margir hafa á síðari árum bent á að íslenska þjóðin var aldrei og hefur aldrei ver- ið ein samstæð heild þar sem ríkti jafnrétti og bræðralag.28 Hér ríkti stéttaskipting ekki síður en annars staðar í Evrópu. Hinsvegar gat hver sem var rakið ættir sínar til höfðingja og ekki síður konunga. ÆTTGÖFGIN Islendingar mátu mikils að vita deili á ætt sinni og kunnu að meta hve mikilsvert er að vera af góðu fólki kominn ... Ættartölur voru í þeirra augum annað og meira en nöfn og ártöl. Þeim fylgdi frá- UPPRUNI ÍSL ENDINGA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.