Sagnir - 01.06.2004, Síða 16

Sagnir - 01.06.2004, Síða 16
Formálí að VIÐTÖLUM Á síöastliönu hausti fór fram málstofa um stööu yfirlitsrita í íslenskri sagnfrœði á Hugvísindaþingi í Háskóla ís- lands. Aödraganda þessarar málstofu má rekja til greinar Sigurðar Gylfa Magnússonar f hausthefti Sögu 2003 þar sem hann deildi harkalega á form og stöðu yfirlitsrita. Á málþinginu komu fram skiptar skoðanir um ágœti yfirlitsrita og þeirrar þekkingar sem þau miðla. Ritstjórum Sagna fannst þessi umrœða vera mjög merkileg og þarft að rœða hlutverk yfirlitsrita betur, sérstaklega í samhengi við sögukennslu. Til þess að gera það fengum við tvo sagnfrœöinga, þá Gunnar Þór Bjarnason og Láru Magnúsardóttur til þess að tjá sig um yfirlitsrit, sögu- kennslu o.fl. Lára var meðal annars einn framsögumanna á umrœddri málstofu. GUNNAR ÞÓR BJARNASON Fæddur áríð 1957 og lauk stúdentsprófi frá M.R. Hann út- skrifaðist úr Háskóla íslands með B.A.-gráðu í sagnfræði og þýsku. Hann er nú sögu- og þýskukennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. I samræmi við nýja kennsluskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla sem gekk í gíldi árið 2000 var Gunnarí ásamt öðrum falið að semja yfírlitsrit sem nota átti til sögukennslu. Hvaö fékk þig til aö semja nýtt rit? Ég hef lengi kennt 20. öldina og mig langaði að taka saman efni tengt því. Hugmyndin er reyndar komin frá forlaginu að gefa út tvær bækur tengdar nýrri námskrá,. Allar kennslu- og yfirlitsbækur eru náttúrulega kolómögulegar en ég vil ekki meta þessa bók þar sem maður er blindur í eigin sök. Þetta er nokkuð hefðbundin uppsetning en það sem er nýtt er að bæði íslandssagan og mannkynssagan eru saman í einu riti. Þetta er gróft yfirlit en nýtt að því leytinu til að íslandssögunni er fléttað saman við veraldarsöguna og var það bæði krefjandi og skemmtilegt verk að takast á við. Hvernig er sögukennslu háttaö í FB? Samkvæmt nýju námskránni sem gekk í gildi árið 2000 er áfanginn saga 103, sem er mannkyns- og Is- landssaga frá upphafi til 1800, skylda fyrir alla nem- endur á bóknámsbraut. Síðan er saga 203, sem er íslands- og mannkynssaga frá 1800 til vorra daga. Flestir nemendur taka þessa tvo áfanga. Einnig er kenndur á mörgum brautum áfangi 303 sem er menningarsaga. í boði eru einnig valáfangar, svo sem saga 313 sem er nútímasaga auk annarra val- námskeiða. Ég mun til dæmis kenna kvikmyndir og sögu á vorönn 2004. Það eru tiltölulega fáir grunná- fangar í boði en fyrir þá sem velja sögu sem kjör- svið sitt eru ýmsir valáfangar í boði hverju sinni. Þar sem enn er ekki komin reynsla af nýju námskránni er erfitt að meta hvort aðsókn og áhugi á sögunámi hafi aukist. Bókin íslands og mann- kynssaga NB II er til dæmis kennd í fyrsta skiptið í sögu 203 námsárið 2001. Eru mismunandi kennsluaöferöir viö skyldunám- skeiö og valnámskeiö? Já tvímælalaust. í valnámskeiðunum er maður ekki eins upptekin við það að komast yfir ákveðið efni. I sögu 313 lét ég kennsluefnið ráðast af því Gunnar Þór Bjarnason hvað var efst á baugi þá. Ég kenndi áfangan vorið 2003 og þá eyddum við heil- miklum tíma við frak, fórum í sögu araba og íslam. Þá losnaði maður við það stress sem fylgir kennslu yfirlitsrita. Það hvílir mikil pressa á manni að reyna að komast yfir allt efnið og sleppa sem minnstu í skyldunámskeiðunum. Kennslan við valáfanga fer þá minna fram með fyrirlestrum og meira með verkefnum og myndefni. 14 5AGNIR 2.4 ÁRGANGUR '04 V I Ð T A L GUNNAR ÞOR BJARN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.