Sagnir - 01.06.2004, Page 20
Aðildin að Fríverslunarsamtökum Evrópu:
w
m HVAÐ var
?
Á árunum fyrir heimsstyrjöldina 1914 - 1918 jókst verslun milli landa svo mikið að samkeppn-
in um ódýrustu framleiðsluna var farin að ógna heimamarkaði ýmissa landa. Á stríðsárunum
brugðu stjórnvöld víða um heim á það ráð að reyna að takmarka innflutning sem ógnaði sam-
keppnisstöðu heimaframleiðslunnar, einna helst með því að beita tollum og innflutningskvótum.
Pessi verndarstefna í innflutningsmálum var tekin upp á íslandi þegar heimskrepp-
an mikla skall á upp úr 1930. íslenska hagkerfið var mjög sérstakt að því leyti að
nær öll afkoma landsins byggðist á sjávarútvegi og meira en 90% alls útflutnings
voru sjávarafurðir. Þessar einhæfu útflutningsvörur skiluðu miklu í þjóðarbúið og því var
mikilvægt að verð á sjávarafurðum væri hátt og aðgengi að fiskimörkuðum úti í heimi
væri frjálst. Með aukinni tækni unnu sífellt færri við fiskvinnslu en áður og til þess að næg
vinna væri í landinu þurftu íslensk stjórnvöld að bregðast við þessari þróun.
Ólíkt flestum vestrænum þjóðum, sem hurfu smám saman frá tolla- og haftastefnunni
eftir seinni heimsstyrjöldina, þá héldu íslensk stjórnvöld í þessa stefnu allt fram á 7. ára-
tuginn en þá voru fyrstu skrefin tekin í átt að opnun hagkerfisins. Aðild íslendinga að
Fríverslunarsamtökum Evrópu var mikilvægur þáttur í þessari stefnubreytingu og leituðu
þeir stuðnings Norðurlandaþjóðanna, sem allar voru aðilar að EFTA, við inngönguna.
Aðildin gekk ekki átakalaust fyrir sig og afstaða stjórnmálaflokkanna og fulltrúa atvinnu-
lífsins til málsins var ólík.
ÍSLAND OG VIÐSKIPTABANDALÖGIN
Eftir seinni heimsstyrjöldina varð mönnum ljóst að koma þyrfti á sterku alþjóðasam-
starfi til að tryggja öryggi í Evrópu og jafnvægi í alþjóðaviðskiptum. Þá væri unnt að
koma á frjálsari viðskiptaháttum en ríkt höfðu síðan í kreppunni miklu á fjórða áratugn-
um. Reynslan hafði kennt mönnum að varast bæri viðskiptahömlur í verndarskyni2 og
árið 1957 komu sex Vestur-Evrópuríki: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Italía, Belgía, Hol-
land og Lúxemborg sér saman um stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, EBE. Með því
bandalagi voru tollar í viðskiptum milli aðildarríkjanna afnumdir á nokkrum árum en
innflutningur frá öðrum ríkjum var háður sameiginlegum ytri tollum sambandsins.3
Stofnun Efnahagsbandalagsins skapaði ákveðin vandamál fyrir önnur ríki í Vestur-Evr-
ópu og óttuðust þau neikvæð áhrif á viðskipti sín við bandalagsríkin sex. Því stofuðu önn-
ur sjö Vestur-Evrópuríki: Bretland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Noregur og
Svíþjóð með sér Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, árið 1960.J Islendingum var ekki
boðin þátttaka í stofnun EFTA og stóðu þeir því algerlega utan við þessar tvær blokkir.
íslenska ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á því að ganga í EFTA fyrst um sinn því EFTA
var einkum ætlað að vera fríverslunarsvæði með iðnvörur og tók ekki nema að takmörk-
uðu leyti til sjávar- og landbúnaðarafurða sem voru helstu útflutningsvörur íslendinga.5
íslendingar áttu þó mikil viðskipti við aðildarríki EFTA og um miðjan 7. áratuginn nam
útflutningur íslands til aðildarríkja EFTA-samningsins um 40%.6
Árið 1967 voru miklir erfiðleikar í íslenskum sjávarútvegi og að hausti þess árs var farið
að ræða af fullri alvöru um hvort það gæti verið Islendingum hagkvæmt að ganga í
EFTA. Verðmæti útflutnings höfðu lækkað um nær milljarð króna á fyrstu níu mánuðum
ársins. Þessir erfiðleikar áttu sér ekki eina meginorsök heldur voru það samverkandi
áhrif margra og að því er virðist óskyldra þátta. Þar má nefna verðfall á lýsi og mjöli,
verðfall á freðfiski, aflabrest á vetrarvertíð, lokun skreiðarmarkaðs í Nígeríu og breyttar
sfldargöngur.7
18 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 A Ð I L D
N A Ð FRÍVERSLUNARSAMT