Sagnir - 01.06.2004, Síða 24

Sagnir - 01.06.2004, Síða 24
UM HVAÐ VAR DEILT? lega vörn í þeim fólgna gegn atvinnurekstri útlendinga í landinu. Það mál þyrfti að kanna betur og hvaða undanþágur það væru í þessum efnum sem Islendingar þyrftu að tryggja sér. Samt sem áður taldi hann það vera skaðlegt ef íslendingar einangruðust við- skiptalega og því yrði að að finna aðra leið til tengsla við EFTA.40 Lúðvík Jósepsson sagði að alþýðubandalagsmenn teldu umsókn að EFTA ekki tímabæra. Hvorki hefði náðst samstaða í EFTA- nefndinni um ákvæði 16. greinar samningsins né um ýmis önnur ákvæði hans enda taldi hann að EFTA-nefndin hefði enn ekki lok- ið störfum. Ekki væri um að villast að 16. greinin fæli það í sér að borgarar EFTA-landanna fengju í hverju aðildarríki samskonar rétt og heimaaðilar, m.a. til þess að koma upp og reka heildsölu. Það þyrfti að marka þá stefnu að íslensk stjórnvöld hefðu fullan ákvörðunarrétt um það hvort borgarar annarra EFTA-ríkja fengju réttindi til atvinnurekstrar eða annarrar starfsemi til jafns við Is- lendinga áður en aðildarumsókn væri lögð fram.41 FULLVELDI ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR í HÆTTU? Eysteinn Jónsson lagði mikla áherslu á frelsi og sjálfstæði þjóðar- innar í grein sinni um ísland og markaðsbandalögin. Hann minnti á það að síðan íslendingar fengu aftur sjálfstæði sitt hefði þjóðin rifið sig upp menningarlega og efnahagslega og að „allar þýðingarmestu framfarir og öll uppbygging, sem heillavænlegust hefur orðið fyrir okkar þjóðarbú, hafa verið í höndum og á vegum Islendinga sjálfra."42 Því væri hann fullviss um að „missi íslendingar tökin á verzluninni og atvinnurekstrinum í sínu eigin landi að verulegu leyti, þá haldi þeir ekki sjálfstæði sínu til lengdar...“43 Jafnrétti út- lendinga við íslendinga í atvinnumálum og atvinnurekstri gæti auð- veldlega leitt til þess að Islendingar misstu gjörsamlega tökin á at- vinnu-, viðskipta- og félagsmálalífi sínu. Þjóðin væri svo smá og innan EFTA væru fyrirtæki sem hvert um sig hefði meiri veltu en sem næmi allri þjóðarframleiðslunni á íslandi. Þess vegna gæti hún aldrei staðið jafnfætis stórþjóðunum í atvinnumálum.44 Ekki er að sjá að fulltrúar hagsmunasamtaka í landinu hafi óttast afleiðingarnar af hugsanlegri aðild íslands að EFTA eins mikið og Eysteinn. Sumarið 1968 átti EFTA-nefndin viðræður við fulltrúa atvinnulífsins í landinu. Þar voru lagðir fyrir og ræddir sérstaklega þeir kaflar úr skýrslu EFTA-nefndarinnar sem áttu við einstakar atvinnugreinar. Yfirleitt voru viðbrögð þeirra jákvæð og áhugi ríkti um að sótt yrði um aðild að EFTA.45 Fram kemur í fundargerð nefndarinnar að fulltrúar hagsmunasamtaka í sjávarútvegi óttuðust að aðild að EFTA gæti skaðað viðskipti við Austur-Evrópuþjóðirn- ar en annars voru þeir almennt hlynntir því að sótt yrði um aðild að EFTA.46 Fulltrúar iðnaðarins voru ekki á móti því að aðildarbeiðni af íslands hálfu yrði lögð fram47 og í sama streng tóku fulltrúar landbúnaðarins sem höfðu engar athugasemdir fram að færa við að athugað yrði hvaða kjör íslandi byðist í EFTA.4® Fulltrúar verslun- armannasamtaka í landinu voru einna neikvæðastir í umræðunni um fyrirhugaða aðildarumsókn. Þeir óttuðust að ákvæði EFTA kynnu að auðvelda erlendum aðilum að gerast stórtækir í vöru- dreifingu á íslandi vegna þess hve fjármagnssterkir þeir væru.49 Á aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands sem haldinn var í maí 1968 var töluvert mikið fjallað um EFTA-málin. Þar sagði Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands- ins, að hann teldi nauðsynlegt að hefja athuganir á því hvernig fs- land gæti tengst EFTA. Sú óvissa sem ríkti um þetta mál gerði fyr- irtækjum „mjög erfitt um undirbúning að því, að þau verði fær um að taka þátt í þessu samstarfi."50 EFTA-málið fékk mikla umfjöllun á þessum fundi og töldu menn það hafa verið óheppilegt að engir atvinnurekendur hefðu átt sæti í EFTA-nefndinni heldur eingöngu stjórnmálamenn. Á fundinum var kosin nefnd til þess að fjalla um afstöðuna til EFTA og þegar hún hafði lokið störfum sínum lýsti Vinnuveitendasamband íslands stuðningi sínum við áform um að kannaðir yrðu möguleikarnir á aðild íslands að EFTA „á þeim for- sendum sem íslenzkir atvinnuvegir megi við una.“sl 22 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 A Ð I L D I N A Ð Fulltrúar EFTA-nefndarinnar ræddu við stjórnarmenn Alþýðu- sambands íslands um hugsanlega aðildarumsókn íslands að EFTA. Á þeim fundi beindist allt tal ráðherra og fulltrúa hans að því að ís- land myndi hafa verulegt gagn af því að tengjast EFTA á einn eða annan hátt. Málið var ekki rætt í einstökum atriðum en EFTA-nefnd- in lofaði að senda Alþýðusambandinu gögn varðandi hugsanlega aðildarumsókn.52 FREÐFISKTOLLURINN OG AÐGANGUR AÐ MÖRKUÐUM f skýrslu EFTA-nefndarinnar um Fríverslunarsamtök Evrópu kemur fram að ókleift hafi verið að áætla hve mikið tjón íslenskur sjávarútvegur hefði beðið vegna tilkomu EFTA. Ennfremur væri ekki hægt að meta í tölum hver væntanlegur hagnaður íslands yrði ef tollar á íslenskum afurðum yrðu afnumdir eins og EFTA-samn- ingurinn gerði ráð fyrir.5’ Allar sjávarafurðir nema ísfiskur, heilfrystur fiskur, saltfiskur, skreið og skelfiskur (þó ekki frystar rækjur), féllu undir fríverslun- arákvæði EFTA. Bretar höfðu þó sett viðbótarákvæði fyrir skilyrð- inu um afnám tolls á frystum flökum. í því fólst að samanlagður út- flutningur á freðfiski til Bretlands frá Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku færi ekki yfir 24 þúsund tonn árlega fyrir árið 1970 og að aukning útflutnings yrði jöfn.54 Á árunum upp úr 1960 jókst freðfisksala íslendinga til Bretlands mjög mikið. Árið 1965 var salan um 8500 tonn en tveimur árum síðar var hún aðeins um 1000 tonn. Þetta markaðshrun mátti fyrst og fremst rekja til óhagstæðs verðlags sökum offramboðs á freð- fiski. Bretar höfðu sjálfir aukið framleiðslu sína auk þess sem Norðmenn og Danir höfðu aukið freðfisksölu sína mjög mikið til Bretlands enda nutu þeir tollafríðinda þar. Islendingar þurftu hins vegar að greiða 10% toll af freðfiski til Bretlands sem vissulega veikti markaðsstöðu þeirra.55 Daginn áður en tillagan um aðild íslands að EFTA var rædd á Al- þingi gaf breska ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að hún hefði ákveð- ið að leggja 10% toll á innflutning frystra fiskflaka frá EFTA-lönd- unum.56 Þessi aðgerð Breta gaf stjórnarandstöðunni enn vissu um að ekki væri tímabært fyrir ísland að sækja um aðild að EFTA að svo stöddu. Hún taldi tollinn brjóta í bága við anda EFTA-samkomu- lagsins og væri sönnun fyrir því hve veikt sambandið í raun væri.57 Freðfisktollurinn var auk þess andstæður hagsmunum íslendinga og því var réttast að fresta aðildarumsókn þar til nánari athugun á málinu hefði farið fram. Gylfi Þ, Gíslason taldi að lítið væri hægt að segja um þá ákvörðun Breta að leggja 10% toll á innfluttan freðfisk. Enginn vissi í raun og vem um hvers konar ráð- stöfun var að ræða, hvort þetta var bráðabirgðaráðstöfun eða ekki. Þetta mál kom sér vissulega illa fyrir ríkisstjórnina. Viðskipta- ráðuneytið taldi að hinn nýi freðfisktollur þyrfti ekki að hafa áhrif á hugsanlega aðild íslands að EFTA. Það hefði alltaf verið ljóst að semja þyrfti sérstaklega fyrir Island um fyrirkomulag á freðfiskinn- flutningi til Bretlands og þess var vænst að slíkir sérsamningar myndu mæta skilningi hjá EFTA-ríkjunum. Gylfi Þ. Gíslason taldi að lítið væri hægt að segja um þá ákvörðun Breta að leggja 10% toll á innfluttan freðfisk. Enginn vissi í raun og veru um hvers konar ráðstöfun var að ræða, hvort þetta var bráða- birgðaráðstöfun eða ekki. Hins vegar taldi Gylfi að líta mætti á þessa ákvörðun Breta sem viðbótarrök fyrir því að hraða aðildar- könnun. Þá fyrst væri hægt að fá úr því skorið hvort um skyndiá- FRÍVERSLUNARSAMTÖ;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.