Sagnir - 01.06.2004, Síða 28

Sagnir - 01.06.2004, Síða 28
Inga Lára Lárusdóttir og tímarit hennar 19. júní Hver var iun? Sagnfrœði hefur hingað til snúist um afrek og líf karla fremur en kvenna þó að sfðustu áratugi hafi hlutur kvenna í sögunni aukist. Konur hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hjá sagnarit- urum fyrir merk störf og afrek. Nöfn þeirra hafa verið líff áberandi í sögubókum og eru enn. Kvennasagan svokallaða snýst því mikið um að finna hinar „týndu" konur og veita þeim pláss innan almennrar sagnfrœði. Inga Lára Lárusdóttir er ein af þeim. Við upphaf 20. aldar virðast kvenréttindakonur hafa haft mikla trú á að þær gætu brotið upp hefðbundið hlutverk sitt. Hugmyndir um hlutverk kvenna voru í endurskoðun, upp kom ný og róttækari sýn á konur og áhugi vaknaði meðal kvenna á stöðu þeirra í samfélaginu. Þær náðu að mynda með sér samstöðu og unnu mikla sigra á stjórnmálasviðinu. Árangur náðist þó ekki sársaukalaust því þó að réttinum til kosninga og kjörgengis væri náð áttu konur enn eftir að finna sér stað í hinu karllæga umhverfi. Norski sagnfræðingurinn Gro Hagemann velti fyrir sér þeirri togstreitu sem „kvenleikinn" olli konum, hvernig hann varð þeim hindrun í að fá fullt formlegt vald og lögræði en um leið tækifæri til að gera samfélagið manneskjulegra. Hvernig áttu þær að vera eins og samfélagið boðaði þeim og á sama tíma að mótmæla þeim boðum og bönnum? Þurftu konur að afsala sér kvenleikanum um leið og þær gengu inn á hið opinbera svið og hver var hinn eiginlegi staður konunnar í samfélag- inu?1 Inga Lára Lárusdóttir var ein þeirra kvenna sem trúði að konur gætu og ættu að brjóta upp hið hefðbundna hlutverk sitt. Nafn hennar er lítt þekkt innan íslenskrar sögu en hún var ein ötulasta kvenréttindakona íslendinga á fyrri hluta 20. aldar. Nafn hennar kemur víða við sögu á árunum 1910-1930. Hún var virk í ýmsum kvenfélags- skap, var kosin í bæjarstjórn árið 1918 og var upphafskona þess að konur héldu úti sér- lista til alþingiskosninganna 1922. Síðast en ekki síst hélt Inga Lára úti kvenréttinda- tímaritinu 19. júní ein og óstudd í tólf ár, frá árunum 1917-1929. Inga Lára hafði sterkar pólitískar skoðanir sem hún lét ófeimin í ljós í skrifum sínum og barðist af krafti fyrir réttindum kvenna og annarra sem minna máttu sín í samfélaginu. FJÖLSKYLDA, MENNTUN OG STÖRF Inga Lára Lárusdóttir fæddist 23. september árið 1880 í Selárdal, Dalahreppi í Vestur- Barðastrandasýslu og kom af vel menntuðu fólki. 2 Faðir Ingu Láru hét Lárus Bene- diktsson (1841-1920) prestur í Selárdal og móðir hennar, Ólafía Sigríður Ólafsdóttir (1849-1904), var dóttir Ólafs prófasts og alþingismanns á Melstað.3 Inga Lára átti þrjár systur og einn bróður og var elst þeirra systkina.4 Árið 1902 fluttist öll fjölskyldan bú- ferlum til Reykjavíkur og tók faðir Ingu Láru upp kennslu við Barnaskólann í Reykja- vík og síðar við Kvennaskólann í Reykjavík.' Lítið er vitað um Ingu Láru fyrir þann tíma en sama ár og hún kom til Reykjavíkur hóf hún nám við Kvennaskólann og sat þar veturinn 1902-1903.6 Á árunum 1904-1907 stundaði hún nám í Danmörku og Sví- þjóð m.a. í Berlitz School of Language í Kaupmannahöfn veturinn 1906-1907. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða nám hún stundaði á fyrstu tveimur námsárum sínum erlendis en er heim kom starfaði hún sem stundakennari við Barnaskóla Reykjavíkur og kenndi stúlkum handavinnu en drengjum smíðar.7 Inga Lára lét ekki staðar numið þar heldur hélt aftur utan til náms árið 1910 og var einn vetur í Svíþjóð að læra handiðnir. Hún kynnti sér einnig starf barnagarða, sem voru eins konar undanfari nútíma leikskóla, og skrifaði um þá grein í Kvennablaðið. Þegar heim kom hóf hún aftur störf hjá Barna- skólanum.8 HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR Fæddist árið 1979. Hún útskrifaðist með BA próf í sagnfræði og kynjafræði haustið 2003. 26 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 N G A L Á R A LÁRUSDOTTIR O G T í M A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.