Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 29

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 29
Árið 1916 sagði Inga Lára upp störfum hjá Barnaskólanum en kenndi líklega út veturinn 1917.9 Þá hafði hún verið meira og minna viðriðin Barnaskólann í tíu ár en þess má geta að hún sagði upp starfi sínu á svipuðum tíma og hún fór að huga að útgáfu tíma- ritsins 19. júní. Hún tók svo ekki upp kennslustörf aftur fyrr en fjórum árum síðar og þá við Kvennaskólann í Reykjavík. Ekki er vitað við hvað hún starfaði í millitíðinni en hún gæti hafa kennt nemendum í einkatímum á árunum 1917-1921 samfara útgáfu tíma- rits síns líkt og hún gerði með kennslustörfum sínum við Kvenna- skólann. Inga Lára hóf kennslustörf sem stundakennari við Kvennaskól- ann í Reykjavík árið 1921 og kenndi þar dönsku og annaðist bóka- safn skólans. f einkatímum kenndi hún svo handavinnu, ensku og dönsku.10 Árið 1920 dó Lárus faðir hennar og skiptist arfurinn jafnt milli systkinanna. Lárus var efnaður maður og arfleiddi börn sín að þó nokkrum eignum og lausafé." KRÖFTUGUR FÉLAGSSKAPUR KVENNA Inga Lára tók virkan þátt í ýmsum félagsskap í Reykjavík og átti þátt í að stofna að minnsta kosti þrjú félög. Fyrst má nefna Lestrar- félag kvenna en hún var ein af stofnendum þess árið 1911. Margar konur nýttu sér aðstöðu félagsins en formaður var Laufey Vil- hjálmsdóttir, samstarfskona og vinkona Ingu Láru.12 Þekktustu fé- lagskonurnar fyrir utan Ingu Láru og Laufeyju voru Theodóra Thoroddsen skáld og Ingibjörg H. Bjarnason skólastýra Kvenna- skólans. Lestrarfélagið átti ekki aðeins að reka bókasafn heldur einnig að standa fyrir fundum þar sem ræða átti ýmis málefni, eink- um þau sem bækurnar fjölluðu um. Félagskonurnar héldu uppi mánaðarriti og urðu greinar í ritinu oft kveikjan að fjörugum um- ræðum. Auk þess héldu þær úti barnalesstofu þar sem börn gátu komið og lokið heimanámi sínu í ró og næði eða lesið góðar bækur. Inga Lára Lárusdóttir Annað merkt framtak félagsins var málhreinsunarnefnd sem starf- aði frá 1920 í samvinnu við Verkfræðingafélag íslands og var til- gangur þess nýyrðagerð og verndun íslensks máls. Inga Lára sat í stjórn þess um tíma auk þess að sinna ýmsum öðrum störfum innan þess, sótti fundi vel og var mjög virk í allri starfsemi félagsins.13 Heimilisiðnaðarfélag íslands var annað félag sem Inga Lára átti þátt í að stofna og var stofnfundur þess haldinn árið 1913 í Reykja- vík.14 I mars 1912 hafði Inga Lára verið kosin í nefnd á vegum Lestrarfélags kvenna með það að markmiði að efla heimilisiðnað í landinu. Á fundi í apríl sama ár kom fram að nefndin sá sér ekki fært að beita sér fyrir heimilisiðnaði nema á þann hátt að vekja á honum athygli og eiga frumkvæði að því að stofna sérstakt félag og samþykkti fundurinn þá tillögu. Heimilisiðnaðarnefnd Lestrarfé- lags kvenna átti þannig frumkvæðið að stofnun Heimilisiðnaðarfé- lags Islands.15 Er þar komin skýring á að sömu konurnar áttu þátt í stofnun beggja félaganna. Tilgangur Heimilisiðnaðarfélagsins var m.a. að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á íslandi, vekja áhuga fólks á að framleiða nytsama hluti og stuðla að sem arðvænlegastri sölu á íslenskum heimilisiðnaði bæði hérlendis og erlendis. Stóð fé- lagið fyrir mörgum iðnsýningum og má lesa ýmislegt um starfsemi þess í 19. júní. Inga Lára var forseti félagsins frá 1916-1920 er Lauf- ey Vilhjálmsdóttir tók við.16 Inga Lára virðist hafa tekið þátt í ýmsum félagsskap frá unga aldri.17 Steinunn H. Bjarnason segir um Ingu Láru að hún hafi verið mjög virk í félagsmálum. Að telja „hér upp öll þau félög, sem hún samdi drög að lögum fyrir, eða vann fyrir á einn eður annan hátt ætla ég mér ekki, til þess brestur mig þekkingu. Hún var óvenju starfshæf og fús til þess að vinna að öllu því, er hún trúði að gagni mætti koma.“18 Þátttaka hennar f Bandalagi kvenna hafði þó lík- lega hvað afdrifaríkust áhrif á líf hennar en konurnar innan þess létu svo sannarlega til sín taka á stjórnmálasviðinu BANDALAG KVENNA - DRIFKRAFTUR Á STJÓRNMÁLASVIÐINU Árið 1917 var Bandalag kvenna formlega stofnað í Reykjavík en það hafði verið í undirbúningi frá 1916. Bandalagið samanstóð af ýmsum kvenfélögum í Reykjavík og átti að auðvelda alla samvinnu meðal þeirra og koma skipulagi á hana. Þau kvenfélög sem tóku þátt í stofnun Bandalags kvenna kusu konur í nefndir til að undir- búa starfsemina og sækja fundi. Inga Lára sat í nefnd Heimilisiðn- aðarfélagsins ásamt Steinunni H. Bjarnason og Ragnhildi Péturs- dóttur og var Steinunn kosinn formaður Bandalagsins. í 19. júní sagði Inga Lára um Bandalagið að það væri „stórt spor í átt til auk- innar samvinnu meðal kvenna í höfuðstað landsins."19 Sagnfræð- ingurinn Kristín Ástgeirsdóttir telur að með stofnun þess hafi ákveðinn hópur kvenna skapað nýjan vettvang fyrir nýjar konur. Á þessum árum höfðu margar forystukonur kvenfélaganna einokað forystusætin um áratugaskeið. Með tilkomu Bandalags kvenna fengu nýjar konur tækifæri til að láta til sín taka og öðlast í umræð- unni rödd sem ekki hafði heyrst áður.20 Allt frá upphafi töldu forystukonur Bandalagsins mikilvægt að hafa samband við félög og einstaklinga erlendis. Þær fylgdust vel með framvindu kvenréttinda annars staðar í heiminum og vildu leggja sitt af mörk- um til að liðsinna þeim sem við harðrétti bjuggu.21 Inga Lára hafði þegar haft nasasjón af starfsemi slíkra samtaka því árið 1911, er hún og Laufey Valdimarsdóttir voru samtímis staddar á Norður- löndum, fóru þær á kvennaþing IWSA í Stokkhólmi á vegum KRFI. Sóttu þær þingið að frumkvæði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur eftir að Alþingi hafði neitað konum um ferðastyrk frá fslandi.22 Veturinn 1918 sótti Steinunn H. Bjarnason fund The International Congress of Women (ICW). Samtökin ICW voru stofnuð 1888 og voru eins konar alþjóðlegt systrasamband. Þau höfðu ákveðin kven- réttindi á stefnuskrá sinni t.d. aukið heilbrigðiseftirlit, kosningarétt kvenna og ýmsa löggjöf er sérstaklega varðaði konur. Samtökin komu einnig mikið að friðarmálum í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Á næsta aðalfundi Bandalags kvenna árið 1919 lagði Steinunn til að Bandalagið gengi í ICW og var það samþykkt. Sú ákvörðun varð til þess að alþjóðlegar hugmyndir kvennabaráttunnar streymdu í N A R 19 JÚNI HVER VAR HÚN? sagnir 24 árgangur 04 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.