Sagnir - 01.06.2004, Side 30
HVER VER
HÚN
auknum mæli inn í landið. Steinunn og Inga Lára sóttu alþjóðaþing
ICW árið 1920 í Osló og sögðu frá þingstörfum í 19. júní. Árið 1925
fóru þær Inga Lára, Kristín B. Símonarson, Laufey Valdimarsdóttir
og Hólmfríður Árnadóttir alla leið til Washington á heimsþing
ICW. Voru þær styrktar með ágóða af handavinnusýningu Banda-
lagsins og styrk frá Alþingi. Inga Lára sagði ítarlega frá þessari
ferð í tímaritinu Iðunni. Var þetta heilmikið ferðalag sem hófst á
siglingu til Englands, þaðan til Kanada og endaði í Washington.
Alþjóðastarf ICW hafði töluverð áhrif á umræðu kvenna hér á
landi og sjást þess m.a. skýr merki í 19. júní.23
Fyrstu formannsskiptin innan Bandalags kvenna urðu svo árið
1925. Steinunn H. Bjarnason gaf ekki aftur kost á sér og var Inga
Lára kosin formaður með öllum greiddum atkvæðum. Fyrstu mál
sem Inga Lára lagði fram í formennsku sinni voru að skora á Al-
þingi að undirbúa og leggja fram frumvarp um ekknastyrki og að
fellt yrði úr lögum að konur gætu fremur en karlar skorast undan
kosningu í nefndir eða stjórnir. Ári seinna á aðalfundi Bandalags
kvenna var mikið rætt um aðild kvenna að hátíðarhöldunum 1930,
í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis, og hvernig mætti efla
bandalagið. Vakti Inga Lára máls á því hvort ekki ætti að beita sér
fyrir því að saga kvenna frá landnámsöld til 1930 yrði rituð. Þessi
tillaga var samþykkt að því tilskyldu að fé fengist en hefur líklega
hlotið daufar undirtektir þar sem ekki var minnst á málið síðan.24
Næsti aðalfundur Bandalags kvenna var ekki haldinn fyrr en
1930. Þá átti að kjósa nýja stjórn en því var frestað. Næsti fundur
var svo haldinn 1931 og mættu aðeins átta konur frá fimm kvenfé-
lögum. Mikil lægð var í starfseminni þessi ár og voru greidd at-
kvæði um hvort leggja ætti Bandalagið niður. Meirihluti kvenna
greiddi atkvæði gegn þeirri hugmynd og var ákveðið að halda ann-
an fund og auglýsa rækilega. Samkvæmt fundargerðabók sat Inga
Lára ekki þennan fund og því voru það Laufey Vilhjálmsdóttir og
Hólmfríður Árnadóttir sem að öllum líkindum skipulögðu næstu
skref. Hólmfríður Árnadóttir og Ragnhildur Pétursdóttir tóku að
sér sameiginlega formennsku og stefnt var að því að reyna að end-
urvekja starfsemi félagsins.25
Á síðari hluta 3. áratugarins blómstraði húsmæðrastefnan og
kvenfrelsismál urðu gífurlega óvinsæl. Kvennalistinn, þar sem Brí-
et Bjarnhéðinsdóttir sat í efsta sæti, tapaði herfilega í kosningunum
1926 og 19. júní sem staðið hafði í ströngu við að svara öllum þeim
áróðri sem á dundi gegn kvenréttindum hætti göngu sinni árið
1929. Þannig varð sífellt erfiðara að halda fram rétti kvenna til að
velja sér lífsstarf og menntun er líða tók á 3. áratuginn og konur
áttu bara að sinna hefðbundnu hlutverki sínu eins og „eðli" þeirra
sagði til um. Þetta var mikil breyting frá því sem var að gerast ára-
tuginn á undan. Lægðin í starfsemi Bandalags kvenna hlýtur að
standa í beinu samhengi við það bakslag sem hafði orðið í kven-
réttindabaráttunni.26
SETA INGU LÁRU í BÆJARSTJÓRN 1918-1922 OG
LANDSKJÖRIÐ 1922
Konur stóðu fyrir sérframboðum á árunum 1908-1926. Þeirra fram-
boð var kynbundið en þær vildu eignast eigin fulltrúa á stjórnmála-
sviðinu, rétt eins og bændur, verkamenn o.fl. áttu sína fulltrúa. Stuttu
eftir að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórnar í
Hafnarfirði og Reykjavík fóru fram kosningar í Reykjavík 1908 og
unnu konur þar stórsigur. Kvenfélögin í bænum höfðu sameinast um
einn lista og komust allar fjórar konumar að en bæjarfulltrúar voru
alls fimmtán. Konur buðu síðan fram sérlista í bæjarstjórnarkosning-
um í Reykjavík árin 1910, 1912, 1914, 1916 og 1918.27 Fylgi kvenna-
framboðanna í Reykjavík var mjög mikið árin 1908,1910 og 1912 en
fór minnkandi 1914 m.a. vegna þess að nú var stéttapólitíkin að koma
til sögunnar. Árið 1916 gekk formaður KRFÍ, Bríet Bjamhéðinsdótt-
ir, inn í flokk Heimastjórnarmanna. Verkakvennafélagið Framsókn
lýsti yfir stuðningi við verkamannalistann og kjósendur fylgdu þessari
þróun eftir. Flokkapólitíkin sundraði þannig samstöðu kvenna.28
Kosningamar 1916 voru mikil vonbrigði fyrir konur. Kosið var um
fimm bæjarfulltrúa og sat Inga Lára í fyrsta sæti á kvenfélagslistan-
um en konur komu engum að. Verkamenn unnu mikinn sigur í
kosningunum og komu þremur fulltrúum að. Var hinum íhalds-
sömu stjórnmálafélögum mjög brugðið og í blöðum var konum
kennt um hinn mikla sigur Alþýðuflokksins. Því var haldið fram að
Inga Lára og Ragnhildur Pétursdóttir, sem setið hafði í öðru sæti á
listanum, tilheyrðu sjálfstæðismönnum og hefðu því tekið atkvæði frá
„pólitísku félögunum" og stuðlað að sigri andstæðinganna. Óþarfi
hefði verið af konum að burðast með sérlista. Einhvers staðar varð
að finna blóraböggul og því ekki að beina spjótum sínum að kon-
um?1'
í bæjarstjórnarkosningunum 1918 bauð Sjálfstjórn, félag borgara
sem sameinuðust gegn alþýðuflokksmönnum, Bandalagi kvenna
annað sæti á lista og tók Inga Lára það sæti. Kvenfélögin höfðu oft
leitað samvinnu við aðra framboðsaðila í bænum en alltaf verið
hafnað. Því var ekki óeðlilegt að þær samþykktu samvinnu við
Sjálfstjórn sem nánast tryggði þeim fulltrúa í bæjarstjórn.30
í flokksblöðunum hafði Inga Lára
ranglega verið staðsett með íhaldsöfl-
um. Konur höfðu margsinnis reynt að
ná samvinnu \dð karla en ekki tekist
fyrr en þarna og því ekki óeðlilegt að
þær hafi þegið boð Sjálfstjórnar.
Kosið var um sjö bæjarfulltrúa 1918 og stóð keppnin milli Al-
þýðuflokksins og lista Sjálfstjórnar, Borgaraflokksins. Alþýðu-
flokksmenn gerðu óspart grín að borgarflokksmönnum fyrir að
hafa leitað stuðnings kvenfélaganna. Kjörsókn var góð og atkvæði
féllu nokkuð jöfnum höndum til Borgaraflokksins og Alþýðu-
flokksins. Alþýðuflokkurinn fékk þrjá fulltrúa, Borgaraflokkurinn
fjóra og komst Inga Lára að sem bæjarfulltrúi.31 Eftir bæjarstjórn-
arkosningarnar í Reykjavík voru bæjarfulltrúarnir kosnir í nefndir
og var Inga Lára kosin í fátækranefnd, leikvallanefnd og dýrtíðar-
nefnd. Varpað var hlutkesti um hver af hinum sjö bæjarfulltrúum
skyldi ganga út eftir tvö ár og upp kom hlutur Ólafs Friðrikssonar.
Aftur var varpað hlutkesti um hver skyldi ganga úr bæjarstjórn eft-
ir fjögur ár og kom þá upp hlutur Ingu Láru.32
Inga Lára tók sæti í nefndum sem féllu sannarlega undir hin
kvenlægu málefni sem kvennalistarnir höfðu lofað að beita sér fyr-
ir. Má þar sérstaklega nefna setu hennar í dýrtíðarnefndinni. Kon-
ur voru almennt óánægðar með skipan í þær nefndir sem land-
stjórn og bæjarstjórn höfðu komið á laggirnar til að mæta áhrifum
styrjaldarinnar. Árið 1917 hafði KRFÍ boðað til almenns fundar í
Bárubúð og mættu hátt á þriðja hundrað konur. Tillaga var samin
til stjórnvalda þar sem þær mótmæltu þeirri ráðstöfun að gengið
væri framhjá konum í skipan dýrtíðarnefnda og annarra nefnda er
komu dýrtíðinni við.” Sú krafa kvenna:
virtist sanngjörn og jafnvel meira en það þar sem öll aðföng og
úrvinnsla á heimilum hvfldi á konum fyrst og fremst. Þeirri kröfu
var hins vegar mætt með háði og jafnvel spotti... [Á] árinu 1918 var
Inga Lára Lárusdóttir kjörin í dýrtíðarnefnd og Ragnhildur Péturs-
dóttir í bjargráðanefnd. Kröfur kvenna frá árinu 1917 báru því ár-
angur.34
í flokksblöðunum hafði Inga Lára ranglega verið staðsett með
íhaldsöflum. Konur höfðu margsinnis reynt að ná samvinnu við
karla en ekki tekist fyrr en þarna og því ekki óeðlilegt að þær hafi
þegið boð Sjálfstjórnar. Inga Lára sat samt sem áður í bæjarstjórn
sem fulltrúi Bandalags kvenna.35 Inga Lára skrifaði sjálf I blað sitt
árið 1922 að hún hefði setið í bæjarstjórn fyrst og fremst sem full-
trúi Bandalags kvenna og lengst af verið utan flokka.36 Hvaða póli-
28 SAGNIR 24 ÁRGANGUR '04
N G A L Á R A
LARUSDÓTTIR
T j M A