Sagnir - 01.06.2004, Side 32

Sagnir - 01.06.2004, Side 32
HVERVER I I HÚN blindni, að sitja algjörlega hjá eða brjóta sér braut sjálfar."50 Inga Lára taldi hið fyrst nefnda gott og blessað ef foringjarnir væru gæddir eiginleikum góðs forystusauðar en svo hafi ekki alltaf verið. Hægt væri að sitja hjá en til hvers hefðu þær þá verið „að berjast fyrir að fá okkar sjálfsögðu mannréttindi?"51 Merkilegt er að Inga Lára sagði beint hvað hún óttaðist mest ef ekki verði breyting á, ef konur sýndu það vanþakklæti til þeirra kvenna og karla sem börðust um allan heim fyrir sjálfsögðum réttindum kvenna með því að nýta þau ekki: „Vér megum þá eiga víst að þau verða smátt og smátt tekin af okkur aftur, eins og hver annar óþarfi, er vér ekkert höfum við að gera.“52 Þriðja leiðin, að standa á eigin fótum, taldi hún að gæti orðið erfið en líklega sú eina rétta. Sænskar konur hafi komið á sjálfstæðum flokki til þess gerðum að þroska konur og veita þeim rými til að mynda sér sjálfstæðar skoð- anir. Slíkt væri íslenskum konum nauðsynlegt. Þá dró óðum að næstu kosningum og konur yrðu að fara að huga að málinu sem fyrst.53 í aprfl var komin mynd á framboðið og var kvennalistinn sam- þykktur á almennum kvennafundi í Reykjavík í samvinnu við norð- lenskar konur. Ingibjörg H. Bjarnason skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík myndi leiða listann, Inga Lára sæti í öðru sæti, Halldóra Bjarnadóttir framkvæmdarstjóri heimilisiðnaðarfélaganna í þriðja sæti og Theódóra Thoroddsen rithöfundur í hinu fjórða. Konurnar voru allar úr Reykjavík nema Halldóra en hún kom frá Akureyri. Kvennalistinn fékk heitið C-listinn og sagðist eigi rígskorðaður við neinn stjórnmálaflokk heldur væru konurnar sem hann skipuðu frjálslyndar í skoðunum.54 í 19. júní kom skýrt fram hvaða mál kvennalistinn ætlaði að setja á oddinn. Hann ætlaði að beita sér fyrir byggingu Landspítalans og bættari félagsmálalöggjöf þ.e.a.s. málum sem þær kölluðu velferðarmál. Undir þau mál flokkuðu þær t.d. fátækralöggjöf, eftirlit með umkomulausum börnum og gamalmennum og öll önnur siðbætandi mál. Að auki gáfu þær út sérstakt kosningablað þar sem stefnuatriði þeirra komu vel í ljós.55 í áskorun til kvenna frá kosninganefndinni segir: Vér eigum margs konar þekkingu og reynslu, er karlmenn skortir, en eru nauðsynlegar á þessum sviðum ... [Þ]á verður þó eigi þar með sagt, að konur láti sig eigi önnur mál varða ... Vér konur erum fullur helmingur landsmanna. Vér erum fullur helmingur kjósenda. Það erum vér, sem berum undir brjósti og ölum upp kynslóðina, sem taka skal arfinn að oss látnum. Vér getum því eigi verið skeyt- ingalausar um það, hvernig sá arfur verður* Hér kemur skýrt fram sú trú að karl og kona séu tvennt ólíkt, að konur búi yfir sérstakri þekkingu og reynsluheimi sem karlar þekki ekki. Konur ættu að koma sem siðbætandi afl inn á hið opinbera svið, þeirra siðgæði væri að vissu leyti betra en karlanna og skiln- ingur þeirra meiri á félagslegum málum. Þessi sýn fellur einmitt undir kenningu Gro Hagemann um hina siðferðislegu kvenrétt- indastefnu sem vildi yfirfæra hinar kvenlegu dyggðir á hið opin- bera svið. Konur áttu að taka þátt í opinberu lífi og siðbæta þjóðfé- lagið vegna þess að þær væru öðruvísi en karlar. Lesa má úr skrifum Ingu Láru að snemma hafi risið raddir gegn kvennaframboðinu. Stjórnmálaflokkarnir fundu þeim helst til for- áttu að hafa enga stefnuskrá en Inga Lára tók dæmi erlendis frá um afrek kvenna á þingi og sagði konur ávallt taka til hendinni til hjálpar hinum minna megandi. Það væru mannúðarkröfurnar sem helst lægju á konum.57 Það var þó ekki einungis stefnuskráin eða stefnuleysið sem angraði karlkynið. Morgunblaðið var á þeirri skoðun að konur ættu ekki að vera að burðast með sérlista og betra væri að þær ynnu í samvinnu við karlana. Þessu svaraði Inga Lára þannig að þeir væru: orðnir vanir því frá fornu fari, karlmennirnir, að fyrirskipa kven- fólkinu, hvað það megi og hvað það megi ekki gera ... »Morgun- blaðið« telur sig þeirrar skoðunar, að konur eigi ekki að vera á ferð með sérlista, heldur starfa að stjórnmálum í samvinnu og góðu samkomulagi við karlmennina ... Blaðið bendir á að gamli heima- stjórnarflokkurinn hafi við síðasta landskjör sett konu ofarlega á lista hjá sér. Þetta sama hefðu stjórnmálaflokkarnir átt að gera nú ... [e]n sú reynsla fyrir samvinnu, er fékst 1916, spáði eiginlega fáu góðu. Það stoðaði lítið, þó kona væri sett í vonarsæti á lista, þegar þeir, sem þann lista kusu, strykuðu út nafn hennar, eða færðu til, þannig, að hún lækkaði um sæti. Hversvegna gerðu þeir þetta? Var það af því að hún var kvenmaður? ... Þeir mega því sínu eigin gá- leysi um kenna, að kvennalistinn er fram kominn.58 Eftir að Ingibjörg H. Bjarnason náði kjöri í kosningunum fagnaði Inga Lára sigrinum í júlíhefti 19. júní og hrósaði hinni nýju þing- konu í hástert. Hún sagði að þessi sigur ætti að vera konum íhugun- arefni þvf listinn beitti ekki öfgafullum staðhæfingum, árásum á mótframbjóðendur eða fjáraustri. heldur sigraði á sínum góða mál- stað. Hún vék svo að þeim árásum sem þær urðu fyrir í kosninga- baráttunni og hvernig kvenkjósendur voru sakaðir um þroskaleysi. Hún sagði að konur ættu ekki að taka slíkan dóm nærri sér „sem kveðinn er upp í sárustu vonbrigðunum yfir því að konur höfðu þroska til að standa saman.“ Hún minnir svo kvenkjósendurna á að enn væri mikið verk fyrir höndum og bað þær um að halda lífi í og efla þann neista sem búið var að kveikja.59 Eftir að Ingibjörg H. Bjarnason settist á þing má segja að Inga Lára hafi verið ein helsta stuðningskona hennar. Steinunn H. Bjarnason segir Ingu Láru hafa fyrsta átt þá hugmynd að koma að fulltrúa af kvennalista inn á Alþingi og að enginn hafi unnið að framgangi listans af meiri hyggindum en hún.60 Virðist Inga Lára því eiga stóran þátt í því að koma í fyrsta skipti konu að á Alþingi. TÍMARITIÐ 19. JÚNÍ - HVERNIG TÍMARIT VARÞAÐ? Tímarit Ingu Láru, 19. júní, var m.a. stofnað í tengslum við þá ákvörðun kvenna að koma upp Landspítala á íslandi og er nafnið dregið af þeim degi er konur fengu kosningarétt 19. júní 1915. Hafði sá merkisdagur verið helgaður fjáröflun vegna spítalans og var öll meðferð þess máls rakin í tímaritinu. Á þessu tímabili tóku kvenréttindakonur að einbeita sér að líknarstörfum s.s. byggingu hjúkrunarheimila, barnaheimila og kvennaheimilisins Hallveigar- staða. Þær hófu einnig safnanir vegna bágstaddra barna erlendis og fátækra ekkna og var áróðri fyrir slíkri góðgerðarstarfsemi haldið uppi í 19. júní. Ofmælt er þó að kalla 19. júní málgagn Landspítala- söfnunarinnar því aðeins brot af efni blaðsins snerist um málefni Landspítalans. Fremur má kalla tímaritið málgagn Bandalags kvenna. Það var ekki einungis að öll starfsemi þess væri rakin í blaðinu heldur komu félagskonur skoðunum sínum og félagsins iðulega á framfæri í því. 19. júní leit fyrst dagsins ljós í júlí árið 1917 og var því haldið út til ársins 1929. Var þá komið nýtt kvennatímarit í Reykjavík. í 19. júní skrifuðu konur hvaðanæva af landinu og má sjá greinar eftir Björgu Þorláksdóttur, Steinunni H. Bjarnason, Laufeyju Vilhjálms- dóttur, Bríeti Bjamhéðinsdóttur og Ingibjörgu H. Bjarnason svo einhverjar séu nefndar. Margar konur settu þó nöfn sín ekki undir skrifin og má oft sjá undirskriftir eins og „vinkona", „nágranna- Hún sagði að konur ættu ekki að taka slíkan dóm næiri sér „sem kveðinn er upp í sárustu vonbrigðunmn yfir því að konur höfðu þroska til að standa samaii." kona“ eða „ein að norðan“ enda ekki rík hefð fyrir því að konur létu í sér heyra á opinberum vettvangi. 19. júní var kvenréttinda- blað, umræðuefnin voru almenn staða kvenna, staða þeirra innan heimilanna, menntun og þátttaka í opinberu lífi. Ýmis almenn U S D Ó T T I R 30 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 I N G A L Á R A L A R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.