Sagnir - 01.06.2004, Síða 34

Sagnir - 01.06.2004, Síða 34
HVER VER HUN áhugamál kvenna rötuðu einnig á síður blaðsins t.d. heimilisiðnað- ur og matargerð. Fastur liður var lítill bálkur með ýmsum ráðum sem sneri mest að umönnun barna og heimilishaldi og þar mátti t.d. finna handavinnuráð eða sparnaðaruppskriftir enda lá dýrtíðarok millistríðsáranna þyngst á herðum húsmæðra. Siðferðismál voru einnig meðal umræðuefna en það þótti vera hlutverk kvenna að gæta siðferðis síns og annarra.26 Nokkur ljóðskáld voru fastagestir í blaðinu og má þar helst geta Huldu, Maríu Jóhannsdóttur, Theódóru Thoroddsen og Ólafíu frá Görðum. Þar að auki birtist þó nokkuð af erlendu efni í blaðinu, þýddar smásögur og fréttir, flest eftir eða um þekktar kvenréttinda- konur og þýddi Inga Lára líklega allt efnið sjálf. Erlenda efnið kom helst frá nágrannalöndunum, Norðurlöndum og Englandi, og snérist mikið af því um Alþjóðaráð kvenna, ICW, enda var Banda- lag kvenna félagi í því. Fyrri heimsstyrjöldinni var ekki lokið er blaðið hóf göngu sína og var stríðið oft gert að umræðuefni. Rætt var um afleiðingar þess fyrir samskipti landanna, stöðu kvenna á hinum opinbera vettvangi og fjallað var um aukna verslun með konur og stúlkubörn.62 19. júní átti margt sameiginlegt með Kvennablaði Bríetar Bjarn- héðinsdóttur og á þeirn árum sem bæði blöðin voru gefin út birtust þýðingar úr sörnu erlendu kvennablöðunum. Lesa mátti sömu fréttirnar og vitnað var í og sagt frá sömu persónunum, sérstaklega þá frægum kvenréttindakonum s.s. Ellen Key og Selmu Lagerlöf. Eftir að Bríet hætti útgáfu Kvennablaðsins við lok ársins 1919 skrifaði hún stöku sinnum í 19. júní enda var blaðið þá eini málsvari kvenna í bænum.63 Segja má að 19. júní hafi verið eins konar arftaki Kvennablaðsins og gaf Inga Lára Bríeti hvergi eftir en þær þekktust vel. Inga Lára hafði t.d. skrifað í Kvennablaðið áður en hún hóf útgáfu 19. júní og farið á Kvennaþing IWSA með Laufeyju dóttur Bríetar.64 Inga Lára hafði einnig verið virk innan KRFÍ áður en Bandalag kvenna var stofnað og sagði Bríet um hana árið 1911 að það „væri vinningur ef hún gæti orðið kvenrétt- indakona."65 Bríet og Inga Lára sátu á sama tíma í bæjarstjórn 1918-1922 og störfuðu saman í leikvallanefnd en einungis þær tvær sátu í nefndinni.66 Þær voru samstarfskonur bæði í bæjarstjórn og sem kvenfélagskonur. Utan þess var Bríet móðir og ól börn sín upp ein eftir fráfall manns síns 1902.® Inga Lára tók aftur á móti að sér annars konar uppeldi með kennslustörfum sínum. Þær áttu því margt sameiginlegt og störfuðu að mörgu leyti að sömu málunum, utan og innan bæjarstjórnar. Tímaritið ber þess skýr merki að ritstýran var vel lesin um flest málefni kvenna og kvennabaráttuna enda í stöðugu sambandi við erlenda strauma. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem hún kom að út- gáfu tímarits því hún hafði oftar en einu sinni ritstýrt Mánaðarrit- inu, blaði Lestrarfélags kvenna. Hún hafði góðan aðgang að bók- um gegnurn það félag og jafnvel tækifæri til að velja sjálf þær bækur sem pantaðar voru. Inga Lára ferðaðist líka mikið og fór t.d. marg- sinnis til Norðurlanda eftir að námi hennar lauk í Svíþjóð. 19. júní var hápólitískt að öllu leyti. Er konur stóðu fyrir sérfram- boði til kosninga eftir að blaðið hóf útgáfu árin 1918,1922 og 1926 var stór hluti blaðsins helgaður kosningaáróðri. Önnur pólitísk mál fengu einnig sinn sess s.s. lagabreytingar er sérstaklega vörðuðu konur. Ritstýran var mjög pólitísk í skrifum sínum og ekki ein- göngu þegar kosningabaráttan var í fullum gangi heldur líka þess á milli. Hún hélt m.a. uppi mikilli umræðu um nýju hjónabands- og barnalöggjöfina sem sett var árið 1921, ójafnrétti í launamálum og stöðu einstæðra mæðra og ekkna. Þar að auki lagði Inga Lára sig einatt fram við að kynna afrek kvenna fyrir lesendum sínum og birti langa pistla um einstakar konur, erlendar sem innlendar, sem og þróun einstakra þátta í sögu kvenna. Skilaboðin voru skýr, kon- ur vilja og geta. Með útgáfu blaðsins var Ingu Láru efst í huga að sameina konur á landsvísu og ljá þeim rödd til að tjá skoðanir sínar á hvaða málefni sem var og ekki síst stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Að hennar mati biðu kvenna mörg málefni sem þörfnuðust þeirra sérstaka skiln- ings þar sem starfsheimili þeirra væru nú orðin tvö: einkaheimilið sem ríki konunnar og þjóðfélagsheimilið sem ríki kvenna og karla í sameiningu. Hún hvatti kynsystur sínar til að fullnýta þau nýju rétt- indi sem þær höfðu öðlast og sýna að konur væru fullfærar um að takast á við hið nýja, opinbera hlutverk. Þetta markmið Ingu Láru, að sameina konur, kom skýrt fram í fyrsta tölublaðinu.68 19. júní hóf göngu sína á erfiðum tíma, enn var barist á vígvöllun- um og þeir tímar sem við tóku voru tímar skorts og neyðar. Blaðið var lítið og efnið því takmarkað. Þar að auki valdi hún sér erfitt viðfangsefni sem átti ekki upp á pallborðið hjá mörgum og því gat blaðið aldrei orðið vinsælt. Erfitt reyndist að fá upplýsingar um hversu víðlesið blaðið var en einhverjar upplýsingar er að finna í blaðinu sjálfu. Virðist því hafa verið vel tekið í upphafi og það náð góðri útbreiðslu í sumum sveitum landsins en skortur á skilvísi C-lisiinn ev siguvvænlegastur. A-listi B-listi x C-listi D-listi E-listi Vw-nrdtir Þorvaröareon, bæjarfull- Reykjavik. j •Mjnbfir Friðjónsaon, bæjarfulltrúi, ttareyri. <i. GuðmundsBon, bókhaidari, i«rykjavik. A«| ' r.atanason, afgreiðalumaður, irykjavik. ^».*c;^Edur Jónaeon frá^Naríeyri, tA^pfjelagftstjóri, Stykkishóimi. n Jóhannsson, bókhaldari, 'wrhsörði. Jónas Jónsson, skólastjóri, Reykja- vik. Hallgrimur Kristinsson, foratjóri, Reykjavík. Sveinn Ólafsson, umboðömaður, Firði. Jón Hannesson, bóndi, DeildartUngu. Kristinn GuðlaugBson, bóndi, Núpi. Davlð Jónsson, bóndi, Kroppi. Ingibjörg H. Bjarnftson, skólaatjóri, Reykjavik. Inga L. Lérusdóttir, ritsijóri, Reyk- javik. HalJdóra Bjamadóttir, framkvæmd- aratjóri, Akureyri. Tbeodóra Thoroddsen, frú, Reykja- vlk. Jón Magnúason, fyrv. foreætisráð- herra, Reykjavik. Sigurður Sigurðason, ráðunautur Búnaðarfjel. Íahinds, Reykjavik. Sveinn Benediktsson, útgerðarmað- ur, Búðum i Fáakrúðgffrði. Páli Bergsson, kaupraaður, Hrisey. Sigurgeir JJlalason, verkstjóri, Hafn- arfirði. Sigurjón Jónason, afgreiðsiumaður, Íaafirði. Mágnús Blöndal Jónsson, prestur, Vallanesi. Þórarinn Kriatjánsson, hafnaretjóri, Reykjavik. Sigurður Sigurðsson, lyfaali, Vest- mannaoyjum. Siguröur E. Hliðar, dýralæknir, Akureyri. Eiríkur 1». Stefánsson, prestur, Torfaatöðum. Einar G. Einarason, útvegsbóndi, Garðhúsum. Fjöldi óháðra karla styðja Cdhtann. CAistinn er listi allra landsins kvenna. Kjósið hann. O/istínn sigri. Þessvegna setjum við öll X við C. Cdistinn sigrar. Auglýsing frá landslista kvenna fyrir landskjörið 1922. 32 5AGN18 24 árgangur 04 I H G A LÁRA LARUSDÓTTIR OG TÍMAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.