Sagnir - 01.06.2004, Page 38

Sagnir - 01.06.2004, Page 38
Afstaða Þjóðviljans til stórvelda í seinni heims- styrjöld og hernóms Breta d íslandi Hatast v hernam Afstaöa Þjóðviljans, mólgagns Sósíalistaflokksins, fró 10. maí 1940 er breskur her gekk hér ó land og þar til blaöið var bannaö af breskum hernómsyfirvöldum 27. april 1941, er fróölegt athugunarefni fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi var Sósíalistaflokkurinn á þessum tíma eini flokkurinn utan ríkisstjórnar ósamt Bœndaflokknum og Þjóðviljinn eina stjórnarandstöðublaðið. Þó var við völd Þjóöstjórnin sem í sótu Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjólfstœðisflokkur. í ööru lagi virðist Þjóö- viljinn hafa tekiö allt aðra afstöðu til stríðsins og hemómsins en önnur blöð ó þessum tíma. í þriðja lagi er forvitnilegt að rannsaka óstœður að baki því að blaðið var ó endanum bannað af breska setuliðinu. Tímabilið sem um rœðir hefst ó hernómi Breta og lýkur ó innrós Þjóðverja í Sovétríkin. Hér verður athuguð afstaða Þjóðviljans til stórveldanna Bandaríkjanna, Bretlands, Sovétrfkjanna og Þýskalands og til stríðsins almennt. Einnig verður fjallað um viðhorf Þjóðviljans til hernóms Breta ó tímabilinu 10. maí 1940 til 27. apríl 1941. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON Fæddur áriö 1981. Hann stundar nú BA nám í sagnfræðí. SOVÉTRÍKIN í Sovétríkjunum draup smjör af hverju strái ef trúa átti Þjóðviljanum. Stjórnarfarið þar eystra var lofsungið fyrir ýmsar sakir og hvergi sleppt tækifæri til þess að lofa verkamannaparadísina miklu. Þannig var reglulega imprað á því að hvergi í heiminum hafi tekist að skapa réttlátara þjóðfélag en í Sovétríkjunum. Þjóðviljinn segir t.d. 5. september 1940 að það sé „aðeins eitt land í heiminum þar sem alþýðan hefur tekið ör- lög sín í eigin hendur þar sem bankar, verksmiðjur og iðjuver. jörðin og öll náttúruauð- ævi eru eign hins vinnandi fólks, - hið mikla land sósíalismans, Sovétríkin.“' Þjóðviljan- um þykir Jósef Stalín hafa tekist harla vel upp við uppbyggingu Ráðstjórnarríkjanna en á einn helsta andstæðing hans, Leó Trotskí, var bara minnst tvisvar á öllu tímabilinu. Fyrst þegar fregnir bárust af því að Trotskí hefði verið sýnt banatilræði og svo tveimur dögum seinna þegar staðfest var að hann væri látinn. Hans er helst minnst fyrir að hafa fjarlægst stefnu Sovétríkjanna og fyrir að hafa síðan hann var gerður útlægur þaðan „haft það helzt fyrir stafni, að níða Sovétríkin og leiðtoga alþýðunnar þar í landi og vinna róttækri verkalýðshreyfingu og framgangi sósíalismans það tjón er hann mátti.“z Trotskí var ekki nefndur á nafn þegar saga rússnesku byltingarinnar var rakin á afmæli hennar hinn 7. nóvember 1940.3 Afstaða Þjóðviljans til Sovétríkjanna kemur ekki á óvart. Hvarvetna var reynt að bera blak af framgöngu Sovétmanna og má segja að við upphaf tímabilsins séu sósí- alistar að sleikja sár sín af Finnagaldrinum en svo nefndu sósíalistar harkaleg viðbrögð stjórnarflokkanna og almennings við stuðningi þeirra við innrás Sovétríkjanna í Finn- land veturinn 1939-40. Auglýsendur settu Þjóðviljann þá m.a. í auglýsingabann og fækkaði áskrifendum Þjóðviljans nokkuð. Á Alþingi var jafnvel rætt um á tímabili að banna Sósíalistaflokkinn.4 Þjóðviljinn iðraðist þó ekki neins og sagði það ávallt hafa verið nauðsyn fyrir Sovétríkin að taka þessi héruð af Finnum til þess að vernda Lenín- grad. Þjóðviljinn veigraði sér ekki einu sinni við því að birta herfræðilega rannsókn á vetrarstríðinu þrátt fyrir þau áföll sem sósíalistar hlutu af stuðningi sínum við Sovétrík- in.5 Þegar minnst var á Finna í blaðinu voru þeir oft kallaðir fasistar. Sovétríkin voru básúnuð sem „öflugasta vígi friðar og sósíalisma" hvað eftir annað og vegsömuð sem eina ríkið sem væri fyllilega hlutlaust í ófriði auðvaldsríkjanna Bret- lands og Þýskalands.6 Kannski er það því táknrænt að litið var framhjá griðasáttmála Hitlers og Stalíns í fréttaskýringum Þjóðviljans og útþensla Sovétmanna í Austur-Evr- ópu var útskýrð sem sigur og valdataka verkalýðsins. Þannig mátti lesa á baksíðu Þjóð- H E I M S S T 36 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 A F S T A Ð A ÞJÓÐVILJANS T I L STÓRVELDA I S E I N N I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.