Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 39

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 39
viljans 21. júlí 1940 þá staðhæfingu að þjóðirnar sem byggðu Sovét- ríkin hefðu ekki „neina löngun til að leggja undir sig lönd.“’ Les- endum Þjóðviljans brá því kannski í brún að lesa forsíðu næsta j tölublaðs þann 23. júlí 1940: „Eistland, Lettland og Litháen orðin sósíalisíísk sovétríki."8 Útskýringar voru ekki langt undan. Verka- lýðurinn í þeim löndum og héruðum, Eystrasaltslöndunum, Aust- ur-Póllandi og Bessarabíu, nú Moldavíu, sem Sovétríkin tóku eftir griðasáttmálann við Hitler var sagður hafa brotið af sér hlekkina og ákveðið að sækja um inngöngu í Ráðstjórnarríkin.1' Þjóðviljinn hvatti til þess að Islendingar tækju upp stjórnmálasam- band og viðskipti við Sovétríkin og spurði t.a.m. af hverju valda- ! klíkan á íslandi vildi ekki verslunar eða stjórnmálasamband við Sovétríkin. Svar Þjóðviljans var að það ætti að gera landið háð ! Bretum og Bandaríkjamönnum. Hins vegar hafi sósíalistar „haldið því fram að reka ætti sjálfstæða íslenzka utanríkispólitík ... Þess- vegna höfum vér viljað að Island hefði stjórnmálalegt ... samband við Sovétríkin."10 BANDARÍKIN Bandarfkin voru framan af tímabilinu 1940-41 vart til á landa- : bréfi Þjóðviljans og fregnir af þeim voru lítið annað en vangaveltur um hlutverk þeirra í Evrópustyrjöldinni. Það breyttist þó eftir því ! sem Bandaríkjamenn fóru að dragast meira og meira í lið með j Bretum. Þá harðnaði tónninn og farið var að tala um „Bandaríkja- | auðvaldið" sem hafði það helst að markmiði að „nota sér styrjald- ! arástandið til að efla völd sín í Ameríku og beygja sterkasta keppi- ! nautinn, Bretland.“" Bandaríkjaauðvaldið bjó sig ennfremur „til að erfa Bretann og berjast áfram um að halda heimsveldi hans sem hluta af sínu, ef brezka auðvaldið skyldi nú bíða lægri hlut fyrir ; þýzka nasismanum...“12 íslendingar mættu þess vegna eiga von á j því samkvæmt Þjóðviljanum að um þá yrði „nú samið milli auðjöfr- anna í London og New York sem værum við þrælar.“13 Ef Bretland ; félli Þjóðverjum í skaut „yrði ísland á einhverjum mesta hættu- staðnum sem útvígi fyrir bandalag brezka og Bandaríkjaauðvalds- ins í heimsvaldastríði þess við Hitler og Krupp [hergagnaframleið- : anda].“14 Þó kastaði fyrst tólfunum þegar fregnir bárust af því 20. septem- ; ber árið 1940 að landvarnarnefnd Bandaríkjanna og Kanada hafi rætt um ísland sem einn lið í varnarkerfi Vesturheims. Þá var spurt með stríðsfyrirsögn: „Er verið að innlima ísland í hervarnakerfi ; Bandaríkjanna og Kanada?“15 Þjóðviljinn tók illa í þær fyrirætlanir og lýsti þeim sem stórhættulegum fyrir sjálfstæði íslands. Taldi blaðið að varnarkerfið væri ekkert annað en „drottnunartæki hins volduga auðvalds Bandaríkjanna yfir smáríkjum Suður- og Mið- Ameríku og baráttutæki þess í vopnaðri samkeppni við önnur stór- veldi heimsins um ráðin yfir hráefnum og mörkuðum.“16 Um leið yrði ísland fremsti útvörður Bandaríkjanna gegn Evrópu ef Bret- land félli og „stökkpallur [J.P.] Morgans og annarra auðjöfra Am- eríku til komandi árása þeirra á Evrópu í heimsvaldastríði þeirra við stórveldin þar.“17 Eftir að þessum vangaveltum lauk í september 1940 byggðist fréttaflutningur frá Bandaríkjunum fyrst og fremst á frásögnum um að Bandaríkjaauðvaldið ætlaði sér að auka þátttökuna í styrjöld- inni.18 í febrúar 1941 fór sú fregn aftur á kreik að Bandaríkjaher ætti að koma til íslands í stað þess breska. Þá birti Þjóðviljinn með stríðsletri: „Eru Bandaríkin að búa sig undir að taka hernaðaryfir- ráð á íslandi?"19 Einnig var því haldið fram að íslenskir auðmenn vildu „auðvelda Bandaríkjunum þennan yfirgang með því að ísland biðji um vernd þeirra.“20 Daginn eftir var hrópað á forsíðunni: „Reynt er að fá þá [þingmenn Þjóðstjórnarinnar] til að biðjast „verndar“ Bandaríkjanna fyrir íslands hönd.“21 í leiðara segir síðan: Bandaríkjaauðvaldið hefur ákveðið að gera ísland að fremsta vígi sínu í styrjöld gegn meginlandi Evrópu, og þessa dagana er um það rætt hvernig eigi að koma þessu fyrir ... Það þýðir fyrst og fremst, að sjálfstæði vort og sjálfsforræði er glatað, og endurheimt- ist ekki meðan Bandaríkjaauðvaldið er ofar moldu. Aðeins full- komið hrun þess auðvalds og sköpun sósíalistísks ríkis í Norður- Ameríku gæti gefið oss frelsi á ný.22 Á tímabili griðasáttmálans er því augljóst að Þjóðviljinn var lítt hrifinn af hugmyndum um að Bandaríkin tækju við hervernd hér á landi af Bretum. Hann leit á herverndina sem árás á sjálfstæði landsins sem myndi hindra frelsi þjóðarinnar og gera hana að skot- spæni á milli Evrópu og Norður-Ameríku í komandi heimsvalda- styrjöld milli auðvaldsríkjanna. BRESKA AUÐVALDIÐ EÐA ÞÝSKA AUÐ- VALDIÐ? Stríðið 1940-41 var að mati Þjóðviljans einungis stríð á milli breska og þýska auðvaldsins. Úrslit stríðsins myndi skera úr um hvort auðvaldið réði heiminum. Á sama hátt og stríðið var sagt vera heimsvaldastríð eða stríð auðvaldsins var því fleygt fram að eina leiðin til varanlegs friðar væri „að þetta stríð endi með þeim einum hætti, að auðvaldsskipulagið hjá öllum þessum stríðandi þjóðum falli, því með því fellur orsök stríðanna."23 Þessi skoðun var endurtekin í sífellu í lítið breyttri mynd.24 Ekki verður séð að Þjóðviljinn haldi frekar með öðrum stríðsaðil- anum en hinum, fregnir af stríðinu eru með „hlutlausum“ blæ, en iðulega kom þó fyrir að með fylgdi skoðun þess sem ritaði fréttina. Sem dæmi má nefna fregn um uppreisn Albana gegn ítölum sem Breskir hermenn nýkomnir til landsins árið 1940. HERNÁMS 8RETA Á Í5LANDI HATAST VIÐ HERNÁMIÐ sagnir 24 árgangur 04 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.