Sagnir - 01.06.2004, Side 44

Sagnir - 01.06.2004, Side 44
HATAST VIÐ HERNÁMIÐ ■ STEFÁN GUNNAR SVEINSSON NIÐURSTÖÐUR Ekki verður annað sagt en að Þjóðviljinn hafi sem málgagn Sósí- alistaflokksins lofað fyrirmynd kommúnista, Sovétríkin. Þjóðvilj- inn vildi verslunar- og stjórnmálasamband við ráðstjórnarríkin og dásamaði hverja gjörð Stalíns. Útþensla Sovétríkjanna var afsök- uð sem bylting verkalýðsins í þeim löndum sem Sovétríkin her- námu og vetrarstríðið var einnig afsakað eins og frekast var unnt. Afstaða Þjóðviljans til annarra stórvelda var eðli málsins sam- kvæmt ekki jafnvinsamleg. Bretar og Þjóðverjar voru lagðir að jöfnu sem auðvaldskúgarar og gjarnan dregnar fram hliðstæður milli framgöngu Breta á Indlandi og framgöngu Þjóðverja á meg- inlandi Evrópu. Styrjöldin á milli þessara ríkja var sögð vera heimsvaldastyrjöld eingöngu háð til þess að skera úr um hvort rík- ið ætti að ráða heiminum. Eina leiðin til friðar væri sú að öreigar allra landa sameinuðust í heimsbyltingunni langþráðu. Bandaríkin komu inn í þessa mynd sem enn eitt heimsauðvaldið sér í lagi þeg- ar kom að hugmyndum um að Bandaríkin tækju við verndarhlut- verki Breta hér á landi. Þá var hrópað að nú ætti að innlima ísland inn í varnarkerfi Bandaríkjaauðvaldsins og þaðan kæmist ísland ekki nema öreigabylting yrði gerð þar vestra. Afstaðan til Breta var öllu óvinsamlegri en afstaðan til Þjóð- verja. Þótt hvergi sé borið blak af Þjóðverjum og birtar fréttir af ofríki þeirra á meginlandi Evrópu var tíðni slæmra fregna af Bret- um mun meiri. Þjóðviljinn virðist hafa litið á sig sem einhvers kon- ar andstöðuafl við her í landi og Sósíalistaflokkinn sem íslenska andspyrnuhreyfingu. Vart verður annað séð en að Þjóðviljinn hafi reynt allt hvað hann mátti með fréttaflutningi sínum til þess að auka sundurþykkju á milli setuliðsins og fslendinga. Sér í lagi var fréttaflutningur Þjóðviljans af dreifibréfsmálinu varhugaverður sem og tíðar samlíkingar við framferði nasista. Að lokum fór svo að Þjóðviljinn var bannaður og ritstjórar hans færðir til Bretlands. Þegar blaðið kom aftur út kvað við allt annan tón. Þjóðviljinn tók strax fjandsamlega afstöðu gagnvart breska her- námsliðinu. Þá liggur beinast við að ástæðuna fyrir þessari óvild sé að finna í griðasáttmála Hitlers og Stalíns. Aður en sáttmálinn tók gildi voru kommúnistar og nasistar taldir vera erkifjendur, á með- an sáttmálinn hélst í gildi voru kommúnistar hvarvetna friðarsinn- ar og tregir til vopna í stríði „auðvaldsins." Eftir að sáttmálinn hafði verið rofinn þóttu kommúnistar um allan heim vera hve ákafastir talsmenn þess að sótt yrði gegn fasisma. Máttur föður- landsins, þ.e.a.s. „föðurlands verkalýðsins" , hefur því haft sitt að segja um afstöðu Þjóðviljans á tímabili griðasáttmálans. Tilvísanir 1 Þjóðviljinn 5. september 1940. 2 Þjóðviljinn 23. ágúst 1940. 3 Þjóðviljinn 7. nóvember 1940. 4 Helgi S. Kjartansson, ísland á 20. öld, Reykja- vík, 2002, bls. 232. 5 Þjóðviljinn 18. júlí 1940. 6 Þjóðviljinn 7. nóvember 1940. - Þjóðviljinn 10. maí 1940. 7 Þjóðviljinn 21. júlí 1940. 8 Þjóðviljinn 23. júlí 1940. 9 Þjóðviljinn 3. júlí 1940. - Þjóðviljinn 23. júlí 1940. 10 Þjóðviljinn 25. september 1940. 11 Þjóðviljinn 7. september 1940. 12 Þjóðviljinn 8. september 1940. - Þjóðviljinn 28. júlí 1940. - Þjóðviljinn 14. september 1940. 13 Þjóðviljinn 8. september 1940. 14 Sama heimild. 15 Þjóðviljinn 20. september 1940. 16 Þjóðviljinn 21. september 1940. 17 Þjóðviljinn 22. september 1940. 18 Þjóðviljinn 29. september 1940. - Þjóðviljinn 12. janúar 1941. 19 Þjóðviljinn 13. febrúar 1941. 20 Sama heimild. 21 Þjóðviljinn 14. febrúar 1941. 22 Þjóðviljinn 15. febrúar 1941. 23 Þjóðviljinn 30. október 1940. 24 Þjóðviljinn 20. ágúst 1940. - Þjóðviljinn 13. desember 1940. - Þjóðviljinn 15. desember 1940. 25 Þjóðviljinn 13. ágúst 1940. 26 Þjóðviljinn 13. mars 1941. 27 Þjóðviljinn 18. febrúar 1941. 28 Þjóðviljinn 10. nóvember 1940. 29 Þjóðviljinn 28. september 1940. 30 Jón Ólafsson, Kœru félagar. íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920-1960, Reykjavík, 1999, bls. 113-114. 31 Þjóðviljinn ll.maíl940. 32 Sama heimild. 33 Þjóðviljinn 22. júní 1940. 34 Þjóðviljinn 29. maí 1940. - Þjóðviljinn 13. júlí 1940. - Þjóðvilj- inn 1. október 1940. 35 Gunnar M. Magnúss, Virkið í norðri, II. bindi, Reykjavík, 1947, bls. 25. - Þjóðviljinn 2. júlí 1940. 36 Þjóðviljinn 4. september 1940. 37 Þjóðviljinn 27. ágúst 1940. 38 Þjóðviljinn 17. október 1940. 39 Þjóðviljinn 27. september 1940. 40 Þjóðviljinn 12. október 1940. 41 Þjóðviljinn 13. október 1940. 42 Þjóðviljinn 18. október 1940. 43 Þjóðviljinn 21. febrúar 1941. 44 Þjóðviljinn 20. október 1940. 45 Þjóðviljinn 7. janúar 1941. - Nánar er fjallað um málið í Virkið í norðri, II. bindi, bls. 12-23. 46 Einar Olgeirsson, ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, Jón Guðnason skráði, Reykjavík, 1980, bls. 97-99. 47 Þjóðviljinn 23. janúar 1941. 48 Þjóðviljinn 21. janúar 1941. 49 Þjóðviljinn 19. mars 1941. 50 Þjóðviljinn 16. febrúar 1941. 51 Þjóðviljinn 9. mars 1941. - Þjóðviljinn 18. mars 1941. 52 Þjóðviljinn 18. marsl941. 53 Þjóðviljinn 3. aprfl 1941. 54 Þjóðviljinn 7. apri'11941. 55 Sama heimild. 56 Þjóðviljinn 16. apríl 1941. 57 Þjóðviljinn 23. apríl 1941. 58 Sama heimild, leturbreytingar eru teknar beint upp úr Þjóðvilj- anum. 59 Einar Olgeirsson, ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 96. - Bittner, Donald E, The Lion and the White Falcon. Britain and lceland in the World War II era, Connecticut, 1983, bls. 105. 60 Þjóðviljinn 13. maí 1942. 61 Sjá t.d. Þór Whitehead, „ísland ískugga lieimsvaldastefnunnar", Saga XIX 1981 (ritfregn), bls. 314-315. - Arnór Hannibalsson, Moskvulínan. Kommúnistaflokkur íslands og Komintern Halldórs Laxness og Sovétríkin, Reykjavík, 1999, bls. 152. 42 sagmlR 24 árgangur 04 AFSTAÐA ÞJÓÐVIUANS TIL STÓRVELDA í SEINNI HEIMSSTYRJÓLD OG HERNAMS BRETA Á ÍSLANDI / HATA5T VIÐ HERNÁMIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.