Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 46

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 46
Hannes Hafstein og Klemens Jónsson OG landritar Þann 24. september árið 1903 skrifaði Alberti íslandsráðherra Hannesi Hafstein og bað hann að sigla sem fyrst til Kaupmannahafnar til viðrœðna um málefni íslands. Hannes var einn af leiðtogum Heimastjórnarflokksins og sigldi hann tafarlaust með gufuskipinu Lauru til Kaupmannahafnar þar sem Alberti tilkynnti Hannesi þann 13. nóvember að konungur hefði ákveðiö að útnefna hann fyrsta ráðherra íslands. Heimastjórnarflokkurinn hafði þingmeirihluta á Alþingi en þar sem margir þingmenn flokksins töldu sig kallaða til embættisins höfðu þeir ekki treyst sér til þess að ákveða hver þeirra mundi hreppa hnossið.2 Enginn þeirra var ótví- ræður foringi.3 Klemens Jónsson skrifaði Finni bróður sínum, prófessor í Kaupmanna- höfn, daginn sem þing var slitið: „Ekkert hefur verið minnzt hér á ráðgjafaefni, enginn þorir að hefja máls á því.“4 Því varð Alberti að velja „að eigin geðþótta" einn þeirra og varð Hannes Hafstein fyrir valinu.5 Eitt af fyrstu verkefnum nýja ráðherrans var að velja næstæðsta embættismanninn, landritarann. Landritaraembættið var nýtt og voru öll störf landritarans unnin í umboði ráðherra. Ráðherra Islands þurfti oft að fara til Kaupmannahafnar „til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir" eins og stóð í stjórnar- skránni. Á meðan var landritarinn staðgengill hans á fslandi og sat meira að segja á þingi í hans stað en á ábyrgð ráðherra.6 Eitt þýðingarmesta starf landritara var að und- irbúa frumvörp landsstjórnar sem lögð voru fyrir Alþingi. Jafnframt var landritarinn forstöðumaður Stjórnarráðsins og hafði yfirumsjón með skrifstofunum þremur. Þegar heimastjórn komst á lögðust m.a. amtmannsembættin niður. Féllu þá ýmis fyrri störf amtmanna í hlut landritara, t.d. sá hann um að ganga frá eignum ómyndugra og ólögráða erfingja og fór hann í eftirlitsferðir til sýslumanna og bæjarfógeta til að athuga hvort embættisfærslur væru í lagi. Stjórnskipunarlögin frá 1903 gengu tryggilega frá því hvað gera skyldi ef ráðherra íslands létist í embætti en þá „gegnir landritarinn ... ráðherrastörfum á eigin ábyrgð, þangað til skipaður verði nýr ráðherra" stendur í 1. grein. Landritaraembættið var einstætt í sögu íslands. „Staða landritarans var í raun og veru nokkuð einkennileg og óvenjuleg ... var hann eins konar vararáðherra, en þó ópólitískur", segir í Stjórnarráðssögunni.7 En nýtt stjórnarfar var að festa sig í sessi og því þýðingarmikið að annar æðsti embættismaður landsins sæti ekki á þingi en væri áfram í embætti þótt ráðherraskipti yrðu. Landritarinn mundi öðl- ast „vfðtæka þekkingu á landsmálum og ráða miklu um úrslit þeirra, enda þótt lítið bæri á, vegna þess hvernig embættinu var hagað.“8 Hannes valdi Heimastjórnarmanninn Klemens Jónsson, sýslumann Eyfirðinga og bæjarfógeta á Akureyri, sem landritara. Bréfaskipti Hannesar og Klemensar um ráð- stöfun embættisins hafa varðveist og birtast hér í heild sinni, stafrétt og orðrétt.’ Vegna ótryggra samgangna þorði Hannes ekki annað en að senda Klemensi tvö bréf, hið fyrra skrifaði hann um borð í Lauru þegar skipið var statt í Firth of Forth rétt fyrir komuna til Leith, hið síðara er hann var kominn til Reykjavíkur. Fyrra bréfið er dagsett 17. nóv- ember 1903. KÆRI VIN. Eins og þú ef til vill þegar hefur frjett, fór jeg utan með „Lauru“ um daginn. Það var eptir áskorun Albertis,10 eins og þú munt sjá í dönsku blöðunum, og var það erindi hans, að fela mjer ráðherraembættið. Hann hafði ekki látið neinn vita um þetta, að undanteknum Konunginum og Deuntzer,11 fyrr en eptir að hann hafði fengið telegram ANNA AGNARSDÓTTIR Fædd árið 1947. Hún er forseti heimspekideildar Háskóla íslands. 44 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 H A N N E S HAFSTEIN O G KLEMENS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.