Sagnir - 01.06.2004, Page 47

Sagnir - 01.06.2004, Page 47
um að jeg væri kominn til Leith. Það er hjerumbil víst, að Valtýr12 gjörði sjer vonir fram til þess síðasta dags; þeir Björn Jónsson13 o. fl. höfðu agíterað ákaft, án þess að fá bein afsvör, og hver má vita, nema Valtýr hafi haft einhverja átyllu til vona sinna, eins og jeg síð- an mun segja þjer munnlega. Þegar jeg kom til Hafnar var þegar búið að staðfesta stjórnarskrána og fyrirkomulagslögin, og senda þau heim með „Vestu“ með ordre til landshöfðingja14 um að birta þau þannig, að þau öðlist gildi 1. febrúar næstkomandi. Það þarf því að flýta öllu þannig, að nýja fyrirkomulagið yrði byijað þann dag. Jeg var presenteraður fyrir Konunginum,15 sem accepteraði mig, og hef jeg fengið officiel tilkynningu frá Alberti um, að Konungur hafi ályktað að útnefna mig frá og með þeim degi að telja, er lögin öðlast gildi. Jafnframt er mjer veitt umboð til að gjöra allt sem þarf til þess að hin nýja stjórn geti tekið til starfs 1. febrjúar], þar með talið að constituera16 embættismenn, ráða skrifstofulið o.s.frv. Nú er hið fyrsta og merkasta sem fyrir liggur, að fá rjettan mann til landritarastöðunnar, sem er sú afarmikilsvarðandi. Þjer mun ef til vill vera kunnugt, að þar eru skiptar skoðanir, eins og gengur, og einn heldur þessum fram, annar hinum.17 Jeg er enn og hef stöðugt verið sömu skoðunar eins og jeg lauslega ljet í ljósi við þig í þing- byrjun í sumar, að jeg kýs helst þig, og er því efni þessa brjefs að spyija þig, hvort þú viljir takast landritaraembættið á hendur. Ef þú, sem jeg fastlega vona, vilt sinna þessu, þá verður þú að mæta mjer í Reykjavík í seinni hluta janúarmánuðar helst um það leyti sem „Laura“ kemur því með henni kemur inventaríið í stjórn- arskrifstofurnar. Við þurfum þá báðir að fara landveg, þú frá Akur- eyri, jeg frá Isafirði, og trúi jeg ekki öðru en að við klárum það. Svo verð jeg að sigla með „Lauru“ í feb[rúar] til að taka við, og fela þjer allt heima. Jeg sendi þetta brjef með „Agli“ frá Höfn, en af því að jeg þori ekki að treysta því absolut, að það skip komi á rjettum tíma, mun jeg einnig senda expres til þín frá Reykjavík, og vona svari með honum; jeg vona að þú látir það ekki verða til fyrirstöðu, þó að landritarastaðan geti eigi samrýmst þingmennsku. - Svarið verð jeg að fá til ísafjarðar, ef það mót von, er neitandi. Ella lætur þú sendi- manninn fara beint til Reykjavíkur aptur og býst jeg við að hitta þig þar, í síðasta lagi fyrir 1. febrúar. Ólafur Halldórsson, sem hefði átt kost á ráðgjafaembættinu ef hann hefði viljað, heldur forstöðu skrif- stofunnar í Höfn.18 í von um góða framtíð og góða samvinnu, þinn einlægur vin H Hafstein [P.S.] Langbezt, að þú afhendir sýslumannsembættið11' definitivt, áður þú fer[ð] suður. Amtm[aður]20 constituerar fyrst um sinn ein- hvern.21 HH Hannes kom til Reykjavíkur þann 24. nóvember. Tveimur dögum seinna sendi hann eftirfarandi bréf með hraðboða norður til Akur- eyrar. Tilgangurinn var sá sami, að bjóða Klemensi Jónssyni landrit- araembættið. GÓÐI VIN. Jeg skrifaði þjer um daginn frá Leith brjef, sem átti að sendast heim með „Agli“, og jafnvel þó að jeg voni að það brjef komist til þín, þá þori jeg þó ekki annað en gjöra ráð fyrir því að kunni að mis- farast eða tefjast, og sendi því hraðboða með bijef þetta, eins og jeg gerði ráð fyrir í fyrra brjefinu. Eins og þú munt hafa fijett sigldi jeg með „Lauru“ í f. m. Jeg var boðaður til Hafnar af Alberti með samþfykki] konungs, og fjekk brjef um það til ísafjarðar í f . m. Jeg kom aptur með Lauru í fyrra- kveld og fer með henni vestur þessa daga. Jeg var præsenteraður fyrir konungi af Alberti, og er nú svo kom- ið að konungur hefur ákveðið að fela mjer ráðherraembættið frá og með 1. febrúar næstkomandi, hvernig sem ykkur flokksbræðrum mínum nú fellur það vel. Mjer eru engin skilyrði sett að neinu leyti, og sá jeg ekki annað vænna en takast starfið á hendur. Jeg hef feng- ið fullmakt til þess að gjöra allt sem gjöra þarf til þess tíma, til þess að hið nýja fyrirkomulag geti komizt í framkvæmd, þar á meðal að constituera embættismennina. Það er nú efni þessa bréfs að spyrja þig, hvort þú viljir takast land- ritaraembættið á hendur. Jeg hef þá tilfinning, að við munum geta unnið saman; jeg vona að við getum lagst í átt í því að stuðla að friði og reyna að efla landið. Það er eitt atriði, sem þjer kann að þykja óviðfeldið, og það er það, að landritarinn getur ekki setið á þingi, að minnsta kosti ekki sem þjóðkjörinn. Um það munu allir vera samdóma. Þú yrðir því að leggja niður þingmennskuna fyrir Eyjafjarðarsýslu, sem jeg veit að er þjer kær; en áhrif þín á landsmál, starf þitt fyrir landið allt og öll ; position mundi eflast þá, er þú sætir í þessari æðstu stabil22 valds- mannsstöðu, sem er sú mjög mikilsvarðandi, að ég vona að þú látir það ekki verða til fyrirstöðu. Ef þú, sem ég vona, tekst embættið á hendur, þá verð ég að biðja þig að vera kominn til Reykjavíkur, ef þú mögulega getur, hinn 24. janúar næstkomandi eða um það leyti. Jeg verð kominn hingað þá, ef ég lifi, og ef til vill miklu fyrr. Það þarf margt að undirbúa og at- ; huga fyrir 1. febrúar, sem landritari þarf að vera með í. Með Hannes Hafstein ráðherra. „Lauru“ 6. febrúar fer ég aftur til Hafnar, og þá verður landritarinn að taka við Administrationinni. Auðvitað mætti constituera mann til bráðabirgða; en hitt væri betra. Það væri bezt að þú afhentir embættið þeim, er settur verður fyrir þig nyrðra þannig, að sá geti afhent það þeim, er tekur við eptir 1. febrúar. Mjer finnst Júl. Sigurðsson23 eða Stephensen24 gætu vel orðið notaðir til þess. Frjettir skrifa jeg engar. Jeg hef sent Birni „fróða“25 útklippur úr ófæddum Þjóðólfi með frjettum. Finnur bróðir þinn bað að heilsa þjer. Brjef frá honum er innlagt. Jeg bið þig að senda svar þitt til dr. Jónassens landlæknis,26 sem geymir það þangað til jeg kem hingað. Ef þú getur komið brjefi sem von er um að náði til ísafjarðar fyrir 6. jan[úar], þá sendir þú mjer línu þangað. Annars er það naumast til neins. Ef þú skyldir hafa nokkuð mjög áríðandi að segja mér, mætti ef til vill fá hrað- boðann til þess að fara vestur. o N RÁÐHERRA OG LANDRITARI sagnir 24 árgangur 04 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.