Sagnir - 01.06.2004, Síða 48

Sagnir - 01.06.2004, Síða 48
RÁÐHERRA OG LANDRITARI Klemens Jónsson landritari, Fyrirgefðu hvað brjef þetta er illa skrifað. Ég skrifa þessi erindi í prívatbrjefi, að dæmi Albertis, sem boðaði mig til Hafnar í ábyrgðalausu prívatbrjefi. Jeg vona þú heimtir ekki að sjá full- maktið fyrr en hjer. Vertu blessaður; hittumst heilir í Reykjavík í janúar. Finn einl. vin H. Hafstein Ljóst er af þessu bréfi að Hannes vissi vel að ekki mundu allir fagna skipun hans í embættið (sbr. „hvernig sem ykkur flokks- bræðrum mínum nú fellur það vel“). Enda eins og fyrr segir voru margir kallaðir. Klemens skrifaði í sjálfsævisögu sinni27 að skorað hafi verið á hann að taka landritaraembættið að sér: „Eptir mikla umhugsun og stríð við sjálfan ntig rjeð jeg það af að taka við embættinu; til þess hvatti systir mín28 mig einnig, því hana langaði alltaf suður, börnin ýttu líka undir, einkum Anna,29 sem þá hafði verið tvö sumur fyrir sunnan.“ Þann 10. desember 1903 var Klemens búinn að gera upp hug sinn og sendi svarbréf sitt frá Akureyri til Hannesar Hafstein. KÆRI VIN! Fyrst af öllu óska jeg þjer af heilum hug og hjarta til hamingju. Brjef þitt frá Leith kom með Egil í fyrra kveld, sendimaðurinn í gærkveld eptir 13 daga ferð. Jeg skal svo strax víkja að aðalefninu. Jeg þakka þjer fyrir þitt mjög svo virðulega tilboð, og tek því, í því fulla trausti og með þeirri sannfæringu, að við gætum unnið saman til eflingar landsins. Jeg skal játa það, að jeg hafði frá því fyrsta að- eins eina Betænkelighed, og hún er sú sama og þú getur um í báð- um brjefum þínum nefnilega þingmennskan, jeg tek mjer það mjög nærri að þurfa að leggja hana niður, er mjer hefur alltaf verið það fullljóst, að ólíkt gæti eigi samrýmst; en í síðara brjefinu segir þú, að minnsta kosti eigi sem „þjóð kjörinn"! Þetta hvort möguleiki er fyrir því, að maður geti setið á þingi sem konungkjörinn, hlakka ég til að dröfta við þig. Jeg skal, ef jeg held lífi og heilsu, vera kominn til Reykjavíkur þann 24. jan[úar], það er sjálfsagt, að jeg skila emb- ættinu definitivt það er hvort sem er sá allra besti tími. Jeg hefi tal- að við amtmann um það, hann er ekki glaður. Stefán kennari30 tekur því með ró, og segir, að sjer detti ekki í hug, að vera á móti þjer að óreyndu, E[inar] Hjörl[eifsson] hefi jeg ekki sjeð síðan, og Norður- land eigi komið út.3' Jeg finni svo ekki ástæðu til að orðlengja þetta, jeg vona að jeg komi til Reykjavíkur, rjett á eptir, að þú lest þetta brjef, og geymi allt, sem jeg hef að segja, til þess er ég get munnlega framflutt það, einungis get ég sagt þjer eitt, sem jeg ímynda mjer, að mundi fá þitt Bifald, að menn hjer, þeir sem hafa eitthvað að segja eru að hugsa um Finn32 fyrir þingmann hjer, þetta var lauslegt umtal áður. Hver verða á minn aflöser33 hefi jeg ekki hugsað neitt um ennþá. Jeg hjelt ekki leiðarþing af ástæðum sem ég skal segja þjer munnlega, það var útaf árás Stefáns kennara á mig, sem gerði það um leið að verkum, að hann kem ur ekki mikið í mitt hús.34 Jæja, það er ótal margt, sem jeg þyrfti að ræða um við þig, en sleppi því öllu þangað til við finnumst. Altsvo vertu blessaður, hittumst heilir í Reykjavík í janúar. Þinn einl. vin Kl. Jónsson Ekki voru allir ánægðir með þessa ráðstöfun landritaraembættis- ins. Sumir hefðu talið æskilegra að fá Valtýing í staðinn.35 Klemens Jónsson Klemens Jónsson (1862-1930) var lögfræðingur að mennt. Hann tók við bæjarfógetaembættinu á Akureyri og jafnframt sýslumanns- embættinu í Eyjafirði af Stefáni Thorarensen í byrjun september 1891. Hann var þá 29 ára, eindreginn heimastjórnarmaður36 og var fyrst kosinn á þing ári síðar í Eyjafjarðarsýslu (1892) og síðan end- urkjörinn þangað til að hann varð að láta af þingmennsku er hann tók við landritaraembættinu. Ævisagnaritari hans Hallgrímur Hall- sregnmiði „Sjallarhorns,‘ 7. desbr. 1903. Gleðifrétt! Foringi Heim as tjórn arflolrksins Hannes Hafsteir) er orðinn ráðherra Islands. Einoig hefir frétzt með ,Egil‘, að bæjarfógeía Kl. Jónssyni sé boðið Jandritaraembœttið. Nú þurfa engir að efal 46 SAGNIR 24 ÁRGANGUR '04 AFSTAOA ÞJÓÐVILJANS TIL STÓRVELDA i SEINNI HEIMSSTV
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.