Sagnir - 01.06.2004, Page 49
■ ANNA AGNARSDOTTIR
grímsson reit: „Var hann svo rótgróinn í sæti, að engum þýddi að
keppa við hann um kosningu."37 Eins og fram kemur í bréfunum
var þingmennskan Klemensi kær. Síðustu þrjú þingin sem hann sat
áður en hann varð landritari var hann kosinn forseti neðri deildar
Alþingis.
AÐDRAGANDINN AÐ VAL FYRSTA RÁÐ-
HERRA ÍSLANDS
Árið 1901 „marðist" Valtýskan í gegn um Alþingi en Heima-
stjornarflokkurinn ákvað að senda erindreka á konungsfund til að
segja honum og ráðgjafa íslands frá „sönnum málavöxtum.“38
Kristján Albertsson segir svo frá: „Eru fyrst nefndir tveir menn til
þeirrar farar, Klemens Jónsson og Hannes Hafstein. Klemens er
eldri þingmaður ... En hann á ekki heimangengt vegna veikinda
konu sinnar. Eru þá allir sammála um Hannes."39 Það er rétt að
Þorbjörg, kona Klemensar, var sárlasin og átti skammt eftir ólifað.
Hún dó í janúar árið 1902.
Hannes hafði meðferðis bréf til Albertis, nýskipaðs dómsmála-
ráðherra og íslandsráðgjafa, sem allir þingmenn Heimastjórnar-
flokksins höfðu undirritað og var Hannes kosinn til fararinnar. Þeg-
ar til Hafnar var komið fóru þeir Hannes og Finnur prófessor Jóns-
„Mér dettur ekki í hug að tileinka
mér neinn heiður fyrir sendiför mína.
Atvikin ollu því, að ég varð fyrir því
kjöri... einhver varð að fara.“
son, bróðir Klemensar, á fund Albertis og færðu honum bréfið.40.
Hannes skrifaði síðar: „Mér dettur ekki í hug að tileinka mér neinn
heiður fyrir sendiför mína. Atvikin ollu því, að ég varð fyrir því
kjöri... einhver varð að fara.“41 Þessi sendiför hafði úrslitaáhrif á að
Hannes hlaut ráðherratignina. Það var „alveg vafalaust“ að mati
Klemensar.43 ísafold, málgagn Valtýinga, kallaði þetta „sendiförina
alræmdu."43
Næsta ár, eins og kunnugt er, gerðist það í kosningunum 1902 að
báðir leiðtogarnir misstu þingsæti sín. Hannes féll í ísafjarðarsýslu
og Valtýr Guðmundsson í Vestmannaeyjum. Nú lá á að finna örugg
þingsæti fyrir flokksforingjana. Bergsteinn Jónsson prófessor skrif-
ar um Hannes á þessum tíma:
Enn hafði Hannes Hafstein ekki unnið sér þann sess í hugum
landsmanna sem hann gerði áður en langt um leið. Hann var að
vísu óumdeilanlega fríður sýnum og glæsilegur álitum ... tilkomu-
mesta ljóðskáld sinna jafnaldra. En lengi vel stóð honum ekkert ör-
uggt þingsæti til boða.44
Loks fór Hannes fram í Eyjafjarðarsýslu. Klemens var kjörinn 1.
þingmaður með 363 atkvæðum en Hannes 2. þingmaður með 213
atkvæðum og felldi flokksbróður sinn Stefán Stefánsson (1863-
1925) bónda í Fagraskógi, sem hlaut 192 atkvæði.45 Munaði þar
ekki miklu á þeim Hannesi.
MARGIR KALLAÐIR
Eins og fyrr segir voru margir sem gerðu sér vonir að fá útnefn-
ingu sem fyrsti ráðherra íslands. Þeir sem voru helst nefndir voru:
Hannes Hafstein sýslumaður ísfirðinga, Klemens Jónsson sýslu-
maður Eyfirðinga, Lárus H. Bjarnason sýslumaður Snæfellinga,
Trygggvi Gunnarsson bankastjóri, Jón Jónsson í Múla, Hannes
Þorsteinsson ritstjóri Þjóðólfs og jafnvel Magnús landshöfðingi.46
Valtýr Guðmundsson gerði sér einnig vonir um að verða fyrsti ráð-
herra íslands, eins og þegar hefur komið fram í bréfaskiptum
þeirra Hannesar og Klemensar.
Staða Klemensar var sterk og bjuggust margir við að Klemens
Xa-c-c^
*.'
XX/p
/ V /é/p-X- ^_/ 'T-/X
/ -Z-C, jtP ó/c/t
/
Bréf Klemensar til Hannesar.
HERNÁMS BRETA Á ÍSLANDI HATAST VIÐ HERNÁMIÐ sagnir 24 árgangur 04 47