Sagnir - 01.06.2004, Síða 49

Sagnir - 01.06.2004, Síða 49
■ ANNA AGNARSDOTTIR grímsson reit: „Var hann svo rótgróinn í sæti, að engum þýddi að keppa við hann um kosningu."37 Eins og fram kemur í bréfunum var þingmennskan Klemensi kær. Síðustu þrjú þingin sem hann sat áður en hann varð landritari var hann kosinn forseti neðri deildar Alþingis. AÐDRAGANDINN AÐ VAL FYRSTA RÁÐ- HERRA ÍSLANDS Árið 1901 „marðist" Valtýskan í gegn um Alþingi en Heima- stjornarflokkurinn ákvað að senda erindreka á konungsfund til að segja honum og ráðgjafa íslands frá „sönnum málavöxtum.“38 Kristján Albertsson segir svo frá: „Eru fyrst nefndir tveir menn til þeirrar farar, Klemens Jónsson og Hannes Hafstein. Klemens er eldri þingmaður ... En hann á ekki heimangengt vegna veikinda konu sinnar. Eru þá allir sammála um Hannes."39 Það er rétt að Þorbjörg, kona Klemensar, var sárlasin og átti skammt eftir ólifað. Hún dó í janúar árið 1902. Hannes hafði meðferðis bréf til Albertis, nýskipaðs dómsmála- ráðherra og íslandsráðgjafa, sem allir þingmenn Heimastjórnar- flokksins höfðu undirritað og var Hannes kosinn til fararinnar. Þeg- ar til Hafnar var komið fóru þeir Hannes og Finnur prófessor Jóns- „Mér dettur ekki í hug að tileinka mér neinn heiður fyrir sendiför mína. Atvikin ollu því, að ég varð fyrir því kjöri... einhver varð að fara.“ son, bróðir Klemensar, á fund Albertis og færðu honum bréfið.40. Hannes skrifaði síðar: „Mér dettur ekki í hug að tileinka mér neinn heiður fyrir sendiför mína. Atvikin ollu því, að ég varð fyrir því kjöri... einhver varð að fara.“41 Þessi sendiför hafði úrslitaáhrif á að Hannes hlaut ráðherratignina. Það var „alveg vafalaust“ að mati Klemensar.43 ísafold, málgagn Valtýinga, kallaði þetta „sendiförina alræmdu."43 Næsta ár, eins og kunnugt er, gerðist það í kosningunum 1902 að báðir leiðtogarnir misstu þingsæti sín. Hannes féll í ísafjarðarsýslu og Valtýr Guðmundsson í Vestmannaeyjum. Nú lá á að finna örugg þingsæti fyrir flokksforingjana. Bergsteinn Jónsson prófessor skrif- ar um Hannes á þessum tíma: Enn hafði Hannes Hafstein ekki unnið sér þann sess í hugum landsmanna sem hann gerði áður en langt um leið. Hann var að vísu óumdeilanlega fríður sýnum og glæsilegur álitum ... tilkomu- mesta ljóðskáld sinna jafnaldra. En lengi vel stóð honum ekkert ör- uggt þingsæti til boða.44 Loks fór Hannes fram í Eyjafjarðarsýslu. Klemens var kjörinn 1. þingmaður með 363 atkvæðum en Hannes 2. þingmaður með 213 atkvæðum og felldi flokksbróður sinn Stefán Stefánsson (1863- 1925) bónda í Fagraskógi, sem hlaut 192 atkvæði.45 Munaði þar ekki miklu á þeim Hannesi. MARGIR KALLAÐIR Eins og fyrr segir voru margir sem gerðu sér vonir að fá útnefn- ingu sem fyrsti ráðherra íslands. Þeir sem voru helst nefndir voru: Hannes Hafstein sýslumaður ísfirðinga, Klemens Jónsson sýslu- maður Eyfirðinga, Lárus H. Bjarnason sýslumaður Snæfellinga, Trygggvi Gunnarsson bankastjóri, Jón Jónsson í Múla, Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóðólfs og jafnvel Magnús landshöfðingi.46 Valtýr Guðmundsson gerði sér einnig vonir um að verða fyrsti ráð- herra íslands, eins og þegar hefur komið fram í bréfaskiptum þeirra Hannesar og Klemensar. Staða Klemensar var sterk og bjuggust margir við að Klemens Xa-c-c^ *.' XX/p / V /é/p-X- ^_/ 'T-/X / -Z-C, jtP ó/c/t / Bréf Klemensar til Hannesar. HERNÁMS BRETA Á ÍSLANDI HATAST VIÐ HERNÁMIÐ sagnir 24 árgangur 04 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.