Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 53

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 53
Hún var ekki einasta stimpluð 'nytsamur sakleysingi' í leiðara Morgunblaðsins, heldur var hún af einum blaðamanni sama blaðs nefnd 'kvensnipt' og borin margskyns vömmum og skömmum ... Til marks um taugaveiklunina má hafa, að Háskóli íslands meinaði skáldkonunni að tala í salarkynnum sínum ... Ýmsir íslenskir blaðamenn fundu Söru Lidman það meðal annars til foráttu, að hún hefði einungis gist Norður-Víetnam og gæti því ekki skýrt satt og rétt frá staðreyndum. Þessir sömu blaðamenn voru daglega að birta fréttaklausur um gang stríðsins þó þeir hefðu aldrei til Víetnam komið og ættu þess engan kost að staðreyna sanngildi fréttanna!8 Framkoma sumra blaðamannanna gekk svo fram af Sigurði á sín- um tíma að hann skrifaði heilsíðugrein í Morgunblaðið um ástand- ið í Víetnam, gagnrýni sem víða var haldið uppi af andstæðingum stríðsins, og vinnubrögð íslensku pressunnar." Þau sjónarmið sem Sigurður setti fram í greininni voru á sínum tíma einsdæmi á síðum Morgunblaðsins og framsetningin tæpitungulaus. Ef til vill var birt- ing greinarinnar fyrsta merki þess að ritstjórn blaðsins væri farin að finna fyrir nauðsyn þess að slaka aðeins á harðlínustefnu sinni í málinu. Samt sem áður sat Morgunblaðið við sinn keip fram á vor 1967. Það taldi Bandaríkjamenn og stjórnarherinn í Suður-Víetnam geta unnið stríðið og eiga að knýja Norður-Víetnama til uppgjafar eða að samningaborðinu með þrotlausum hernaði. Þótt lýst væri yfir vonum um að friðsamleg lausn fyndist var enginn bilbugur á rit- stjórunum þegar loftárásir voru hertar eða herafli Bandaríkjanna aukinn í Víetnam. Morgunblaðið treysti því á þessum tíma að hernaðaryfirburðirnir myndu ráða úrslitum og minntist sigurs breska hersins gegn kommúnistum í Malasíu. Þar hafði reyndar þurft 250 þúsund manna lið Breta til að ráða niðurlögum 8000 skæruliða að sögn blaðsins.10 Þegar Norður-Víetnamar höfnuðu friðartillögum U Thant, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um mán- aðamótin mars-apríl 1967 þótti Morgunblaðinu ekki þurfa frekari vitna við um orsakir stríðsins." AMERÍKUFERÐ STYRMIS 1967 Sumarið 1967 fór Styrmir Gunnarsson blaðamaður vestur um haf í boði bandaríska utanríkisráðuneytisins. 12 Hann segir það hafa komið sér mjög á óvart hve almenn andstaða var í Bandaríkjunum við þátttöku í Víetnamstríðinu en fram að þvf hafði hann talið að meirihluti Bandaríkjamanna væru hlynntir stefnu Lyndons B. Johnsons. Hann gat ekki lokað augunum fyrir andstöðu almenn- ings í Bandaríkjunum og þessi upplifun gjörbreytti persónulegri af- stöðu hans til stríðsins. Styrmir segist hafa spurt sig sem svo: „Ef fólkið í Bandaríkjunum er á móti þessu stríði, hvað erum við að gera uppi á íslandi að vera svona ofboðslegir talsmenn stríðsins?"13 Um haustið skrifaði Styrmir grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði frá ólíkum skoðunum sem uppi voru í Bandaríkjunum um Víetnamstríðið. Hann sagði fáa aðhyllast stefnu Johnsons um milli- leið því fólki þætti ýmist sem of lítið hefði verið gert eða að Banda- ríkjamenn hefðu þegar gengið of langt. I lokaorðum greinar sinnar sagði Styrmir: Afstaða almennings í Bandaríkjunum til Víetnam kom mér á óvart en það kom mér einnig óþægilega á óvart hverjir stjórnmála- menn í Bandaríkjunum eru hlynntir auknum hernaðaraðgerðum og hverjir vilja draga úr þeim. í hópi hinna fyrrnefndu eru ýmsir afturhaldssömustu þingmenn í Bandaríkjunum og í hópi hinna síð- arnefndu ýmsir hinna frjálslyndari meðal þeirra.14 Það kom sem sagt afar flatt upp á Styrmi að margir andstæðingar stríðsins voru ósköp venjulegir frjálslyndir demókratar eins og t.d. Eugene McCarthy, einn þriggja öldungardeildarþingmanna sem blaðamaðurinn hitti að máli í ferð sinni.15 Um hann sagði Styrmir m.a.: „Eg sá að það var víðsfjarri að hægt væri að stimpla þennan mann sem einhvern öfgamann til vinstri, hann bara var á móti þessu stríði... þetta var algjör toppmaður í bandarískum stjórnmál- um.“* Fram til þessa höfðu hugmyndir manna eins og Roberts Kennedy, sem var flokksbróðir McCarthys og helsti talsmaður andstæðinga stríðsins að mati Styrmis, ekki verið hátt skrifaðar af Morgunblað- inu. Árið 1966 hafði hugmynd hans um stríðslok og samsteypu- stjórn með aðild Viet Minh t.d. fengið þá einkunn hjá ritstjórunum að hún væri fráleit. Þeir sögðu að þó svo að Viet Minh næði ein- hverju fylgi í kosningum réttlætti það ekki þátttöku hreyfingarinn- ar í stjórn. Það að hleypa kommúnistum í samsteypustjórn myndi einungis leiða til þess að þeir bæru aðra innan stjórnarinnar ofur- Iiði og hrifsuðu síðan til sín völd Iíkt og skoðanabræður þeirra Styrmir Gunnarsson árið 1979. UNDANHALD S AMKVÆMT Á Æ T L U N SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.