Sagnir - 01.06.2004, Page 57
■ SIGFÚS ÓLAFSSON
Hér er í fyrsta skipti gerð grein fyrir stefnu blaðsins í Víetnam-
stríðinu með beinum hætti. Sennilega má hér greina viðbrögð
vegna kosningabaráttunnar í aðdraganda alþingiskosninga því vit-
anlega hefur andstaðan við Víetnamstríðið skilað sér í stuðningi
við þá flokka sem voru lengst til vinstri. Erfið staða Sjálfstæðis-
flokksins í málinu eftir tólf ára stjórnarsetu kallaði á enn mildari
afstöðu og að hún væri sett fram tæpitungulaust.
PENTAGON-SKJÖLIN
„Alvarlegt áfall“ var yfirskrift leiðara Morgunblaðsins 25. júní
1971. Þar var fjallað um Pentagon-skjölin svokölluðu sem banda-
ríska varnarmálaráðuneytið hafði látið taka saman og blaðið hafði
flutt fréttir af tveimur dögum áður. Birting þeirra svipti hulunni af
lygum og fölsunum Johnson-stjórnarinnar viðvíkjandi gangi stríðs-
ins í Víetnam. Eitt mesta hneykslið varðaði sjálft upphaf stríðsins
enda afhjúpuðu skjölin hvað raunverulega hafði gerst á Tonkin-
flóa á sínum tíma og að ákvörðun um stóraukinn hernað í Víetnam
hafði verið tekin fimm mánuðum fyrr.44
í leiðaranum var því velt upp hvort svipaða sögu væri þá að segja
af öðrum atvikum úr stríðinu. Um áhrif þessa sagði blaðið:
Alla vega er ljóst, að í framtíðinni mun almenningsálitið taka af
ítrustu varúð yfirlýsingum og skýringum bandarískra ráðamanna
um ástæður til ýmissa aðgerða og afskipta víða um heimsbyggð-
ina.45
Að sögn Óla Tynes var birting Pentagon-skjalanna mikið áfall
fyrir ritstjórana. Sjálfum hafi honum verið brugðið en hann hafi
alltaf gert sér grein fyrir að miklu væri logið um gang Víetnam-
stríðsins. Þannig hafi hlutirnir einfaldlega gengið fyrir sig í kalda
stríðinu.46 Styrmi Gunnarssyni þótti málið mjög óþægilegt þar sem
hann taldi að það myndi veikja baráttuna gegn kommúnistum. Að
öðru leyti kvaðst hann ekki muna sérstaklega eftir umfjöllun um
Pentagon-skjölin í Morgunblaðinu þar sem það mál hafi verið á
könnu Matthíasar Johannessens ritstjóra.47
Að sögn Óla Tynes var birting Penta-
gon-skjalanna mikið áfall íyiii' ritstjór-
ana. Sjálfum hafi honum verið brugðið
en hann hafi alltaf gert sér grein fyrir
að miklu væri logið um gang Víetnam-
stríðsins.
Upp frá þessu breyttist tónninn í Morgunblaðinu og birtist t.d.
leiðari seint í ágúst sem margir hefðu frekar búist við á síðum Þjóð-
viljans. Þar var fjallað um fyrirhugaðar forsetakosningar í Suður-
Víetnam í október sama ár og sagt að þær væru að snúast upp í al-
gjöran skrípaleik þar sem að Nguyen Van Thieu, sitjandi forseta,
hefði tekist að útiloka aðra frambjóðendur með valdi. Ef kosning-
arnar færu fram myndi sú litla trú sem sumir hefðu enn á að íhlutun
Bandaríkjanna snerist um að „tryggja frelsi og sjálfsákvörðunarrétt
þjóðarinnar í Suður-Víetnam, [hverfa] eins og dögg fyrir sólu."48
Morgunblaðið fagnaði kjöri Thieu árið 1967 og sagði að kosning-
arnar styrktu málstað Bandaríkjamanna sem segðust vera í Ví-
etnam til „að berjast fyrir málstað lýðræðis og frelsis."4’ Nú var öld-
in önnur. Thieu vann kosningarnar 1971 með 91,5% atkvæða líkt
og forseta var siður í Suður-Víetnam og um það voru ekki höfð
frekari orð í leiðara Morgunblaðsins.50 Þessar kosningar voru blað-
inu ekkert fagnaðarefni.
Styrmir segir að í tíð vinstristjórnarinnar 1971-1974 hafi Víetnam-
stríðið verið óþægilegt mál fyrir Morgunblaðið. Það hafi verið
óþægilegt að berjast fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á
íslandi sem um leið átti í stríði í Víetnam sem allur heimurinn var á
móti. Því hafi verið reynt að finna leið til að greiða úr þeim vanda.51
Óli Tynes.
Liður í því var að birta greinar eftir erlenda stríðsandstæðinga og
var samið við New York Times um afnot af pistlum frægustu dálka-
höfunda blaðsins í febrúar 1972.52 Upp frá því birtust margar slíkar
greinar um Víetnamstríðið á sama tíma og lítið var fjallað um Ví-
etnamstrfðið á vettvangi ritstjóranna. Óli Tynes segir að stemmn-
ingunni megi lýsa sem svo að ritstjórar Morgunblaðsins hafi verið
búnir að missa móð og mátt og ekki nennt að skrifa um stríðið
sjálfir. Birting greina úr New York Times hafi verið þægileg leið til
að losna við að fjalla um stríðið. Ekki var heldur að vænta slíkra
skrifa frá blaðamönnum Moggans sé það rétt munað hjá Óla að
þeir hafi deilt skoðunum ritstjóranna á stríðinu í Víetnam. Hann
segir að blaðamennirnir hafi flestir hverjir komið úr Heimdalli,
ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og því verið sam-
stíga í skoðunum.53
Þannig atvikaðist það að málgagn Sjálfstæðisflokksins fór að birta
greinar eftir menn á borð við Antony Lewis og taka það fram að
skrif hans væru lýsandi fyrir málflutning þeirra sem stæðu hvað
lengst til vinstri í bandarískum stjórnmálum.54 Tilgangurinn var að
víkka umfjöllun um Víetnamstríðið á síðum blaðsins og auka trú-
verðugleika þess þegar afstaðan til varnarliðsins var annars vegar.
Ritstjórarnir vildu sýna að þeir gagnrýndu Bandaríkin þegar
ástæða væri til svo ekki væri hægt að segja að Morgunblaðið væri
svo húsbóndahollt að það deildi ekki á stríðið í Víetnam þegar allir
hefðu látið af stuðningi við það.55
Vonir um friðarsamninga sfðla árs 1972 brunnu upp í jólaloftárás-
unum svokölluðu þegar Bandaríkjamenn vörpuðu 40 þúsund tonn-
um af sprengjum á Norður-Vfetnam seinnipart desember.56 Loft-
árásirnar voru þær mestu í stríðinu og viðbrögðin urðu víða afar
hörð. New York Times kallaði þær steinaldarlega villimennsku og
Washington Post sagði sprengjuregnið bæði villimannslegt og
heimskulegt.57 í fréttum Morgunblaðsins af fyrstu viðbrögðum við
árásum Bandaríkjamanna var greint frá því að þær hefðu verið
gagnrýndar víða.58 Um þær var ekkert fjallað efnislega í ritstjórnar-
greinum blaðsins.
I ársbyrjun 1973 hófst opinbert endurmat Morgunblaðsins á styrj-
öldinni í Víetnam:
[A]fleiðingin af þátttöku Bandaríkjanna í henni hefur einmitt
orðið sú, sem hún átti að koma í veg fyrir. Bandaríkin hófu þátt-
töku í Víetnam-stríðinu til þess að stemma stigu við framgangi
kommúnismans í Asíu - eða svo var okkur sagt. En afleiðingin hef-
ur orðið sú, að þátttaka þeirra hefur orðið vatn á myllu kommún-
ismans um allan heim.59
UNDANHALD SAMKVÆMT ÁÆTLUN" sagnir 2 a árgangur 04 55