Sagnir - 01.06.2004, Side 58
UNDANHALD
SAMKVÆMT ÁÆTLUN
Áhyggjur Morgunblaðsins af því að
stríðið hefði reynst Bandaríkjunum
álitshnekkir og snúið mörgu ungu fólki
til fylgis við vinstriöfl í heiminum
leyndu sér ekki á þessum tíma.
Orðasambandið „svo var okkur sagt“ segir meira en margir leið-
arar um viðhorf greinarhöfundar til stríðs sem hann viðurkenndi
að hefði verið „í hróplegri mótsögn við siðgæðisvitund" ungs fólks.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins.
Það voru eðlilega mikil vonbrigði að hafa stutt hernaðinn svo lengi
þegar útkoman varð fullkomlega andstæð því sem ætlað var.
Styrmir Gunnarsson segir að ritstjórar Morgunblaðsins hafi spurt
sig hvernig stæði á því að valdhöfum kommúnistaríkjanna hefði
tekist að snúa Víetnamstríðinu þannig „að það sem að við töldum
vera stríð við kommúnismann [hafi að] mati almennings um allan
heim verið sjálfstæðisbarátta Víetnama.““
Morgunblaðið hafði því margvíslegar ástæður til að fagna vopna-
hléi í lok janúar 1973. í Ieiðara var það þó sérstaklega áréttað að
þeir sem hæst hefðu talað um stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Ví-
etnam ættu engan heiður af vopnahléssamkomulaginu, heldur Ví-
etnamar sjálfir ásamt Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Sovét-
mönnum. Það hefði enginn sigrað í Víetnam, hvorki Bandaríkja-
menn né kommúnistar, heldur allir tapað. Hvað framtíðina snerti
taldi blaðið best að landinu yrði áfram skipt f tvo hluta og benti
m.a. á batnandi sambúð þýsku ríkjanna því til stuðnings.61
Áhyggjur Morgunblaðsins af því að stríðið hefði reynst Banda-
ríkjunum álitshnekkir og snúið mörgu ungu fólki til fylgis við
vinstriöfl í heiminum leyndu sér ekki á þessum tíma. Gleðin yfir því
að stríðinu væri að ljúka var blandin vonbrigðum yfir því hvernig
stríðið hafði snúist í höndum Bandaríkjamanna og orðið „vatn á
myllu kommúnismans um allan heim.“
NIÐURSTÖÐUR
Á árunum 1967-1973 stundaði Morgunblaðið skipulegt undan-
hald í umræðunni um stríðið í Víetnam. Eftir þriggja ára þrotlaus
skrif þar sem ekki gekk hnífurinn á milli blaðsins og Bandaríkja-
hers í stóru sem smáu var mörkuð sú stefna að feta sig frá stuðningi
við stríðið þó þannig að Sjálfstæðisflokkurinn og málgagnið biðu
sem minnstan skaða af. Þrír atburðir virðast hafa ráðið mestu um
þessa þróun mála.
Fyrst skal nefna vesturferð Styrmis Gunnarssonar sem komst að
raun um það haustið 1967 að sitthvað var bogið við hugmyndir
morgunblaðsmanna um Víetnamstríðið og viðhorfin til þess í
Bandaríkjunum. Andstaðan meðal almennings var miklu meiri en
þeir höfðu viljað trúa og talsmenn hennar á vettvangi stjórnmál-
anna voru margir hverjir í hópi frjálslyndra þingmanna, jafnvel
„toppmenn" eins og Styrmir orðaði það sjálfur.
Tet-sóknin í ársbyrjun 1968 kollvarpaði þeirri mynd sem Banda-
ríkjastjórn hafði lengi haldið að almenningi á Vesturlöndum af víg-
stöðunni. Trúin á hernaðarlega yfirburði fauk út í veður og vind
þegar í ljós kom að Bandaríkin gátu ekki einu sinni varið sitt eigið
sendiráð í Suður-Víetnam fyrir skæruliðum Viet Minh. Sú vitneskja
að Bandaríkin gætu allt eins beðið ósigur í Indókína var ný ástæða
til að rifa seglin í áróðursstríðinu.
Áfallið sem fylgjendur Bandaríkjastjórnar og Suður-víetnamska
hersins urðu fyrir þegar Pentagon-skjölin voru dregin fram í dags-
Þrátt fyrir að Styrmir Gunnarsson hafi
greint ritstjórum Morgunblaðsins frá
því haustið 1967 sem hann varð
áskynja í Bandaríkjaheimsókn um
sumarið var það ekki fyrr en árið 1971
sem blaðið fór að draga úr stuðningi
sínum við aðgerðir Bandaríkjanna.
ljósið seint í júní 1971 var sýnu stærra. Skyndilega sat blaðið uppi
með það að hafa tekið gagnrýnilaust upp lygar og blekkingar um
gang mála. Blaðið fór að efast um eiginlegan tilgang stríðsins og fór
að birta erlendar greinar sem gagnrýndu stríðið. Var það gert bæði
til þess að víkka sjónarhorn blaðsins í umfjölluninni og auka trú-
verðugleika þess og Sjálfstæðisflokksins í baráttunni gegn yfirlýstri
stefnu vinstristjórnarinnar um brottför hersins.
Þegar friðarsamningar voru loks undirritaðir sagði Morgunblaðið
réttilega að allir hefðu tapað í Víetnamstríðinu. Því var eiginn ósig-
ur í málinu ljós 25. júní 1971 þegar ritstjórar blaðsins sáu að þeir
hefðu átt að taka „af ítrustu varúð yfirlýsingum og skýringum
bandarískra ráðamanna um ástæður til ýmissa aðgerða og af skipta“
í Víetnamstríðinu. Það liggur í orðum Morgunblaðsins að þann
daginn hafi ritstjórum þess liðið eins og nytsömum sakleysingjum.
Þrátt fyrir að Styrmir Gunnarsson hafi greint ritstjórum Morgun-
blaðsins frá því haustið 1967 sem hann varð áskynja í Bandaríkja-
heimsókn um sumarið var það ekki fyrr en árið 1971 sem blaðið fór
að draga úr stuðningi sínum við aðgerðir Bandaríkjanna. Afstaða
þess til Víetnamstríðsins á því tímabili mótaðist því umfram allt af
andkommúnisma þar sem baráttan gegn sameiginlegum óvini,
heimskommúnismanum, var þyngri á metunum en vitneskja rit-
stjórnarinnar um staðreyndir stríðsins í Víetnam.
56 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 M O R G U N
L A Ð I Ð
O G V
E T N A M
9 6 7