Sagnir - 01.06.2004, Side 61

Sagnir - 01.06.2004, Side 61
HJÓNASKILNAÐARLÖGGJÖFIN Kenningar kaþólsku kirkjunnar og kanónísks réttar varðandi helgi hjónabandsins hafa á síðari tímum mótað alla löggjöf um hjónaskilnaði. í lögbók rómversk-kaþólsku kirkjunnar segir eftir- farandi: „Hjónabandi, löglegu gerðu og fullkomnuðu, verður ekki slitið af nokkru mannlegu valdi né nokkurri orsök nema dauðan- um.“’ Þessi stranga löggjöf kirkjunnar hefur síðan haft gríðarleg áhrif á alla þróun í átt til frjálsari hjónaskilnaðarlöggjafar. Jafnvel við siðbreytingu með tilheyrandi „afhelgun" hjónabandsins virðist trúarleg túlkun kirkjunnar á hjónabandinu hafa haft mikil áhrif á löggjöf þess. Með hjúskapartilskipun Friðriks II. urðu til í fyrsta skipti heildar- lög varðandi hjónabandið. Með lögfestingu þessara laga í Dan- mörku og Noregi árið 1582 var hjónabandið gert að veraldlegri stofnun en tilskipunin var lögfest á íslandi árið 1587. Lögin á fs- landi varðandi skilnaðarmál héldust að mestu leyti óbreytt í meira en 300 ár.J Með löggjöfinni var hjónaskilnaður með leyfi til að gifta sig aftur loksins viðurkenndur en helstu skilnaðarástæðurnar voru hórdómur, brotthlaup og getuleysi. Samkvæmt heimildum var flestum hjónaböndum á íslandi slitið vegna hórdómsbrota fram til loka 18. aldar.5 Þó að tilskipunin frá 1582 hafi veitt fyrrgreinda möguleika á lög- skilnaði var ekki þar með sagt að auðvelt hafi verið fyrir fólk að skilja. Sagnfræðingurinn Inga Huld Hákonardóttir segir t.d. í bók sinni Fjarri hlýju hjónasængur að jafnvel „þótt lagaheimildir virtust nú rýmri leiddi sívaxandi siðavendni til þess að á 17. öld mátti heita illmögulegt að fá skilnaðarleyfi."6 Ástæðan fyrir náðarsamlegu bréfi Jóns bónda til Danakonungs var sú að í lok 17. aldar fóru dönsk stjórnvöld að veita leyfi til lög- skilnaðar og leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Heimild konungs til að veita leyfi og undanþágur frá lögum var ótakmörkuð meðan hann var einvaldur og gat hann því veitt leyfi til skilnaðar jafnvel þótt ekki væri að finna stoð fyrir því í lögum.7 BREYTT SAMFÉLAG, NÝ VIÐHORF í fyrstu íslensku kennslubókinni í lögum, Tyro Juris eftir Sölva Sveinsson sem kom út árið 1754, var gerð sérstök grein fyrir þessu leyfisveitingakerfi. Þar kemur fram að konungur geti veitt hjónum leyfi til skilnaðar við sérstakar aðstæður eins og t.d. ef hjón lifðu saman í „ókristilegri umgengni og óforlíkanlegu hatri.“ Höfundur nefndi auk þess þær leyfisveitingar sem konungur veitti „fornemme folk“, eða yfirstéttarfólki, til skilnaðar að borði og sæng en áréttaði þó að slíkan skilnað gæti enginn dómari veitt enda var enginn lagalegur grunnur fyrir þess háttar skilnaði.8 Jörundur hundadagakonungur. Ýmsar samfélagshræringar í löndum Evrópu fóru síðar að hafa áhrif á mótun hjónabands- og hjónaskilnaðarlöggjafarinnar í lok 18. aldar. Undir merkjum náttúruréttar fóru lögfróðir menn að líta á hjónabandið sem veraldlegt samband karls og konu sem bundið var samningi er báðum aðilum bar að halda og virða. Gagnrýni menntamanna á kirkjuna hafði þannig áhrif á viðhorf manna til hjónabandsins en á tímum frönsku byltingarinnar kom upp sú skoðun að hjónabandið væri aðeins borgaralegur samningur þar sem kona og karl nytu sömu réttinda. Slíkur samningur væri upp- segjanlegur ef vilji væri fyrir hendi.9 Sama þróun virðist hafa átt sér stað í Danmörku og Noregi en þar boðuðu leiðandi lögfræðingar frjálsari skilnaðarlöggjöf sem þó hvorki náði að hafa áhrif á löggjöfina né hvernig dómstólar störf- uðu. Þess í stað þróaðist áðurnefnt leyfisveitingakerfi konungs þar sem stjórnvöld fóru sjálf að gefa leyfi til skilnaðar að borði og sæng án lagastoðar.10 Það reyndist þeim Jóni og Arnbjörgu þó ekki auðsótt mál að sækja um skilnað til danskra yfirvalda. Vegna Napóleonsstyrjalda töfðust öil mál í stjórnsýslunni og verulegur samdráttur varð á póstsamgöngum milli íslands og Danmerkur.11 Einnig ríkti lítill skilningur á bágum kjörum íslenskrar alþýðu meðal erlendra emb- ættismanna. HEIMILDIR UM JÓN OG ARNBJÖRGU Átjánda öldin var mörgum íslendingum erfitt skeið. í heimildum segir fyrst frá þeim Jóni og Arnbjörgu á tímum Skaftárelda sem lögðu fjöldamörg býli í Vestur-Skaftafellssýslu í eyði. Margir dóu í harðindunum en þó nokkrir flúðu sýsluna vegna bágra aðstæðna þar sem eyðing graslendis og búfénaðar var gríðarleg. Eftir gos hafði íbúum sýslunnar fækkað um tæplega 60%. Á Kirkjubæjarklaustri sátu umboðsmenn Danakonungs sem höfðu eftirlit með því að jarðir hans hátignar héldust í ábúð og heimtuðu afgjöld af leiguliðum sínum. Þéttbýlt var í Skaftafells- sýslu á þessum tíma og byggð þar trúlega verið nálægt hámarki miðað við búskaparskilyrði. Kleifahreppur tilheyrði Kirkjubæjar- klaustri en þar bjuggu um 600 manns á 57 býlum fyrir móðuharð- indin en aðeins um fjórðungur þeirra var skráður þar eftir 1784. Þá var einungis búið á 24 býlum í hreppnum en hin býlin lögðust öll í eyði til lengri eða skemmri tíma.12 Fremst í prestþjónustubókum Kirkjubæjarklausturs frá árunum 1795-1816 gefur að líta nöfn þeirra sem lifðu af hörmungar eldanna 1784. Jón Eiríksson hafði búið á jörðinni Hörgsdal í Kleifahrepp en þar var fjórbýlt fyrir eldana og bjuggu þá yfir 30 manns á jörð- inni en eftir eldana eru þar aðeins fjórir íbúar skráðir. Hinn ungi bóndi hafði staðið fyrir þriðja búi í Hörgsdal ásamt konu sinni Margréti Jónsdóttur og þremur ungum börnum þeirra. Það var ekki algengt á þessum tíma að svo ungir menn rækju búskap en Jón var þá rétt yfir tvítugu.13 Ungi bóndinn í Hörgsdal fór ekki varhluta af hörmungum eldanna en eiginkona hans og yngsti sonurinn dóu bæði og eftir stóð hann ekkjumaður með tvö móðurlaus börn á framfæri.14 í prestþjónustubækur Kirkjubæjarklausturs vantar árin 1784-1793 svo erfitt er að fylgja eftir örlögum Jóns og barnanna. Tíu árum síðar árið 1794 var Jón skráður sem vinnumaður á Prest- bakka hjá sóknarprestinum Bergi Jónssyni. í lok október sama árs giftist hann Arnbjörgu Þórarinsdóttur frá Breiðabólsstað í Kleifa- hreppi.15 Arnbjörg var elst af sex systkinum. Faðir hennar, Þórarinn, var dugmikill bóndi sem hafði verið ágætlega stæður fyrir tíma Skaftár- elda. Fjölskyldan hafði á þeim tíma búið á jörðinni Skál í Skálar- sókn sem var stór og mikil kirkjujörð. Jörðin fór undir hraun í gos- inu og einn sonur hjónanna lét lífið. Það hefur verið erfitt líf fyrir barnmargar fjölskyldur að byrja aftur búskap frá grunni og árin eftir Skaftárelda verið slíkum fjölskyldum afar þungbær vegna hungursneyðar og uppskerubrests. Fjölskylda Arnbjargar hóf að nýju búskap á jörðinni Breiðabólstað í Kirkjubæjarklausturssókn sem varð laus til ábúðar eftir harðindin.16 Þegar Arnbjörg og Jón giftust árið 1794 hófu þau í kjölfarið búskap á Breiðabólsstað.17 ÖRLAGASAGA Ú R í S L E N S K R I S V E I T SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.