Sagnir - 01.06.2004, Síða 62

Sagnir - 01.06.2004, Síða 62
ÖRLAGASAGA ÚR (SLENSKRIE BÚSKAPARBASL BÆNDAALÞÝÐU Forsenda þess að samfélagið samþykkti stofnun fjölskyldu var yf- irráð yfir landi. Þar sem jarðnæði lá ekki á lausu á þessum tíma var það algengt að foreldrar létu börnum sínum í té jarðarpart á landi sínu þar sem hjónaefnin gátu hafið sinn fyrsta búskap undir hand- arjaðri foreldra sinna. Þannig byrjaði búskapur þeirra Arnbjargar og Jóns og auk þess bjuggu tvö systkini Arnbjargar á 17. og 18. ald- ursári á bænum hjá þeim sem vinnufólk.18 Tæpu ári eftir brúðkaupið, þann 30. september, fæddist Jóni og Arnbjörgu sonur sem var látinn heita Þórarinn í höfuðið á föður Arnbjargar.19 Foreldrar Arnbjargar höfðu þá flutt á bæinn Morð- tungu sem var í fárra kílómetra fjarlægð frá Breiðabólsstað. Þar bjó systir Þórarins fyrir ásamt fjölskyldu sinni og aldraðri móður þeirra. Þegar Arnbjörg var ófrísk af öðru barni þeirra hjóna fluttu þau með son sinn Þórarinn, sem þá var á fyrsta ári, yfir á Morð- tungu þar sem þau tóku við öðru býli sínu af föðursystur Arnbjarg- ar. Snemma árs 1797 fæddist annar sonur sem var gefið nafnið Eirík- ur og ári síðar dóttir sem var látin heita Guðríður.20 Arnbjörg hefur haft í nógu að snúast með þrjú smábörn á bænum, Þórarin rúmlega tveggja ára, Eirík eins árs og Guðríði nýfædda. LÍF í MYRKRI Aðeins viku eftir fæðingu Guðríðar litlu dó Þórarinn úr misling- um og skömmu síðar varð Arnbjörg blind. Systkini hennar og móð- ir, sem bjuggu í næsta nágrenni, hafa eflaust aðstoðað hana með börnin vegna fötlunarinnar. Ari síðar fæddist þeim hjónum annar sonur sem hét Þórarinn en hann virðist hafa dáið ungur því í mann- talinu 1801 eru hjónin aðeins sögð eiga tvö börn, Eirík og Guð- ríði.21 Ungbarnadauði var mikill á íslandi á þessum tíma, hungur, kuldi, smitsjúkdómar og almennur læknaskortur á landinu gerði það að verkum að mörg börn dóu áður en þau komust af viðkvæm- asta skeiðinu. Það er erfitt að setja sig í spor Arnbjargar sem á að- eins fimm árum hafði eignast fjögur börn, misst tvö þeirra og þurft að annast þau blind síðustu tvö árin. Arið 1800 voru heimilisaðstæður á Morðtungu þær að systir Arn- bjargar, Ingibjörg, 24 ára að aldri bjó á bænum og hefur verið henni til aðstoðar við húsverkin og barnauppeldið. Eiríkur var þá aðeins þriggja ára og Guðríður á öðru ári. Það hefur verið gríðarleg fötlun á þessum tíma fyrir rnóður með smábörn að vera blind. Daglegt líf hennar hefur einskorðast við inniveru í þröngum bæjarhúsunum þar sem hún gat þreifað sig áfram eftir veggjum og húsmunum en í víðáttunni utandyra var hún bjargarlaus. Daglegar skyldur hennar við heimilið, matseld, þrifnaður og umönnun ósjálfbjarga ung- barna takmarkaðist við einföldustu verkefnin en að mestu leyti hefur hún verið háð aðstoð annarra. Eyjólfur bróðir Arnbjargar flutti á Morðtungu með fjölskyldu sinni og var þá orðið þríbýlt þar árið 1801.22 Sá félagsbúskapur stóð þó ekki lengi því Jón og Arnbjörg fluttu í Hörgsdal þar sem Jón hafði búið með fyrri konu sinni Margréti fyrir tíma Skaftárelda. Sama ár og Jón og Arnbjörg flytja í Hörgsdal dó faðir Jóns, Eirfkur Jónsson bóndi á Kárastöðum, þá 84 ára að aldri. Hugsanlega áskotnaðist Jóni arfur eftir föður sinn því Hörgsdalur var mun verðmætara býli en Morðtunga.23 NÝTT HEIMILI, NÝ RÁÐSKONA Þótt hið nýja heimili fjölskyldunnar væri ekki langt frá Morð- tungu, þar sem foreldrar og systkini Arnbjargar bjuggu, hefur flutningurinn verið henni erfiður. Á Morðtungu hafði hún búið áður en hún missti sjónina og þekkti því umhverfið þar ágætlega bæði innan sem utandyra. Á nýja heimilinu var henni allt mjög framandi og ætla má að í þeim erfiðleikum hafi fötlunin enn frekar hindrað hana í að sinna daglegum skyldum. Það sem kannski reyndist Arnbjörgu hvað erfiðast var að systir íslensk alþýða á seinni hluta 19. aldar. 60 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 HJÓNASKILNAÐUR Á FYRRI HLUTA 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.