Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 66

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 66
ÖRIAGASAGA ÚR ÍSLENSKRI SVEIT íslenskt hlóöaeldhús á seinni hluta 19. aldar. s'’eitarómaga hafi örugglega orðið til að hamla því í lengstu lög að fólk leitaði ásjár sveitarfélaga.34 Fyrir þeim hjónum var því ekkert óeðlilegt við það að ráðskonunni væri tryggður hluti af búinu til lífsframfærslu með löglegu hjónabandi Jóns og Guðrúnar ef það yrði til þess að hún héldist í vistinni til frambúðar. UMSÖGN CASTENSKJÖLDS STIFTAMTMANNS Árið 1812 var Johan von Castenskjöld stiftamtmaður á Islandi. Hann tók við bréfi Jóns og gekk samviskusamlega frá öllum máls- skjölum sem sendast skyldu með til danska kansellísins. Eftir að hafa kynnt sér málsskjölin skrifaði hann sjálfur umsögn þar sem hann tjáði skoðun sína á málinu sem var eftirfarandi: Endskiöndt det I denne Asögning fölgende Bilage,er oplyst at Supplicantens Hustrue med han er enig I den ansögte Egtenskabs Ophævelse, saa tör Amtet, uden i övrigt at tage hensyn til de frem- förte grundes Tilstrækkenlighed, dog ei for Tiden fordrigste sig til allerunderdanigst at raade til det ansögtes Bönhörelse, efter da han ikke siden den 25 April 1810 har levet separeret fra sin Hustrue i Henseende til Bord og Seng Rekevig 24 april 1812 Castenskjöld.35 Að mati stiftamtmannsins var það gjörsamlega óviðunandi að hjónin byggju ennþá undir sama þaki og hefðu ekki verið lögform- lega aðskilin í þann tiltekna tíma sem lögin fyrirskipuðu. Hér var sem sagt strangasti skilningur lagður á lagabókstafinn og engar undantekningar leyfðar sama hversu mannúðlegar ástæður lágu að baki. Það kemur kannski ekki á óvart að það var danskur embætt- ismaður sem hér hélt á penna. Erlendir embættismenn hafa vart þekkt íslenskan raunveruleika og skorti því samúð með fátæku bændafólki sem hér tórði við bág kjör. ÖRLÖG ÞEIRRA JÓNS OG ARNBJARGAR í desember árið 1812 kom síðan svar frá danska kansellíinu. Svo virðist sem umsögn Castenskjölds stiftamtmanns hafi haft endan- leg úrslit á ákvarðanatöku danskra yfirvalda í málinu því í bréfinu til amtmannsins kom fram að þar sem hjónin hafi ekki lifað aðskii- in að borði og sæng geti umsókn þeirra um skilnað ekki komið til greina.36 í augum hinna háu herra Danaveldis var ósk íslenska bóndans litin hornauga. Málið jafnvel álitið jaðra við tvíkvæni að leyfa manninum að búa með tveimur konum á heimili sínu. Kon- ungur og ráðgjafar hans lögðu strangasta skilning í aldagömul lög og reglur og velferð þeirra gagnvart íslenskum þegnum miðaðist við ímyndaða þjóðfélagsgerð sem átti sér enga stoð í íslenskum raunveruleika. Jón og Arnbjörg fengu því aldrei að skilja. Árið 1814 giftist Guðrún ráðskona bóndasyni frá Fossi sem hún eignaðist barn með stuttu síðar. Þóra, 23 ára systir Guðrúnar, var skráð ráðskona í Hörgsdal hjá þeim Jóni og Arnbjörgu en trúlega hefur Arnbjörg látist það ár eða mjög snemma árs 1815. Þóra virð- ist þá hafa hætt í vistinni en í byrjun árs 1816 kvæntist Jón bóndi Steinunni Oddsdóttur, systur Guðrúnar, og eignaðist með henni barn þremur árum síðar sem þau gáfu nafnið Guðrún. Samkvæmt prestþjónustubók Kirkjubæjarklaustursóknar dó Jón Eiríksson bóndi frá Hörgsdal úr brjóstþyngslum í október árið 1824.37 64 SAGNIR 24 árgangur 04 HJÓNASKILNAÐUR Á FYRRI HLUTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.