Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 68

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 68
Uppbygging Efra-Breiðholts Fellapakkið í gettóínu Upp úr 1960 hófst undirbúningur að skipulagi Breiðholts og þar risu á tiltölulega skömmum tíma þrjú fjölmenn íbúðahverfi. Árið 2003 bjuggu þar 21.880 íbúar og var Breiðholt stœrsta hverfi Reykjavíkur með um fimmtung borgarbúa. í Fellahverfinu sem er hluti af Efra-Breiðholti eru nœr eingöngu blokkir, sem flestar voru byggðar fyrir láglaunafólk og þá sem nutu félagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg. AÐDRAGANDI AÐ BYGGINGU FELLAHVERFISINS Fyrstu ár sjöunda áratugarins einkenndust af átökum á vinnumarkaði en um miðbik hans voru gerðir samningar milli verkalýðshreyfingarinnar, vinnuveitenda og ríkis- stjórnarinnar.21 tengslum við þá og til að greiða fyrir þeim gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu en mikilvægustu atriði hennar voru: 1) Ákvörðun urn byggingu 1.250 íbúða fyrir lág- launafólk á næstu 5 árum.2) Þær 1.000 íbúðir sem falla myndu í hlut ríkisins skyldu seld- ar láglaunafólki í verkalýðshreyfingunni á kostnaðarverði og á hagstæðum lánum. 3) Gerð skyldi tilraun til að lækka byggingarkostnaðinn með stöðlun, fjöldaframleiðslu, góðri skipulagningu og fullkomnustu tækni sem við var komið. 4) Reykjavíkurborg yrði aðili að þessum framkvæmdum og fengi í sinn hlut 250 íbúðir en borgin stóð þá í átaki við að útrýma heilsuspillandi húsnæði.3 Að baki þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gera stórátak í byggingarmálum má nefna tvær ástæður. Annars vegar var um að ræða þrýsting frá verkalýðsfélögunum og tíð verkföll sem leiddu til kjarasamninga þar sem húsnæðismál voru sett á oddinn. Hins vegar var mikið skipulagsleysi í byggingar- og lánamálum almennt og nauðsynlegt var að bregðast við þeim vanda.4 I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var kveðið á um að nefnd skyldi annast byggingarfram- kvæmdirnar. Nefnd þessi hélt sinn fyrsta fund sjöunda september 1965 og voru fundirn- ir haldnir vikulega eftir það.5 Nefndin fékk nafnið Framkvæmdanefnd byggingaráætlun- ar (hér eftir kölluð FB). Fljótlega eftir að nefndin kom saman ályktaði hún að ef verk- efnið ætti að bera árangur væri ekki hægt að rniða við fimm ára tímabil. Til að koma á raunhæfum breytingum yrði að hefja hálfgerða byltingu í byggingartækni hér á landi og áður en framkvæmdin gæti hafist yrði að hefja mikinn undirbúning og tilraunastarfsemi. Þegar byggingartæknin var fundin sem fullnægði skilyrðunum um að lækka byggingar- kostnaðinn og stytta byggingartímann, kom fljótlega í ljós að best væri að öll fram- kvæmdin færi fram í einu hverfi. Sérstök áhersla var lögð á að framkvæmdirnar yrðu stöðugar allan ársins hring.'' Framkvæmdinni var ákveðinn staður í Breiðholti. Ný frarn- kvæmdaáætlun var síðan samin sem gerði ráð fyrir að FB lyki verkefninu á árunum 1974-75.7 Þegar þessir samningar um stórátak í húsnæðisbyggingum í Reykjavík voru gerðir ríkti ástand sem neyddi hundruð fjölskyldna til þess að búa í heilsuspillandi húsnæði. Auk þess bjuggu margar fjölskyldur í sumarbústöðum og slæmu bráðabirgðahúsnæði, t.d. í Múlahverfi og Blesugróf. Þetta var fyrst og fremst almennt verkafólk.8 FB var fyrsti aðilinn sem hóf framkvæmdir í Breiðholtinu, en verkefnið var afar viða- mikið. Margir sýndu verkefninu áhuga og sú leið var farin að fá þá til að mynda verk- takafélag. Breiðholt h/f var stofnað árið 1967 og var það alhliða verktaka- og verkfræði- fyrirtæki. Breiðholt h/f hafði mikið samtarf við FB, enda annaðist það höndum sex af sjö byggingaráföngum FB. Breiðholt h/f varð risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða með fjölda manns í vinnu. Það ruddi auk þess braut í fjöldaframleiðsluaðferðum í íbúða- byggingum sem varð þess valdandi að önnur verktakafyrirtæki urðu að lækka íbúðaverð hjá sér/' Á áttunda áratugnum byggði Breiðholt h/f hvert stórhýsið á fætur öðru og kom 66 SAGN I R 24 ÁRGANGUR '04 UPPBYGGING EFRA-BREIÐHOL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.