Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 76
Sendibréf Guðrúnar Skúladóttur eldri
GÖFUGT var
i
Á síðustu árum hafa sendibréf og aðrar persónulegar heimildir fengið aukna athygli frœði-
manna.2 Persónulegar heimildir hafa að sjálfsögðu verið kannaðar áður en eru e.t.v. núna rann-
sakaðar á nýjan hátt af sagnfrœðingum sem leggja stund á „einsögu" eða „micro-history.“ Ung-
ir sagnfrœðingar hafa í auknum mœli beint kastljósinu að fólki fyrri alda og þá að persónunum sjálf-
um.3Þeir hafa grafist meira fyrir um hugsunarhátt fólks, líðan þess og viðhorf og skoðað þann ómeðvit-
aða vitnisburð sem kemur fram í þessum heimildum. Persónulegar heimildir sýna okkur það sem er á
bak við tölfrœðina, reglugerðirnar og lögin og erfitt er að finna betri heimildir en sendibréf til þess.
Varla er hœgt að finna betri heimildir um einstaklinga fortíðarinnar en sendibréf.
RAGNHILDUR SIGRÚN BJÖRNSDÓTTI
Fædd árið 1971. Hún útskrifaðist með
BA próf i sagnfræði vorið 2003.
Allra manna duglegastur við að sinna útgáfu bréfa frá fyrri tímum var Finnur
Sigmundsson landsbókavörður. Stóð hann fyrir skrásetningu á mörgum bind-
um af sendibréfum og urðu sendibréf kvenna ekki útundan þótt karlpeningur-
inn væri í meirihluta.4 Nokkur bréfasöfn eru til frá konum sem uppi voru á 18. og 19.
öld. Má þar helst nefna bréfasafn Ingibjargar Jónsdóttur, systur Gríms Jónssonar amt-
manns, en Finnur Sigmundsson stóð fyrir útgáfu þess. Ná þessi bréf yfir um fjögurra
áratuga tímabil.5 Önnur bréfasöfn hafa verið könnuð en ekki gefin út og má t.d. nefna
bréf Valgerðar Jónsdóttur biskupsfrúar.'’
Bréfasafnið sem ég ákvað að kanna er ekki eins stórt í sniðum og það sem Ingibjörg
Jónsdóttir skildi eftir sig en ekki síður athyglisvert og nær yfir jafn langt tímabil. Kona
sú sem vakti áhuga minn er Guðrún Skúladóttir dóttir Skúla Magnússonar landfógeta
en um hann hefur mikið verið ritað og ekki rninna skráð um Innréttingarnar sem hann
var aðalhvatamaðurinn að. Börn Skúla hafa aftur á móti ekki fengið mikla umfjöllun.
Astæða þess að ég ákvað að rannsaka sendibréf Guðrúnar eldri Skúladóttur var sú að
mér þótti dóttir fyrsta íslenska landfógetans verðugt viðfangsefni. Ekki minnkaði áhugi
minn við lestur bréfa hennar. Guðrún var greinilega mjög athyglisverð kona, víðlesin,
fróð og afskaplega mikil hannyrðakona. Þetta kemur berlega í ljós í þeim sendibréfum
hennar sem hafa varðveist en þar nefnir hún ýmis atriði sem ekki virðast líkleg til að
vekja athygli konu á þessum tíma. Hún spyr t.d. frétta af Napóleoni og eftirmanni hans
Lúðvíki XVIII. í bréfi frá 27. ágúst 1814.7 Þá er hægt að lesa mikið út úr bréfunum um
daglegt og innra líf hennar, hvað hana vanhagaði um og hvaða augum hún leit hlutina.
Henni varð tíðrætt um handavinnu sína á seinni árum sérstaklega af því að þá var hún
orðin sjúklingur og átti ekki eins auðvelt með að sinna handavinnunni og áður. Mörg
bréfa hennar voru skrifuð í nokkurs konar dagbókarformi þar sem hún rakti þá atburði
sem gerst höfðu síðan hún skrifaði viðkomandi síðast.
Verður hér fjallað um þessa merkilegu konu og kannað hvað það var helst sem hún
fjallaði um í bréfum sínum.
UM BRÉFIN
Alls fundust 13 sendibréf frá Guðrúnu Skúladóttur eldri.8 Elsta bréfið er frá 30. júní
1774 en það yngsta er dagsett 18. ágúst 1815, eða ári áður en Guðrún lést. Sendibréfin
spanna því 41 ár af lífi hennar. Elstu bréfin sex voru frá Guðrúnu til föður síns en hin
voru til Sveins Pálssonar læknis og Gríms Jónssonar amtmanns. Þrjú þessara bréfa hafa
birst á prenti í bók Finns Sigmundssonar Sendibréf frá íslenzkum konum. Þau bréf voru
skrifuð 16. ágúst 1789 til Sveins Pálssonar, 5. september 1813 og 27. ágúst 1814 til Gríms
Jónssonar.1’ Sendibréfin 13 sem fundust frá Guðrúnu skiptast síðan í tvö tímabil. Annað
tímabilið afmarkast af búsetu hennar í Skagafirði en hitt af Viðeyjardvölinni en þangað
74 SAGNIR 24 ÁRGANGUR '04 S E N D
BRÉF GUÐRÚNAR
SKÚLADÓTTU