Sagnir - 01.06.2004, Síða 84
Einsögurannsókn á lífi tveggja vestur-íslenskra kvenna
Jeg er fœdd í Canada og því CANADÍSK að œtt...
Hér er um að rœða einsögulega rannsókn á lífi tveggja vestur-íslenskra landnemadœtra. Heim-
ildir þœr sem ég het um þessar systur er bréfasafn en þœr skrifuðu báðar „heim“ til íslands sömu
frœnkunni á Hesteyri í Sléttuhreppi. Bréfin fundust á Hesteyri árið 1972 og hafa síðan þá verið varð-
veitt á Héraðsskjalasafninu á ísafirði en frœnkan fluttist til Reykjavíkur árið 1950 og Sléttuhreppur hafði
verið íeyði frá árinu 1952.' í bréfasafninu eru samtals 104 bréf frá systrunum, það elsta skrifað árið 1913
og það yngsta árið 1947.
Systurnar skrifuðu frænku sinni áratugum saman en hittu hana aldrei þar sem þær
komu aldrei til fslands. Ég kem til með að segja örlítinn hluta af lífssögu þessara
systra, bera saman val þeirra í lífinu og athuga hvernig sömu aðstæður geta skap-
að mismunandi lífsferil vegna ólíkra viðhorfa og valfrelsis einstaklingsins. Einnig ætla
ég að reyna að varpa ljósi á sjálfsmynd þeirra sem landnemadætra, tilfinningavera, ís-
lendinga og sem Kanadabúa. Út frá hugmyndum um sjálfsmynd systranna ætla ég svo
að fjalla nánar um kenningar um þjóðernið. Ég ætla að reyna að komast að því hvert
þeirra raunverulega þjóðerni var. Voru þær íslenskar af því að þær áttu íslenska for-
eldra og kunnu að tala og skrifa íslensku? Eða var kannski eitthvað annað sem skapaði
þeirra þjóðerni?
Sagnfræðingurinn Sigurður G. Magnússon telur að þeir sem ætla sér að nálgast sög-
una út frá reynslu einstaklingsins hafi oftast um tvennt að velja. Annar kosturinn er sá
að taka út hóp ótengdra persóna í svipuðum aðstæðum og tefla þessum persónum svo
saman með einhverjar ákveðnar forsendur eða spurningar í huga. Þannig sé hægt að
draga fram reynslu hóps einstaklinga sem hægt er að setja í samband við ákveðna þætti
samfélagsins út frá almennri félagssögu. Síðari kosturinn „þegar huglæg reynsla fólks
er dregin fram í dagsljósið, er að einbeita sér að einum einstaklingi eða nokkrum
nátengdum manneskjum og fara nákvæmlega ofan í einstaka þætti í lífi þeirra...“2 Það
er einmitt síðari leiðin sem ég valdi í þessari grein.
Hvert er þá heimildagildi bréfanna sem ég hef undir höndum? Hvaða vissu hef ég fyr-
ir því að bréfin séu þess eðlis að hægt sé að nota þau í sagnfræðilega rannsókn? Sigurð-
ur G. Magnússon, sem er frumkvöðull í einsögurannsóknum á íslandi, telur það vera
grundvallaratriði að leggja mat á samband bréfritarans og viðtakandans: „Samband
þessara tveggja persóna getur ráðið því hvort bréf sé metið einhvers virði til rann-
sókna, við úrlausn hvaða vandamála hægt sé að nota þau...“3 Það þarf að kanna að-
stæður beggja aðila og einnig þarf að leggja mat á tilgang bréfaskriftanna.4 Sigurður
telur að samband bréfritara og móttakanda geti skipt miklu máli þegar trúverðugleiki
bréfanna er metinn. í þeim tilfellum sem miklar fjarlægðir eru á milli þessara tveggja
og um er að ræða reglulegar bréfaskriftir yfir löng tímabil „þá er eins og meðvitund
bréfritara um viðtakanda og umhverfið dofni. Þá er líklegt að bréfritari slaki aðeins á
þeim kröfum sem hann myndi annars gera þegar hann settist við bréfaskriftir vegna
þess að hann hefði minna að fela.“5 Þetta má heimfæra upp á bréfin sem ég nota sem
aðalheimild hér.
Yngri systirin var aðeins 13 ára þegar fyrsta bréfið í safninu frá henni var skrifað og
hún var orðin tæplega fimmtug þegar síðasta bréf hennar var dagsett. Þær frænkur voru
á svipuðum aldri og höfðu gagnkvæman áhuga á að halda þessu fjarsambandi á milli
sín, þessum tengslum á milli þeirra ættingja sem fóru til Vesturheims og þeirra sem eft-
ir sátu heima. Þær hittust aldrei á þeim tíma sem bréfin voru skrifuð og þekktust ekkert
nema í gegnum bréfaskriftirnar. Bréfin gefa engu að síður til kynna að þær séu ná-
tengdar. Það má geta sér þess til að þær hafi einmitt náð að tengjast svo náið vegna þess
Fædd áríð 1973. Hún útskrifaöist meö BA próf í
sagnfræðí og íslensku veturinn 2003
82 SAGNIR 24 ÁRGANGU R 04
EINSÖGURANNSOKN
T V E G G J A
V E S T U R
ISLENSKRA