Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 94

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 94
ÞAÐ BÆTIR HVERN BRAGNA AÐ BEITA ÞEIM l-IESTI A sínum yngri árum kynntist Þorlákur einnig togaraútgerð. Áður en hann fékk pláss á togara stundaði hann nokkrar vertíðir á vél- bátum í Vestmannaeyjum og líkaði dvölin vel þrátt fyrir að hafa staldrað stutt við. Að lokum fékk hann pláss á þýskum togara en togarapláss voru eftirsótt í þá daga. Þetta var í kringum 1925 en um það leyti byrjuðu þrír eða fjórir þýskir togarar að veiða í salt hér við land og réðu þeir átta íslendinga á hvert skip til viðbótar eigin áhöfnum. Fyrsti túrinn var frá byrjun mars til sumars en aflinn var þó ekki mikill í þessum túr. Þegar Þorlákur hafði siglt fjóra eða fimm túra með aflann til Þýskalands fór hann að þekkja þar dálítið til og kunna ágætlega við þýska grund. Hann átti prýðileg samskipti við þýsku áhöfnina um borð og komst ótrúlega fljótt upp á lagið með að tala þýsku. Áður hafði Þorlákur verið sumarlangt við landbúnað- arstörf í Danmörku og hjálpaði það til við að ná tök- um á þýskunni. Þjóðverjarnir notuðu hann nánast strax sem túlk og milligöngumann á milli sín og hinna fslendinganna. Vinskapur Þorláks og skipstjórans á togaranum leiddi til þess að þegar leiðir skildu um sumarið átti hann víst skipspláss haustið eftir þegar hann sneri aftur til Þýskalands. Þegar Þorlákur kom aftur út hafði skipstjórinn hins vegar misst stöðu sína vegna landhelgisbrots og hafið störf sem óbreyttur háseti á öðru skipi. Forstjóri þýska útgerðarfélagsins vísaði Þorláki á ráðningastjórann sem reyndist vera einhentur en vel á sig kominn að öðru leyti og viðfelldinn í besta lagi. Sá var kunnugur íslandi því hann hefði lent í skipstrandi austur í Meðallandi og þekkti nöfn á bæjum þar fyrir austan. Ráðningastjórinn tók Þorláki opnum örm- um og réði hann sem háseta á togara til veiða norður í Hvítahafi. Þorlákur segir að stormur og kuldi í Hvítahafi hafi gert skipsmönn- um erfitt fyrir fyrst um sinn. Þar sem kuldinn var svo mikill gerðu áhafnarmeðlimir lítið annað en að berja klaka af skipinu en þegar veðrið batnaði fóru þeir að fiska. Undir það síðasta fiskuðu þeir svo mikið að þeir þurftu að standa uppi í 54 tíma samfleytt. Þegar hlé gafst á meðan verið var að hífa hlupu sumir skipsverjar, þar á meðal Þorlákur, upp á grindurnar yfir fýrplássinu til að hlýja sér. Aðbúnað um borð taldi Þorlákur sæmilegan en þó ekki eins góðan og venja var á íslenskum togurum. Nokkuð bætti það þó úr að þeir fengu snafs öðru hverju til að hressa sig við en skipið hafði tekið dálítið af áfengi með í túrinn og fékk hver skipsmaður tiltekinn vínskammt á meðan á förinni stóð. Að vísu hafði skipstjórinn þurft að innsigla allt áfengi á leiðinni norður með Noregi vegna mikillar ölvunar nokkurra áhafnarmeðlima en þeir fengu það aftur áður en heimsiglingin hófst. Þorlákur minnist þess eitt sinn, þegar þeir voru á heimleið, að hann átti fyrstu stýrisvakt en hann hafði verið á fótum í 54 tíma og var orðinn töluvert þreyttur: „Strax og ég kom upp í brú og tók mér stöðu við stýrið kom skipstjórinn til mín með konjaksstaup og rétti mér með orðunum „nicht schlafen" eða ekki sofna. Hressist ég vel við þessa hýrgun og hélt út á vaktinni með góðri aðstoð skipstjórans, sem sífellt var að spjalla við mig.“12 Eftir Hvítahafstúrinn dvaldi Þorlákur í Þýskalandi og fór síðan með járnbrautarlest til Kaupmannahafnar. Þar heimsótti hann tvo vini sína sem báðir voru í háskólanámi ytra. Þaðan ferðaðist Þor- Merki Hestamanna- félagsins Sindra Þ O R l Á K S BJÖRNSSONAR, M 92 SAGNIR 24 ÁRGANGUR '04 LIFSHLAUP B Ó N D A O G H E S T A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.